Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 50

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 50
útiloka allar túlkanir sem byggj- ast á upplýsingum sem maöur býr sjálfur yfir. Þaö fáránlegasta, sem fram kemur í spilunum, er jafnframt oftast það réttasta. Það krefst nokkurrar þjálfunar að spá í spil og nokkrar aðferðir eru þekktar í spilaspám. Algeng- ast er að fólk læri utan að eitthvert þeirra spákerfa sem kennd eru, þar sem nákvæmlega er tíundað hvernig leggja eigi spástjörnu eða spilaröð. Það er að mörgu leyti einfaldasta aðferðin en krefst tals- verðrar þjálfunar og leikni að búa til samfellda túlkun úr þeim spila- röðum sem upp koma. Hér eru kennd þrjú kerfi af þessu tagi, merking spilanna og hvernig stjarnan eða röðin er lögð. Flestir sem fást að nokkru ráði við spilaspár koma sér þó upp eigin kerfi og hér verður einnig eitt þeirra kynnt (4. kerfi). Mjög skiptar skoðanir eru um það hvort miða eigi spilaspár við aldur og kynferði þess sem spáð er fyrir, sumir leggja mikla áherslu á aö fella túlkun spilanna að þeirri manneskju sem verið er að spá fyrir en hér verður frekar ráðið frá því. Hversu ósennileg sem spá kann að hljóma í eyrum þess sem spáir á hann ekki að þurfa að hika við að segja frá undarlegum hlutum sem koma fram í spilun- um, það merkilega er að því fjar- stæðukenndari sem spá virðist vera þeim mun marktækari getur hún verið. Ef alltaf er verið aö laga merkingu spila að þeim sem spáð er fyrir kemur venjulega ekki annað út en lágkúruleg meðalmennska sem getur átt viö alla og þess háttar spámennska er frekar lítils virði. Það er nær lagi að reyna að túlka áfram þá spá sem birtist af trúmennsku. Viðskiptaspil í spá heimavinnandi húsmóður á níræðisaldri þykja kannski ótrúleg en samt er alveg óhætt að nefna viðskipti við hana. Eins getur verið asnalegt að spá ferðalagi hjá fólki sem vitað er að er bundið í báða skó og kemst sannanlega ekki neitt, en ef ferða- lag kemur í spilin er sanngjarnara að nefna það en sleppa því. Hart er deilt um hvort þeir sem ekki trúa á spilaspár ættu að fást viö spádóma, en til er ágætis spá- fólk sem þykist ekkert trúa á „þessa vitleysu”. Það verður oft mest hissa sjálft þegar það upp- götvar hversu sannspátt það reyn- ist. Merking spila í þrem spákerfum: 1. KERFI 2. KERFI 3. KERFI HJARTA: ÁS Brúðkaup Hamingjusamt hjóna- Ástar- band efla ðstar- hamingja samband Tvistur Vafi i ástum, val milli tveggja Þristur Vinátta og hamingja Fjarki Trúlofun efla tryggur vinur Fimma Ósætti i ástum lagast Sexa Heppni i ástum Stúlkubarn Sjöa Dansleikur Óvænt hindrun i Heppni i aða skemmtun ástum. Aðskilnaflur ástum Átta Samkvœmi Biðstaða í ástum — Vinátta verflur augnablikskynni afl ást sem standast ekki Nia Uppfylling óska Uppfylling óska i Uppfylling ástamálum óska Tía Ástarjátning Trúlofun eða gift- IMefl hjartaás: ing i aflsigi — gifting) ást sættir og sameining Gosi Kærasti efla góð- Ungur, laglegur Ijós- Draumaprins ur vinur hærflur maflur — dá- lítifl „gosa"legur Drottning Vinkona efla Ljóshærfl, Ijúflynd Draumaprins- gifting kona — tryggð essa Kóngur Góflir vinir eða Kurteis en fráhrind- Ástrikur eldri hylli eldri manns andi eldri maður maður 1. kerfi Þetta kerfi hefur birst á fleiri en einum stað í lítt breyttum útgáf- um. Talið er nauðsynlegt að læra merkingu spilanna utan að ef maður ætlar að nota það við spár. Notuð eru 32 spil og merking þeirra skýrð á listanum yfir spá- kerfin þrjú sem miðast viö að hvert og eitt spil hafi sína merk- ingu. Sá sem spáð er fyrir dregur fyrst þrjú spil úr stokknum og leggur lengst til vinstri á borðiö, það fyrsta komi efst og hin í röð fyrir neðan. Síðan stokkar sá sem spáð er fyrir spilin sem eftir eru. Spákonan/maöurinn leggur fimm spil í viðbót í lárétta röð út frá hverju hinna spilanna og byrjar efst. Þá eru 18 spil í boröi og byrj- að er að lesa úr efstu röðinni en síðan úr þeim tveim fyrir neðan. Sjá mynd nr. 1. Sá sem spáir verður að reyna að finna sam- hengi í spilunum áður en hann byrjar aö lesa úr þeim. 2. kerfi Spilin eru lögð í blævæng eins og sést á mynd nr. 2. Lesið úr spilun- um eftir upplýsingum í kerfi nr. 2 og öll spilin eru þá notuð. Leitað er að mannspili sem líkist mest lýsingu á þeim sem spáö er fyrir. Síðan er lesið út frá því spili en annars er röð spilanna (tímaröð) sú að byrjað er aö lesa í efstu (lengstu) röð frá vinstri. Þau spil, sem leggjast næst mannspilinu, sem táknar þann sem spáð er fyr- ir, eru sterkust. Stundum kemur ekkert mannspil upp sem minnir á hlutaðeigandi og má þá ætla að erfitt sé að lesa fyrir hann. 3. kerfi Lögö er stjarna eins og á mynd nr. 3. (Sama og í kerfi nr. 4). Mannspilið, sem notað er í miðju, má sá sem spáð er velja sjálfur (flestir velja hjarta). Síðan dregur sá sem spáð er fyrir þrjú spil og leggur á grúfu ofan á tákn- spil sitt. Þá stokkar spá- maður/kona spilin og leggur í stjörnu, les síðan úr eftir 3. kerfi. Loks stokkar hann öll spilin og leggur í eina halarófu til frekari glöggvunar. 4. kerfi Þetta kerfi er í rauninni það ein- SPAÐI: Ás Sorg, vina- Sorg eða áhyggjur, Sorg eða eða eignamissir stundum dauðsfall vonbrigði Tvistur Óþægindi eða nauð- synleg fórn Þristur Óþægindi vegna ann- arra Fjarki Slúflur efla leiðindi en skemmir þó ekki trausta vináttu Fimma Veikindi eða áhyggjur — stundum uppgjör milli vina Sexa Tækifæri til sátta Piltbarn Sjöa Óvæntur arfur Blindgata í mann- Óhapp sem efla tekjur legum samskiptum rætist úr Átta Óvæntar fréttir Erfiðleikar, sjálfs- Ótryggur frá fjarlægum ásökun eða vanmat vinur stöflum og fjárhagskröggur Nia Ferðalög, merkir Óþægileg vandamál Sorg sem sef- viðburðir efla jafnvel hætta leysast vel ast Tía Hrós eða smjaður Erfið veikindi batna IMefl spaflaás: dauðsfall) mótlæti Gosi Vináttubragð Ungur, dökkhærður Afbrýði- maflur — tortrygginn samur og stundum maflur vafasamur i fjármálum Drottning Afl hljóta Dökkhærð kona, Afbrýðisöm virðingu tilfinningavera sem kona getur verið hættulegt afl reita til reifli Kóngur Óvænt glefli Karlmaður, dökkur Harflur yfirlitum, dómharflur húsbóndi og kuldalegur 50 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.