Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 57

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 57
ólasveinn á pálmaströnd Damon Runyon Það er á heitu síödegi í borginni West Palm Beach að náungi aö nafni Hlunkur Zimpf stendur á götuhorni og er ekki sérlega djúpt hugsi. Skugginn af hon- um er svo stór að tvö lítil blökkubörn hafa sest í forsæluna á gangstéttar- brúninni við fætur hans. Hlunkur þessi vegur nefnilega þrjú hundruð pund og þar sem hann er ekki nema fimm fet og sex þumlungar á hæð er hann satt að segja töluverður belgur og er af honum skuggi ekki lítill. Samt er hann frekar illa haldinn um þessar mundir og fimmtán til tuttugu pundum léttari en venjulega og hann hefur ekki neytt matar í tvo daga. Litlu blökkubörnin sætu varla svona nærri honum ef þau vissu hversu svangur hann er. Ef satt skal segja er Hlunkur svo svangur að maginn i honum er far- inn að halda að kokið sé komið i fri, og það sem verra er, hann á ekki grænan eyri i vasanum til að létta af sér þessari raun. Hlunkur þessi er veöreiðaharkari aö atvinnu og hann er á leið til Miami að taka þátt í vetrarleikunum í Tropical Park og Hialeah. Hann hafði farið frá New York með rétt nægjanlegt fé til að komast í rútu til West Palm Beach en ekkert þar umfram fyrir mat og drykk á leiðinni. Á hinn bóginn harmar hann það ekki að þurfa aö stíga af áætlunar- bílnum í West Palm Beach því máttur hans þverr nú óðum fyrir hungurs sakir og hann gerir þvi skóna að þarna takist honum að verða sér úti um mat. I viðbót við allt annað var fólkið i bílnum farið aö tala um að heimta af honum aukagjald því tilfelliö er að Hlunkur er svo bústinn á bæði borð að menn héldu því fram að undir hann væru lögð þrjú sæti. Samferöamenn hans voru kvartsárir og ferðin því að engu leyti skemmtireisa fyrir Hlunk. Nú, jæja. Sem Hlunkur stendur barna á horninu rennir stór, rauður kaggi upp að gangstéttarbrúninni and- spænis honum. Honum ekur laglegur °9 sólbrúnn ungur maöur i sportlegri skyrtu en viö hlið hans situr horuð dama og horaða daman bendir Hlunki aö koma til sín. I fyrstu veitir Hlunkur henni enga athygli. Hann vill ekki hafa forsæluna af hlökkubörnunum litlu því jafnbrjóst- góöur maður og Hlunkur, þegar börn eru annars vegar, hefur aldrei veriö uPpi. Ef satt skal segja er Hlunkur eigi litiö kvalinn þarna í hitanum af þeirri ástæðu einni að hann er of brjóstgóður til að færa sig. Horaöa daman í kagganum heldur 'áfram aö banda til hans og kallar aö lok- um háum rómi: — Hæ, þú, svo Hlunk- ur labbar aö endingu út á götuna að bilnum og heldur helst að hún vilji spyrja hann til vegar þótt Hlunkur þekki ekkert til á þessum stað. Hann sér að þetta er ekki ólagleg dama þó ekki sé hún ung. Gult háriö hefur hún bundiö aftur með dragfinum klút, hún er i blárri peysu, bláum buxum og á úlnliöunum ber hún mörg armbönd og hringa á fingrum. Hlunkur sér að hér fer fólk sem hlýtur aö vera vel í efnum. Hann sér einnig aö augu hennar eru blá og hörkuleg og allt hennar fas hiö frekju- legasta því þegar hann gengur í átt að bilnum, ásamt blökkubörnunum, sem fylgja skugganum af honum, mælir hún til hans eftirfarandi með rödd sem virð- ist raspa hálskirtlana á uppleiöinni. — Heyrðu mig, segir hún. — Ertu atvinnulaus? Nú er Hlunkur þessi ávallt mjög kurteis við allar kvenpersónur, jafnvel þó hann sjái að þær séu algjörar tæfur, svo hann bugtar sig og segir. — Já. — Ekki svo að skilja að ég vilji vera með skæting, frú, en hvereraðspyrja? — Ég, segir horaöa daman, ég er frú Manvaring Mimm. — Ég heiti Elmore Zimpf, segir Hlunkur þó svo hingaö til hafi hann aldrei nefnt nafn sitt á almannafæri af ótta viöaðfinnslur. — Skiptir engu hver þú ert, segir frú Mimm. — Viltu vinna eða ertu í fríi? Auðvitað vill Hlunkur ekki vinnu. Vinna er það sem hann hefur allt lif sitt veriö að reyna að forðast. Aukinheldur eru mannasiðir frú Mimm honum ekki að skapi og hann er i þann veginn aö draga sig til baka þegar honum kemur í hug hversu svangur hann er. Þvi spyr hann hana hvers konar starf hún hafi í huga og hún segir viö hann si sona. — Ég vil að þú verðir jólasveinninn minn, segir hún. Ég held hina árlegu jólaveislu heima hjá mér á Palm Beach annað kvöld og um leiö og ég sá þig sagði ég við greifann hérna að þú værir einmitt hinn ákjósanlegasti jólasveinn fyrir mig. Jólasveinabúningurinn minn er einmitt mátulegur á þig, segir hún. — Viö verðum alltaf að troða hann út með púöum fyrir yfirþjóninn minn, hann Sparks, og þaö lítur aldrei nógu eölilega út. Við þetta rifjast upp fyrir Hlunki að jólin standa reyndar fyrir dyrum og þá kemur honum auövitað i hug veitinga- hús Mindys á Broadway og hvernig kalkúninn er framreiddur þar; með hjúp, trönuberjasósu, stöppuðum kartöflum og hreðkum. Við slíka þanka dæsir hann þung- lega og gleymir eitt augnablik stund og stað. Hann er rifinn upp úr þessum hugsunum viö það að ökuþórinn ungi mælir eftirfarandi: — Þetta feita fífl er dautt fyrir ofan axlir, Margrét. Þú ættir að finna þér annan. — Nei, segir hún. — Ég verð að fá þennan. Ó, Gregorio, hann yrði alveg frábær jólasveinn. Sjáöu til, segir hún við Hlunk, ég borga þér fimmtiu doll- ara. Við það að heyra unga manninn kalla sig feitt fífl er þönkum Hlunks snarlega snúið aftur til West Palm Beach. Hann gefur unga manninum náinn gaum og veitir því nú eftirtekt að hann er með lítið yfirskegg og eitthvað er við hann ákaflega kunnuglegt. A hinn bóginn getur Hlunkur ekki komiö honum fyrir sig svo hann ályktar að það sé bara manngeröin sem veldur þessum kunnugleika því að auövitað eru þúsundir laglegra, sólbrúnna ungra manna með yfirskegg á þeytingi um Flórída á þessum tíma árs. En honum likar stórlega miður viö þennan tiltekna unga mann fyrir að kalla hann feitt fffl. Ef satt skal segja er Hlunkur móögaöur. Þótt honum sé sama um að vera kallaöur feitur eöa jafnvel fífl er honum ekki sama sé hann kallaöur hvort tveggja í einu því það hljómar svo óviröulega. Hann er einmitt að íhuga hvort það kunni ekki að vera góð hug- mynd að gefa þessum unga manni einn á lúöurinn þegar hann heyrir frú Mimm nefna fimmtiu dollara. Hann tekur því aftur upp þráðinn til að ganga úr skugga um aö hann megi trúa sinum eigin eyrum — að hún sé tilbúin að borga honum fimmtiu kall og þar af tvo tikalla fyrirfram til þess að hann þurfi ekki að fara fótgangandi yfir Worth-vatn að heimilisfangi því sem hún fær honum. Tilskiliö er að hann haldi strax af stað og gengur Hlunkur að þessum skilmálum. Hann hóar blökkubörnunum út úr skugganum af sér, hvoru með sinn fimm senta peninginn til að þau telji þá þegar að hann sé jólasveinninn. Þannig atvikast þaö að Hlunkur Zimpf tekur hús á Bleikuvötnum en svo heitir landareign frú Manvaring Mimm á Palm Beach. Landareign þessi er á stærö við Central Park og snýr fram til sjávar. Þar er fjöldi pálmatrjáa, gos- brunna, myndastyttna og einnig sund- laug. Húsið minnir Hlunk á Rockefeller- miðstöðina og þar er slík gnægð þjóna að nægja myndi til að stofna heilt verkalýðsfélag. Hlunkur gerir vart við sig hjá Sparks yfirþjóni og I Ijós kemur að Sparks þessi verður næsta kátur er hann heyrir að Hlunkur eigi að vera jóla- sveinn því tilfelliö er að Sparks hefur alla tið talið það vanviröu við hástéttar- þjón að spila sig jólasvein með púða- tróð í buxunum. Þar að auki kemur í Ijós að Sparks er mikill veöreiðaunnandi og þegar hann kemst að þvi aö Hlunkur er vel heima I bikkjubransanum veröur hann altillegur og lætur honum í té gnótt upplýsinga og hneykslissagna um hvem og einn I heldri manna hópum Palm Beach og nærsveita. Hann útskýrir fyrir Hlunki aö Bleikuvötn séu ein stærsta landareignin á þessum slóöum og að frú Mimm viti ekki aura sinna tal. Peningana fær hún frá pabba sínum sem gerði það gott í olíuviöskiptum á árum áður. Hún giftir sig þegar hún er á þeim buxunum — nú þegar þrisvar sinnum — og nú er hún á þeim einu sinni enn. Reyndar segir Sparks Hlunki frá því aö nú hafi hún í hyggju að giftast ungum manni, Johnny Relf að nafni, sem eigi nóga seðla — eða muni eiga þá þegar for- eldrar hans verði svo vinsamlegir að burtkallast héöan. Sparks segir að persónulega sé hann ekki hlynntur þessum ráöahag þar sem dulitils aldursmunar gæti á hlutað- eigandi. Hann segir aö Johnny sé aöeins hálfþrítugur og I ofanálag ekki skynugur eftir aldri en frú Mimm hafi þegar lifaö tvær andlitslyftingar sem hann viti um. En hann segir að hún sé 49. tbl. Vlkan 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.