Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 34
drukku sig fulla opinberlega og lifðu örvæntingarfullu lífi tómleikans í vonlausri uppreisn gegn einhverju kerfi sem þeir vissu ekki hvað var en þeir lifðu á. Textarnir öðruvisi Sá frægasti var Jim Morrison og hann syngur um þetta líf af kaldri íroníu: „Father. Yes, son. I want to kill you." Morri- son var stöðug hneykslunar- hella á tímum þegar allir voru hneykslaðir á einhverju. Kynslóðabilið hafði aldrei verið breiðara, æskan var ekki bara öðruvísi, hún var líka ógnandi. Morrison var mest ógnvekjandi af öllum goðunum sem komu upp á þessum árum. Flann virt- ist hafa ótrúlegt aðdráttarafl og persónutöfra, rödd hans bjó yfir seiðmagni og töfrum og textarnir voru öðruvísi en allir hinir og bjuggu yfir kynngi- mögnuðum krafti. Á sama tima var hann óstarfhæfur vikum saman sakir ofneyslu lyfja og áfengis og hagaði sér gagnvart almenn- ingsáliti eins og maður sem á eina nótt ólifaða og æðir vit- skertur og stjórnlaus um víðlendur skemmtiiðnaðarins. Tónlistin er taktföst, æsandi og hörð eins og hjartsláttur deyj- andi dýrs. En um hvað fjalla textarnir? Flann syngur um vonleysið, endalokin, fylliríið, drungann og depurðina en þó er stundum smávon í einmana- leikanum. „Before I slip into unconsciousness I got to have another kiss." Textarnir búa yfir Ijóðrænni tjáningu og viðkvæmni sem bullararnir í textagerð hafa eng- in tök á. Sakir ókristilegs lífern- is, fyllirís og siðleysis var Morri- son vinsælt efni í slúðurdálkum blaða hins vestræna heims. Stuttri ævi Morrisons lauk í baðkari inni á hóteli í París 2. eða 3. júli 1969. Dánarorsökin var ókunn, á dánarvottorðinu stóð hjartabilun og öndunarbil- un en sennilegast var um of stóran skammt af einhverju að ræða. Þann 6. júlí var Morrison svo grafinn í Pére Lachaise- garðinum í París. Þriðja rokk- hetjan var á skömmum tíma komin undir græna torfu en áð- ur voru þau Janis Joplin og Ótal blómvendir á leiði Morrisons frá fólki sem kemur daglega. Jimmy Flendrix horfin á vit feðra sinna og dánarorsökin hin sama, alkóhólismi og ofneysla vímuefna. Ýmislegt í sambandi við dauða Morrisons þótti þó orka tvímælis, þannig fundust ekki lögregluskýrslur um dauða hans, engin krufning var fram- kvæmd og bandarískir blaða- menn gátu aldrei haft uppi á lækninum sem gaf út dánar- vottorðið. Þetta léði þeim orðrómi vængi að Morrison væri ekki dáinn heldur einungis í felum fyrir aðdáendum sínum, lögreglu og lánardrottnum. Brátt komust ótal sögur á kreik, fólk þóttist hafa séð Morrison út um allt, hann átti að hafa birst um miðja nótt í miðríkjum Bandaríkjanna á lítilli útvarps- stöð og rætt málin. önnur saga sagði að Morrison ræki litla pizzeriu í París og gæfi þaðan aðdáendum sínum og blaða- mönnum heimspressunnar langt nef. Rauðvínsangan og hassmökkur Eina vitnið, sem í raun vissi hverjir atburðir gerðust á hótel- herberginu þessa örlaga- þrungnu júlídaga, var vinkona Morrisons, Pam, en hún dó 1974 af of stórum heróín- skammti. Þannig veit enginn í raun hvernig hann dó en eng- inn vafi leikur á því lengur að Morrison lauk ævi sinni í heims- borginni þetta sumar. Sjálfur sagði Morrison um jarðvistina: „Nobody gets out of here alive." Við fórum að gröfinni í Pére Lachaisegarðinum einn sunnu- 34 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.