Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 47

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 47
OLAMATSEÐILL SÓSAIM Kalkúnsinnyfli 1 stöngull selleri 2 piparkorn 1 laukur, i sneiðum 1 lárviðarlauf 3 bollar vatn Kjötfylling (Hæfileg fyrir 3—4 kg fugl) 300 g svínahakk 100 g nýir sveppir 100 g skinka, í strimlum 1 litill laukur, saxaður 2 stönglar sellerí, bitað 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 11/2 tsk. kjúklingakrydd 1 tsk. timian 1 tsk. rosemarin steinselja 4 sneiðar franskbrauð, bleytt i mjólk 2egg • Laukur, sveppir og sellerí steikt á pönnu þar til orðið er meyrt. Hakki blandað vel saman við ásamt kryddi. Þá er eggjum hrært át í og síöan franskbrauðinu — mjólkin kreist úr áður. Aö lokum er skinkunni blandað varlega saman við. Þegar kalkúninn er til- búinn er klippt á saumana og fyll- ingin tekin úr og borðuð með. Ef ekki eru allir fjölskyldumeðlimir sammála um fyllingu má gjarnan fylla fuglinn með fleiri en einni tegund fyllingar, til dæmis má hafa ávaxtafyllingu til helmings á móti kjötfyllingu. • Innyfli, nema lifur, sett í pott með vatninu, kryddinu og græn- metinu, niðursneiddu. Látið malla við meðalhita í lokuðum potti í um þaö bil 11/2 klst. Lifrin og 1 tsk. af salti sett út í síðustu 15 mín- úturnar. Lifrina má síðan saxa smátt og nota í sósuna ef vill. Soðið síað. 1 /2 bolli soð úr ofnskúffu 1/2 bolli hveiti 2 bollar innyflasoð 1 bolli soð úr ofnskúff u 1 bolli rjómi • Þegar kalkúninn er steiktur er soðinu hellt úr ofnskúffunni og af því er 1/2 bolla hellt í pott. 1 bolla af heitu vatni er þá hellt í ofnskúff- una og hrært í þar til allt viðbrunn- ið soð er uppleyst. • Soðið í pottinum er hitað, hveit- inu blandað varlega í og hrært vel saman. • Síðan er 2 bollum af innyflasoði blandað út í smátt og smátt, hrært vel á meðan. Því næst er vatninu úr ofnskúffunni bætt í og að lokum rjómanum. Hitað þar til sósan sýður og þykknar. Þá má bragð- bæta sósuna að vild, jafnvel bæta sveppum út í og setja sósulit í ef hún þykir of ljós. Salt og pipar er sett út í eftir smekk og fleira krydd og kjúklingasúputeningur ef vill, en mjög gott er að setja að lokum örlítið sérrí í sósuna. WALDORFSALAT í HLAUPI (Fyrir 6—8) 1 pakki kirsuberja-, jarðarberja- eða hindberjahlaup 1 bolli sjóðandi vatn 1 bolli kalt vatn 1 stórt epli, bitað 1 bolli saxað selleri 1 bolli græn vínber 1/2 bolli valhnetur • Hlaupduftið er leyst upp í sjóðandi vatni, þá er kalda vatn- inu bætt út í. Kælt þar til farið er að þykkna, um það bil 30 mínútur. Þá er eplum, selleríi, söxuðum valhnetum og vínberjum — skornum í tvennt — bætt í. Sett í olíusmurt mót eða í nokkur lítil mót og kælt í aö minnsta kosti 2—3 klst. (Ath. að salatið má útbúa daginn áður.) BAKAÐ SPERGILKÁL íOSTASÓSU (Fyrir6—8) 3 bollar spergilkál, soðið 1 /4 bolli smjör eða smjörliki 1/4 bolli hveiti 1/2 tsk. salt 3/4 bolli mjólk 1 bolli Óðalsostur, rifinn tómatur, i sneiðum Parmesanostur • Smjörið brætt í potti og hveiti og salti blandað vel saman við. Smátt og smátt er mjólk og osti hrært út í; hitaö þar til þykknar og osturinn er bráðinn. Spergilkálið sett í ofn- fast ílát og bakað við 180° í 10 mínútur. Þá er tómatsneiðunum raðað ofan á og bakað í 5 mínútur í viðbót. Parmesanosti stráð yfir áður en borið er fram, ef vill. (Nota má frosið kál og þá þarf 2 pakka.) FYLLTAR, BAKAÐAR KARTÖFLUR (1 kartafla á mann) 6 stórar kartöflur 1/4 bolli smjör eða smjörliki 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1/4 bolli heit mjólk 1 bolli Óðalsostur, rifinn • Kartöflurnar bakaðar í 1 1/2 klst. við 180°. Teknar úr ofninum og skornar í tvennt, langsum. Kartaflan skafin úr hýðinu en það er síðan notað sem skel. Kart- öflurnar eru stappaðar og síðan er kryddi, smjöri og heitri mjólk bætt í. Þeytt þar til þetta verður iétt. Stöppunni mokað í hýðisskelj- arnar og osti stráð yfir. Bakað í 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og örlítið brúnaðar. ENGIFERGLJÁÐAR GULRÆTUR 1/4 bolli púðursykur eða hunang 1/4 bolli smjör eða smjörliki 1 tsk. salt 1/2 tsk. engifer 1/4 tsk. kanill 8 stórar gulrætur, niðursneiddar, bitaðar eða grófrifnar • öllu blandað saman í stórum potti, lokið sett á og látið malla við meðalhita í 20—30 mínútur, hrært af og til. Nota má niðursoðnar eða frosnar gulrætur í stað nýrra en þær þarf ekki að sjóða nema örstutta stund. JÓLAÍS MEÐ ROMMI OG RÚSÍNUM 1 litri romm- og rúsinuis 2 stk. Marabou Nougat Crisp súkkulaði, bitað 100 g hnetur, saxaðar 2 pelar rjómi • ísinn látinn standa við stofuhita í 15 mínútur og þá er hann settur í skál í stórum bitum og súkkulaði og hnetum, sem hafa verið rist- aðar á þurri pönnu, blandað út í. Síðan er bætt við 1 pela af stíf- þeyttum rjóma. Sett í form og fryst aftur í að minnsta kosti 6 klst. Borið fram með þeyttum rjóma og þeir sem vilja geta fengið sér Úkjör út á eða örlítið romm. Verði ykkur að góðu og gleðileg jól. 49. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.