Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 12

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 12
Er eiginlega sambland af druslunni og þessum seinheppna Edda Björgvinsdóttir leikkona í viðtali Texti: Guðrún Ljósm.: RagnarTh. Kvöldið áður en ég tók viðtalið við Eddu hitti ég hana í Kvennasmiðjunni í seðlabankahúsinu þar sem hún var kynnir. ,,Já, það vill svo hlægi- lega til að þetta heitir Kvennasmiðja alveg eins og kvennasmiðjan forðum í áramótaskaupinu minu sem var töluvert umdeilt. Það þótti sko ekki öllum gott að vera að gera grín að kven- frelsisbrölti," segir Edda og bætir við: „Annars er ég nú eiginlega að komast í gang aftur eftir sumarið. Ég er að leika uppi í sjónvarpi þessa dagana í leikriti Ágústs Guðmundssonar, Ást í kjörbúð, og svo er ég byrjuð að æfa með Hinu leikhúsinu. En þú færð að sjá mig núna um jólin í leikritinu Bleikar slaufur eftir Steinunni Sigurðardóttur. Það var tekið upp í vor áður en ég fór sem fararstjóri til Rhodos." Greinilega nóg að gera hjá free lance leikaranum Eddu Björgvinsdóttur. Því má ekki gleyma að hún er einn höfunda Fastra liða eins og venjulega sem flestir landsmenn þekkja núorðið úrsjónvarpinu, búin að brjóta það lögmál sitt að leika aldrei í sjónvarpsauglýsingu. . . og það sem meira er, stúlkan er nýbúin að skipta um týpu sem kallað er, komin yfir í skvísutýpuna og eitthvað þarf nú að hafa fyrir því. . . „Jahá, það er heilmikið mál. Veistu, ég er dálítið hrædd um að þetta sé aldurinn, maður er ekki eins krúttaralegur í lopapeysunni á fertugsaldri. Ég hef líka verið að bera mig saman við nokkrar jafn- öldrur mínar sem eru orðnar öllu smartari en þær voru. Þær segjast finna fyrir þessu sama, hafa meiri áhuga á að halda sér til og vera svona í huggulegri kantinum. Og mér finnst ég vera ansi mikil skvísa, ég veit ekki hvort aðrir taka eftir nokkrum stórkostlegum breytingum.” Þú ferð þó ekkert yfir mörkin, til dæmis i fatakaupum? „Jú, veistu, ég fór til Amster- dam síðastliöið haust og ég hrein- lega trylltist í skvísubúðunum. Ég bara missti stjórn á mér, óð í skvísubúðirnar og keypti föt og hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, fengiö svona verslunaræði. En ég hef notað þessi föt sem mér finnst gott því oft kaupir maður föt sem maður svo notar aldrei. Mér finnst líka alveg ofsalega gaman þegar ég tek mig til, opna fataskápinn og spekúlera í því hvort ég eigi að fara í þetta skvísudress eða hitt, það gefur dálítið kikk. ’ ’ Það er einhvern veginn mjög skemmtilegt að hlusta á Eddu, maður hrifst með. Hún talar óvenju skýrt, leggur sórstaka áherslu á orð eins og kikk, brosir mikið og á til hin ótrúlegustu svipbrigði. Og þar sem Edda er ekkert viðkvæm fyrir aldrinum snúum við okkur að fæð- ingardegi og bernskuárum. Á nokkur hundruð bræður út um allan bæ „Ég er fædd á Landspítalanum 13.9.1952 og ólst upp á heimavist- arskólanum að Jaðri þar sem pabbi var skólastjóri í mörg ár. Ég var í rauninni á Jaðri alveg þar til ég fór í menntaskóla en þá svona fikruðum við okkur smám saman í bæinn. Jaðar var skóli fyrir drengi sem af einhverjum ástæðum gátu ekki verið í skóla í Reykjavík og á veturna voru þess- ir drengir bræður mínir. Á sumrin var pabbi svo með skátaskólann að tJlfljótsvatni þar sem voru allt annars konar drengir. Ég var sem sagt stöðugt umkringd þrjátíu bræðrum sem eru orðnir nokkur hundruð í dag, út um allan bæ.” Þú hefur þá væntanlega fengið nóg af drengjum? „Nei, þetta gerði mig einmitt svo hlýlega í garð drengja.” . . . og gekkst i skóla með ein- tómum drengjum. „Nei, pabbi og mamma voru nefnilega svo hrædd um að ég breyttist í dreng. Þau sendu mig eins snemma og hægt var í Isaks- skóla, þangað var ég keyrð á hverjum degi, og síðan fór ég í Vogaskóla. En ég var náttúrlega slagsmálahundur og allt það og óneitanlega með dálítinn stráka- hugsunarhátt.” Heldur kýldi ég bara „Fyrstu viðbrögð mín í barna- skóla voru til dæmis ekki að fara að gráta þegar ég var áreitt held- ur kýldi ég bara. Þetta var mér eðlilegast.” En þú hefur vanið þig af þessu? „Ég varð. Kennurunum fannst þetta ekki góð viðbrögð hjá lítilli stúlku og ég lagði þetta niður strax í Isaksskóla. Ég var annars afskaplega mikil gunga, ofsalega viðkvæm og sárnaði oft. Ég var líka hrædd við allt í Reykjavík, fannst þetta andstyggilega örygg- islaust umhverfi — og öll þessi börn sem bjuggu í einhverjum húsum í kring. Heima bjuggu strákarnir bara í skólanum og það var yndislegt að alast upp fyrir utan bæinn i hrauninu á Jaðri.” Þrátt fyrir alla bræðurna ertu ein- birni, kannski frekt einbirni? „Nei, ég varð stööugt að deila mömmu og pabba með þrjátíu systkinum sem betur fer, annars hefði ég áreiöanlega orðið frekt dekurbarn. Ég er nefnilega pínu- lítið dekurbarn. Pabbi og mamma vernduðu mig þónokkuð og það var voða áríðandi hvað yrði úr mér. Þau spekúleruðu líka mikið í því hvernig áhrif þessi vist hefði á mig, hvernig ég plumaði mig í skóla og hvort ég myndaði ekki eðlileg tengsl við önnur börn og svona. Ég fékk mikla athygli en ekki þessa eina-barn-eingöngu-at- hygli og ég hef bara myndað nokk- uð eðlileg tengsl við fólk á lífsleið- inni.” Þú verður einhvern tíma mikil leikkona Barn sam ar alið upp viA kvöld- vökur á heimavist og i skátaskóla hlýtur aö hafa þurft aö láta sig hafa þaö að troöa upp og leika i leikrit- um. Voru það kannski áhrif þessa sem gerðu það að verkum að Edda valdi leiklistina? „Ég var auðvitað mikið í því að búa til leiki og leika og ég man ekki öðruvísi eftir mér en með áhuga á leiklist. Eg veit ekki af hverju því nú er enginn í fjölskyld- unni í þessu. Einhvern tíma kom til mín Melinda Urbancic sem var mjög mögnuð kona. Ég var sjö ára og stödd í barnaafmæli hjá barna- barni hennar. Nema hvað, hún starði á mig stórum, fallegum augum og sagði: „Þú verður ein- hvern tíma mikil leikkona.” Þetta var sagt með þrumuraust og ég man aö mér brá mjög því ég var jú bara sjö ára að drekka kókóið mitt og ekki einu sinni að tala. Sök sér ef ég hefði verið þarna meö einhver fíflalæti. Og ég er orðin leikkona og kannski verð ég ein- hvern tíma mikil leikkona.” En þú fórst i menntaskóla, til- heyrði það eða varstu hætt við leik- listina? „Það tilheyrði. Við gerðum eig- inlega samkomulag, ég og pabbi. Hann vissi að mig langaði í leiklist en fannst það ekki beint gott fram- tíðarstarf svo við sömdum um að ég kláraði menntaskóla og síðan gæti ég gert það sem mig langaði _til. Og ég lauk stúdentsprófi og fór beint í leiklistarskóla.” Varð vinstrisinnuð á einni nóttu Og þú varst í Menntaskólanum i Hamrahlið þegar það var i tisku þar að vera í gallabuxum og lopapeysu og reykja pipu. Edda treður sér í eina væna, tottar og ljómar þegar hún minn- ist þessa tíma. „Ég mætti í terlínbuxum, skvísa með slöngulokka, en svo var ég líka ein af þeim sem urðu vinstri- sinnuð á einni nóttu. Það var smart. Ég dreif mig strax í lopa- peysu, keypti mér mussur, hár- band og ilskó og fékk blöðrubólgu og svona. . . og byrjaði pípureyk- ingar. Og ég er enn með pípuna í trantinum, hef ekki getað vanið mig af henni, þrátt fyrir skvísu- týpuna. Flestar vinstúlkur mínar frá þessum árum gáfust aftur á móti upp. Mussurnar og lopapeys- an loddu aftur á móti lengi viö mig. En þessi menntaskólaár voru alveg yndisleg. Mér fannst æðis- legt strax í upphafi, mér leiddist nefnilega svo ofboðslega í gagn- fræðaskóla, var þar einhvern veg- inn alveg í lausu lofti. Nú, svo urðu Stuðmenn til í Hamrahlíð og mað- ur ólst upp með þeim og eignaðist marga góða vini. I Hamrahlíð U Vikan 49- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.