Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 63

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 63
Shirley Conran ÞRÍTUGASTIOG NÍUNDIHLUTI Júdý vegnar vel í New York og rekur nú mikla kynn- ingarstarfsemi. Kata reynir ítrekað að eignast barn en missir ýmist fóstur eða börnin fæðast andvana. Óvæntir erfiðleikar koma upp í hjónabandi hennar. Hún skilur við eiginmanninn og reynir fyrir sér sem blaðamaður með góðum árangri. A meðan fer stjarna Lilíar hækkandi. Hún fær hlut- verk í góðri kvikmynd en Serge heldur áfram að kúga hana. Kata tekur viðtal við Lilí en gegn vilja þeirra beggja verður úr því hið mesta bull og Lilí sárnar mjög við Kötu. Júdý verður loks ástfangin. Sá útvaldi er vellauðugur útgefandi sem gerir henni Ijóst að hann muni aldrei skilja við konuna sína. Stúdentarnir höfðu af ásettu ráði æst lögregluna upp og lög- reglan brást við eins og Frakkar bregðast alltaf við. Við hverju bjuggust þessir krakkar eigin- lega?. . . Bíðum við, hugsaði hann. . . Þessi kona minnti hann á . . . Þegar hún missti trefilinn sá hann að þetta var Lilí. Símon hljóp út og braust yfír torgið til Lilíar. Honum tókst að troða sér á milli Lilíar og lög- regluþjónsins sem enn var að toga í hárið á henni. Hann reyndi að yflrgnæfa hávaðann í skaranum og hrópaði, „Bíddu, hér hafa orðið einhver mistök. ’ ’ , ,Ekki aftur! Hunskastu burtu eða ég læt hirða þig líka! Símon vissi að franska lög- reglan er yfirleitt viðmótsþýð ef farið er rétt að henni og því talaði hann eins kurteislega við þennan ævareiða lögreglumann og væru þeir báðir í dagstofu drottningar. ,,Ég vona bara að þú vitir hvað þú ert að gera,” sagði hann, ,,þú veist að þetta er leikkonan Lilí. ’ ’ ,,Já, já, var það ekki?” sagði lögregluþjónninn háðslega. ,,Nei, líttu betur á,” sagði Símon. Lögreglumaðurinn leit útundan sér á Símon í loðfóðr- uðum skinnfrakkanum. Síðan leit hann á Lilí í riflnni regnkáp- unni, með úflð svart hárið, þrút- ið andlitið, bólginn munninn og blæðandi kinnar, neflð og augun eldrauð í vindinum. Hún er ekk- ert öðruvísi en þau hin, hugsaði hann með sér. Hvað er fræg leik- kona að gera með þessum skríl? Hann hugsaði samt sem áður málið og hélt á handjárnunum í hendinni. Það var eins gott að kanna málið áður en hann skellti á hana handjárnunum því eftir það gæti hann ekki skipt um skoðun. Þá sagði Símon: ,,Það væri mér ánægja að mega fylgja þess- ari dömu á lögreglustöðina með þér.” Hann snaraði sér úr frakkanum og lagði hann yflr axlirnar á Lilí þannig að minka- skinnið sneri út. „Brostu,” hvíslaði hann að Lilí um leið. Lilí brást við eins og við skipun frá Zimmer og tókst að teygja úr sér og senda lögregluþjóninum, sem hafði verið að reyna að setja handjárnin á hana, himneskt bros. Símon lét enn eins og þau væru stödd í anddyri Ritz hótels- ins. Hann dró upp nafnspjald sitt og rétti lögreglumanninum sem skoðaði það mjög vandlega. Jú, hugsaði hann með sér, þessi gaur líkist Símoni Pont. Hann hafði oft séð hann í sjónvarpinu. Og hann var greinilega í rándýr- um fötum. Það var víst best að taka enga áhættu. Hann sleppti Lilí og tautaði, , Jæja, komið ykkur þá í burtu! Símon olnbogaði þeim leið í þvögunni og þau skildu ringl- aðan lögreglumanninn eftir með handjárnin í annarri hendi og nafnspjald Símonar í hinni. Þegar þau voru komin upp til Símonar fór Lilí að skjálfa eftir spennuna. ,,Ó, guð, Símon, það var hræðilegt þegar þeir réðust til atlögu!” Hún gat ekki talað skýrt vegna þess að munnurinn á henni var enn bólginn. Símon tók varlega af henni frakkann. ,,Hvað varstu að gera þarna?” ,,Ég var að koma frá tann- lækninum þínum. Ég var búin að vera þar í klukkufíma. Síðan var ég, áður en ég vissi af, komin inn í miðja þvöguna . . . og ég gat ekkert gert.” Allt í einu sá Lilí sig í speglinum á ganginum. ,,Það var ekki að undra að hann þekkti mig ekki! Ég lít hræðilega út.” ,,Það flnnst mér ekki. Mér flnnst þú frábær.” Lilí skoðaði sig betur. ,,Ég held að ég sé komin með glóðar- auga. Zimmer drepur mig á mánudaginn. . . ég skil ekki hvernig þú getur sagt að ég líti frábærlega út, Símon.” Hann yppti öxlum eins og Frökkum er eiginlegt. ,,Ég kann vel við þig ómálaða. Mér þykir gaman að sjá þig eins og þú ert í raun og veru. „Hann bætti við: „Þú ættir að fá þér tebolla. Sætt te er besta meðalið við áfalli. Förum inn í eldhús. ’ ’ Lilí hlammaði sér á stól. „Mér líður ömurlega,” sagði hún og saug upp I neflð. Símon tók silkivasaklútinn sinn snarlega úr brjóstvasanum og rétti henni. Sultardroparnir gerðu Lilí bara enn viðkvæmnislegri og viðkunnanlegri. Honum þótti gaman að hugsa til þess að fáir hefðu séð hana svona varnar- lausa. Hann sauð tevatnið og bar fram teið á löngu furuborði í sveitastíl. , ,Ég nota ekki sykur. ’ ’ „Þú gerir það í þetta sinn. Fjóra mola.” Lilí teygði sig hikandi að sykurkarinu og um leið teygði Símon sig fram til að ýta því í áttina til hennar. Eitt andartak snertust hendurnar á þeim. Lilí greip næstum því andann á lofti þegar hún fann snertinguna, mjúka og hlýja, óvænta og kitl- andi. Hún gapti lítið eitt með bólgnum vörum og starði van- trúuð á hann. Símon horfði á hana á móti með sama undrun- arsvipnum. Þá náði varkárnin yf- irhöndinni hjá Lilí og hún stökk á fætur. Hún vildi ekki flækja sig í neitt. Hún fór að klæða sig klaufalega í regnkápuna. „Ég ætti víst að fara að drífa mig heim og. . .” Símon gekk yfir að gluggan- um, horfði út með hendur í vös- um og sneri baki í hana. ,Já, auðvitað, þú verður að fara,” sagði hann. Lilí settist aftur niður. Síðan stóð hún upp aftur. Hann sneri sér frá glugganum og hún gekk til hans með höndina útrétta til að kveðja eins og siður er í Frakk- landi. Símon tók í höndina á henni. En hann sleppti henni ekki. Lilí reyndi taugaóstyrk að draga höndina til sín, og sagði um leið glaðlega: „Ég get ekki farið án þess að hafa höndina með, Símon.” „Þú verður að skilja hana eftireðavera kyrr.” — 59 — Símon kitlaði tærnar á Lilí varfærnislega, og það var oft undanfari blíðuhóta hjá honum. Þau höfðu nú búið saman í friði og ró í íbúð hennar í tvö ár. Aldrei á ævi sinni hafði Símon kynnst svo mikilli friðsæld og hamingju. Það kom honum á óvart hvað Lilí var auðveld í sambúð. Fyrir utan bræðiköstin, sem hún fékk þegar hún las eitt- hvert bull um sig í blöðunum, 49. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.