Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 15

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 15
„Veistu, ég er dálitið hrœdd um að þetta sé aldurinn, maður er ekki eins krúttaralegur i lopapeysunni á fertugsaldri." „Mér fannst þetta svo mikið fjör. Mér fannst þetta Kvenna- framboð svo skemmtileg hug- mynd en „nota bene”, ég var allt- af sannfærð um að kvennafram- boð væri og ætti að vera tímabund- ið, það væri til að þrýsta á jafn- rétti og ég hreinlega vonaði að það gæti dáið drottni sínum vegna þess að konur hefðu náð því marki sem þær vildu. En svo var það þetta með húmorinn, mér fannst hann vanta. Eins og þegar ég er ásamt nokkrum öðrum konum í aðstöðu til að ráða efni í áramóta- skaupi og við leyfum okkur að gera grín að kvenfrelsiskonum, kven- frelsishetjum, þá bara rís kven- frelsisvængurinn upp og lemur mann í hausinn. Ég skal segja þér að eina skiptið sem nokkuð hefur verið minnst á það sem ég hef ver- ið að bardúsa í kvennablaðinu Veru þá var það til að skamma mig fyrir að gerast svo djörf, ég sem átti að teljast kvennafram- boðskona, að gera grín að lítil- magnanum. Það sem fór fyrir brjóstið á þessum konum voru til dæmis þættir úr kvennasmiðju þar sem ég fór með nokkur kven- hlutverk, nú og inn í þetta skaup fléttuðust lítilmagnarnir, börn og gamalmennin í þjóðfélaginu. Ein- hvern veginn fór þetta öfugt ofan í konurnar, þeim fannst við vera að gera grín aö þessu. Og ég verð að segja alveg eins og er að ég hef sennilega orðið dálítið spæld, hætti til dæmis að kaupa þetta blað og hef hreinleg lítið blandað mér í pólitíkina síðan. Já, og ég er eiginlega dálítið pólitískt viðrini í dag þó svo ég standi nú alltaf með mínu fólki. Svo fer það nú bara einhvern veginn ekki vel saman að vera mikið í pólitísku brölti og að vera free lance leikari. Þótt þáttur eins og áramótaskaup sé alltaf mikið gagnrýndur fannst mér dálítið að mér vegið þarna, ekki vegna þess að mínar konur gagnrýndu heldur hvernig þær gagnrýndu.” Þannig kjaftasaga er mannorðsmorð „Maður verður að geta sætt sig við umtal og gagnrýni," segir Edda. . . já, i sambandi við verk sem rnaður hefur verið að vinna eða hiutverk sem maður hefur tekið að sér. En hvað um annað umtal sem þekkt andlit verða að lifa með. . . til dæmis kjaftasögurnar? „Kjaftasögur eru óþverri. Auð- vitað er meira gaman að nota eitt- hvert þekkt nafn þegar þörf er á góðri kjaftasögu. Það er ekkert gaman fyrir marga að heyra ein- hvern segja: Ég sá hann Jón Jóns- son kunningja minn fá sér drykk á barnum eða spá í það hvort hann sé nú skilinn, eigi við vandamál að stríða, berji konuna sína eða sé nú eiginlega að verða róni. Nei, það verður að vera einhver sem allir geta talað um. Ég hef ekki heyrt mikið af kjaftasögum um mig en þó. Þegar ég lék í myndinni Gull- sandur á móti Pálma Gestssyni átti hann til dæmis að vera fluttur heim til mín samkvæmt nýjustu heimildum þá. Það var hægt að hlæja að þessari sögu þar sem ég og kona Pálma erum góðar vin- konur og vorum einmitt mikið saman á þessum tíma. Nú og ég var ásamt Ladda fararstjóri á Rhodos síðastliðið sumar og það var ekki bara að við sættum harð- ari gagnrýni en aðrir fararstjórar vegna þess að fólk gerði þær kröf- ur að við værum skemmtileg held- ur áttum við líka að sjálfsögðu að vera orðin par og að vera komin á kafídrykkjulíka.” Verðurðu mjög reið? „Ég verð nefnilega dálítið ill þegar beinlínis er verið að ljúga upp á mann, þegar ekki er einu sinni hægt að bera fyrir sig mis- skilningi. En svo ganga nú kjafta- sögur í einhvern vissan tíma, hjaðna og gleymast. Rætnasta, andstyggilegasta og lífseigasta kjaftasaga, sem ég hef þó heyrt á ævi minni og er búin að ganga í marga mánuði, er sú sem gengið hefur um manninn minn, Gísla Rúnar. Þannig kjaftasaga er mannorðsmorð. Og maður spyr: Hver hefur svona innræti? Það er þá kannski sök sér þegar verið er að kjafta um að maður sé fluttur inn hjá öðrum hverjum leikara sem maður leikur á móti. . . það er skítur á priki miðað við svona. Þetta sem minn maður lendir í er óhugnanlegt og megi mannorðs- morðingjar, sem halda svona lög- uðu við, skammast sín. Ég vona samt þeirra vegna að þeir lendi aldrei í slíku, ég er nú ekki ill- kvittnari en það.” Mér finnst eitthvað óskaplega hlægilegt við Fjallkonuna Einn er sá staður þar sem Íslend- ingar geta barið Eddu augum þessa dagana en það er i sjónvarpsauglýs- ingu í íslenska sjónvarpinu. . . i fyrsta sinn. „. . . já, svona til að hala inn peninga, svo ég sé nú virkilega „grotesk”, þá gerðist það núna að ég braut strangt lögmál hjá mér að koma aldrei fram í auglýsingu. Ég hef talað inn á eina aö tvær sjónvarpsauglýsingar en aldrei selt á mér andlitið fyrr en núna. Og ég verð að standa undir þessu, ég gerði þetta og það bjargaði fjárhagnum. Ég hafði nefnilega þrjú prinsip í leiklistinni: Það var í fyrsta lagi að birtast ekki í aug- lýsingu, í öðru lagi að tæta aldrei af mér fötin á sviði og í þriðja lagi að leika aldrei Fjallkonuna. Nú, ef ég færi út í það að brjóta þessi prinsip þá ætlaði ég að ganga frá þeim öllum í einu, það er að segja að vera í sjónvarpsauglýsingu með beran rass og fjallkonuskaut- ið á höfðinu. En þetta sagði ég nú bara svona í léttum dúr við félaga mína.” Er appelsinauglýsingin þá kannski bara byrjunin? Þú brýtur hin tvö þegar kemur að næstu skuldadögum? „Nei, sem ég er lifandi, ég ætla að reyna að halda í hin tvö og ég ætla svo sem ekkert að leggja fyr- ir mig sjónvarpsauglýsingar, þetta er ein af undantekningun- um.” En hvers vegna ekki Fjallkonan? „Mér finnst bara eitthvað óskaplega hlægilegt við Fjallkon- una, jesús minn, tákn íslensku þjóðarinnar, dregin upp sautj- ánda júní. . . nei, það er eitthvað alveg óskaplega hlægilegt við þetta.” Sambland af druslunni og þessum seinheppna Það verður ekki hjá þvi komist að spyrja Eddu hvort hún hafi gefið eitthvað af eigin persónu til karl- anna. . . já, eða kvennanna, í Föst- um liðum. Ertu húsleg i þór? „Af því að ég veigra mér nú ekki við því að gera grín að sjálfri mér þá skal ég viðurkenna að sem húsmóðir er ég eiginlega sam- bland af druslunni og þessum sein- heppna, það er að segja druslunni sem Arnar Jónsson leikur og þess- um seinheppna sem Júlíus Brjáns- son leikur. En það veit guð að mig langar svo til þess að vera hús- legri. Mér bara leiðist alveg of- boðslega aö búa til mat, hreinlega af því að ég hef ekki hugmynda- flug í það. Þess vegna er það svo ægilega gott hjá okkur Gísla. Hann hefur gaman af að búa til mat og mér finnst ekkert leiðin- legt að vaska upp. En í sem stystu máli, ég hef ekki mjög gaman af því sem húslegt er. . . einhvern veginn ætla ég alltaf að fara að taka allt í gegn hjá mér. . . og ég er einmitt rétt búin að taka upp úr Rhodostöskunni. Og allavega þá druslumst við hér, krakkarnir, í það að taka til þannig að þetta er nú svona þokkalegt hjá okkur en að það sé „spikkandspan” hjá okkur, það væri synd að segja.” Og það er ekki hægt að sleppa Eddu úr Jóla-Viku án þess að spyrja: Ertu jólabarn? „Oskaplega mikið jólabarn! Það til dæmis tilheyrir á mínu heimili að borða alltaf hamborg- arhrygg á aðfangadagskvöld, sem Gísli eldar náttúrlega! Á meðan er lokað inn í stofu þar sem jólatré og pakkar eru í felum fyrir börn- unum þar til eftir mat. Þá er opn- að inn og við gömlu hjónin bíðum spennt eftir að það líði yfir börnin okkar yfir jóladýrðinni. Okkur finnst voöa spennandi að hafa svo- lítið „leyndó” yfir skreytingunum (fyrir börnin okkar). — Nú, við vökum fram eftir og leikum okkur og sofum svo fram eftir á jóladag sem við reynum að eyða saman í friði og ró því venjulega höfum við verið nýsloppin úr vinnubrjálæði rétt fyrir jól. Svo trúum við auð- vitað öll á jólasveininn! ” 49. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.