Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 23

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 23
6. DESEMBER Skapgerð Þeir sem fæddir eru þennan dag eru ágætlega greindir, áræönir og hreinskiptnir. Lífsfjöriö er ótví- rætt og smitandi, þeir sem þurfa á hvatningu að halda dragast að af- mælisbarninu og í kringum það gerast ýmsir athyglisverðir hlut- ir, jafnvel þótt það sjálft leggi ekki beinlínis hönd á plóginn. Það er lagið við að koma ár sinni fyrir borð og hefur víðar áhrif en í fljótu bragði gæti virst. Lífsstarf Iðnaður eða verslun og viðskipti eru líklegasti starfsvettvangur þessa fólks. Þaö er talnaglöggt og skipulegt í vinnubrögðum en skiptir sennilega nokkuö oft um starf. Fjárhagurinn ætti að verða í stakasta lagi komi ekki til sér- stakra óhappa og fyrir þessu fólki liggur að ferðast mikið, hvort sem það verður í kringum störf eða í frístundum. Ástalíf Börn dagsins eru fremur reikul í tilfinningamálunum en ekki ætti þaö þó að koma að sök. Þau leita sér maka með svipuö áhugamál, halla sér oftast að fólki sem kann að meta tónlist og góðar bók- menntir, starfar jafnvel á þeim sviöum. Ekki er útlit fyrir áföll í ástamálunum en hæglega gæti fleiri en einn af hinu kyninu komið við sögu. Barnalán blasir við þessu fólki. Heilsufar Helst er hætt við innvortis sjúk- dómum, til dæmis í lungum eða innkirtlum. 7. DESEMBER Skapgerð Börn þessa dags eru ýmsum góðum gáfum gædd. Þau eru fé- lagslynd, kappsöm og gefin fyrir íburð. Þetta er stefnufast fólk og metnaðargjarnt og vílar ekki fyrir sér að leggja undir telji það hagn- aðarvon í þvi. Það sýnir þeim sem næstir þvi standa mikla umhyggju og á auðvelt með að tengjast öðr- um traustum vináttuböndum. Lífsstarf Þetta fólk er líklegt til að standa framarlega og verður leiðandi á sínu sviði, hvar svo sem það hasl- ar sér völl. Miklir fjármunir fara um hendurnar á því og ekki ein- göngu þess eigin f jármunir því að vel er því treystandi fyrir fé. Heppna kaupsýslumenn er að finna meöal þessa fólks, það kem- ur við sögu við stjórnun ýmissa fyrirtækja og hefur gjarnan áhrif í opinberri stjórnsýslu. Ástalíf Heldur er þetta fólk heppiö í makavali og heimilislíf þess verð- ur gott ef það heldur aftur af ráð- ríkinu. Það er svo umgengnisgott að ekki er ástæða til annars en halda að allt verði í sóma. Breyt- inga má vænta á fjölskylduhögum oftar en einu sinni á ævinni. Heilsufar Börn dagsins leggja venjulega stund á einhverjar íþróttir og halda sér markvisst í góðri þjálf- un. Þau geta búist við að fæturnir gefi eitthvað eftir þegar líöa tekur á ævina en aö öðru leyti sleppa þau að líkindum viö sjúkdóma, ut- an umgangspestir. 8. DESEMBER Skapgerð Hresst fólk og alúðlegt er fætt þennan dag. Það er kjarkmikið og atorkusamt en skortir einbeitni og þrautseigju til að fá því framgengt sem efni standa tU. Það er skýrt í hugsun, göfuglynt og nokkuð stór- látt. Það heillast af íþróttum, áhættu og hvers konar íburði en er of hyggið til aö tefla mjög djarft sjálft. Börn dagsins kunna vel að meta góðan félagsskap, eru ræðin og hafa yndi af ferðalögum. Lífsstarf Miklir og góðir möguleikar bíða þessa fólks á atvinnu- og fjár- málasviðinu. Þótt steinn kunni að verða lagður í götu þess af og til ætti þaö ekki að verða í vandræð- um með að bjarga sér. Það stund- ar trúlega mörg störf og margvís- leg um ævina og nýti það þau tæki- færi sem bjóðast getur það lagt stund á það sem hugur þess stend- urtil. Ástalíf Ekki bráðliggur börnum dags- ins á í hjónabandið en þrátt fyrir það er alls óvíst að þau haldi sig við sama maka ævina út. Þau eru trygg þeim sem þau taka og betri að hafa með sér en móti. Heilsufar Þeir sem fæddir eru þennan dag eru stálhraustir en mega gæta sín á kvefi, kulda og gikt. 9. DESEMBER Skapgerð Heilbrigt og jákvætt lífsviðhorf einkennir afmælisbörn þessa dags. Þau eru blíðlynd, velviljuö og miklar drengskaparmanneskj- ur. Sjálfstæöi, sjálfstraust og ljúf- mannleg framkoma afla þessu fólki góðra vina, það á gott meö að hafa áhrif á aðra en misnotar ekki áhrifavald sitt. Barn dagsins kann því betur að hafa nóg handa á milli, verður enda vel til fjár og ann lífsins lystisemdum. Lífsstarf Leiðtogahlutverk hæfir þessu fólki vel. Það hefur ótvíræða hæfi- leika til uppeldis- og kennslu- starfa, leggur mörgum lið í gegn- um félagslega þjónustu eða í prestsskap og þótt það velji sér störf af þeim toga, sem ekki virð- ast ábatasöm, verður því ekki skotaskuld úr því að afla sér nægi- legs f jár með einhverjum hætti. Ástalíf Einskærum klaufaskap er um að kenna verði börn dagsins ekki lánsmanneskjur hvaö hjúskap og heimilislíf snertir. Jafnræði mun ríkja í hjónabandinu og böm þessa fólks búa viö hin ákjósanlegustu uppvaxtarskilyrði. Mikið er um fjölburafæðingar hjá þeim sem fæddir eru þennan dag. Heilsufar Heilsa þessa fólks er eins og gengur og gerist en mikið má vera ef það siglir í gegnum lífið án bein- brota. 10. DESEMBER Skapgerð Geðríkir og tilfinninganæmir eru þeir sem fæddir eru þennan dag. Þeir eru meira gefnir fyrir líkamleg átök en bjástur á and- lega sviðinu. Rökhugsun er áber- andi hjá þessu fólki og það gagn- rýnir ótæpilega þá sem ekki eru sjálfum sér samkvæmir. Erfitt er aö átta sig á geðbrigðum þess en drenglyndið fer ekkert á milli mála. Lífsstarf Best hentar þessu fólki að starfa sjálfstætt en sé þess ekki kostur er jafngott að yfirmaðurinn sé starfi sínu vaxinn. Útivinna fellur því betur en innivinna og ósérhlífnin gerir það að verkum að það er vel látið af samstarfsmönnum jafnt sem yfirmönnum. Ástalíf Afmælisbarnið rasar ekki um ráð fram hvað makaval snertir og giftist fremur seint. Mestar líkur eru á notalegu og rólegu heimilis- lífi en ólíklegt að f jölskyldan verði stór. Heilsufar Þetta fólk þarf ekki að kvarta yfir heilsunni og hlaði það ekki ut- an á sig spiki getur það lifað eins og blómi í eggi. 11. DESEMBER Skapgerð Framkoman er blátt áfram, lundin létt og skopskynið óbrigð- ult. Þessir eðlisþættir gera það að verkum að afmælisbarnið er hvers manns hugljúfi. Það er dá- lítið glysgjarnt og gefið fyrir óhóf og munað. Ekki skortir það fé og getur því vel þjónað þessum duttl- ungum sínum. Það sem helst verð- ur þessu fólki f jötur um fót er fljót- færni þess og ístöðuleysi. Lífsstarf Hvað svo sem um atvinnumál þessa fólks er að segja má fullvíst telja að ekki komi það til með að skorta fé. Það er líklegt til að hagnast á kaupsýslu, jafnvel braski, og gæti sömuleiðis erft umtalsverða fjármuni. Því er sýnt um að hagnýta sér nýjungar og óragt að grípa gæsina þegar hún gefst. Ástalif Börn dagsins eru ljúfir og góðir félagar. Þau verða tæplega við eina fjölina felld en þau sjálf og aðrir ættu að komast óskaddaðir úr þeim málum öllum. Mestar lík- ur eru á fleiri en einu hjónabandi eða sambúð en hvaö sem annars má um fjármálavit þeirra segja giftast þau alls ekki til f jár. Heilsufar Lifnaðarhættir þessa fólks eru stundum með þeim hætti að heils- an getur verið í hættu en setji það undir þann leka ætti það að losna við annað en umgangspestir. 49. tbl. Vlkan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.