Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 61

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 61
SVERRIR STORMSKER Sverrir Stormsker er Reykvíkingur, tuttugu og tveggja ára, áhugamaður um skeggvöxt, tónskáld, textasmiður, auglýsingahöfundur, skáld, alhliða hljóðfæraleikari, plötuútgefandi, spakmæla- og orðaleikjasmiður og á öðrum fæti. Þarf frekari vitnanna við? Pörupiltafélagið: Félag sem annaðhvort inniheldur hrekkjalóma eða homma. Allavega er þar mikið um „strákapör". Upphaf alls: Spursmál sem ég er iðulega beðinn að leysa úr. Herragarðar Englands: Fyrirbæri sem kvenréttindakonur hafa gleymt að skíra upp á nýtt. Útvarpsauglýsingar: Besta innlenda skemmtiefnið sem útvarpið hefur upp á að bjóða, fyrir utan „dánarfregnir og jarðarfarir". Lennon og McCartney: Tónskáld sem eru fræg fyrir að hafa sigrað heiminn á sama ári og í sama mánuði og Sverrir Stormsker fæddist i hann. Stöðumælaverðir: Einskis verðir. Salieri: Skilningsríkt tónskáld sem gat ekki fengið af sér að koma í veg fyrir að þeir dæju ungir sem guðirnir elskuðu. Kópavogsfundurinn 1806: Eini fundurinn sem haldinn hefur verið í Kópavogi og er þess vegna með stórum staf og greini. Er meðal annars frægur fyrir að vera síðasti fundurinn sem Kópavogsbúar koma til með að halda. Snilligáfa: Sú gáfa sem menn þurfa að vera lausir við ef þeir eiga að geta fengið listamannalaun. Sjabbismi: Fyrsta orðið sem mönnum dettur í hug þegar þeir fletta Þjóðviljanum. Rolla: Dýrategund sem hefur ekki lyst á kótelettum. IMæsta plata: Betri en sú fyrri og verri en sú þarnæsta. Siglufjörður: Bær sem risi undir nafni ef heiti hans byrjaði á M. Hvítvín: Víntegund sem menn myndu kalla gulvín ef þeir væru ekki litblindir. Spekingur: Maður sem veit að hann er fífl. Fífl: Maður sem heldur að hann sé spekingur. 49. tbl. Vikan 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.