Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 22

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 22
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar: Hvað segja stjörnurnar um afmælisbarnið? Kirk Douglas er maður vikunnar Kirk er fæddur 9. desember 1916. 1 bernsku hét hann Issur Danielovitch en foreldrar voru rússneskir innflytjendur í Banda- ríkjunum. Hann vann fyrir sér sem þjónn á námsárunum og geröist síðan atvinnuglímumaöur. Hann var í bandaríska sjóhernum á stríösárunum en sneri sér síðan alfariö aö kvikmyndaleik. Frá stríðslokum hefur Kirk yfirleitt leikið í einni kvikmynd á ári svo þær eru orðnar fjölmargar. Vikan sendir Kirk bestu kveðjur á af- mælisdaginn. Svanfríður Sigurþórsdóttir verður þrítug 5. desember. Kristján Eldjárn var fæddur 6. desember 1916. Hann lést árið 1982. Einar Kvaran rithöfundur var fæddur 6. desember 1859. Einar andaðist árið 1938. Og bændahöfðinginn Lárus í Grímstungu verður 96 ára þann 10. desember. Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur er fæddur 11. desemb- er 1933. 5. DESEMBER Skapgerð Meðal bestu eðliskosta afmælis- barna þessa dags eru hreinlyndi og ráðvendni. Nokkrar sviptingar eru í lundinni, að jafnaði eru þau glaðlynd og þjartsýn en oft skammt í þunglyndi. Þetta er smekklegt fólk sem leggur rækt við klæðaburð sinn, hefur gott viðmót og er fjarri skapi að gera sér mannamun. Það slær sjaldn- ast hendinni á móti nýbreytni hvers konar og ferðalög og útivist erulíf þess ogyndi. Lífsstarf Störf sem byggjast á samskipt- um við annaö fólk henta börnum dagsins einkar vel. Engum skyldi heldur koma á óvart að finna þau í bönkum, hjá tryggingafélögum eða í feröamannaþjónustu. Fjár- hagurinn ætti að geta orðið góður ef þau stilla sig um að eyða um efni fram. Ástalíf Það er aldrei tíöindalaust í einkalífinu hjá þessu fólki. Það hefur mikiö aðdráttarafl og á oft á tíðum erfitt með að gera upp hug sinn varöandi hitt kynið. Líkur eru á nokkuö mörgum ástarsambönd- um áður en ævin er á enda og öll auðga þau líf afmælisbarnsins þótt iðulega blási á móti. Þetta eru ástríkir foreldrar sem leggja kapp á að veita börnum sínum svo mikiö öryggi sem kostur er hverju sinni. Heilsufar Börn dagsins ættu að losna við sjúkdóma að mestu leyti, undir miklu álagi ber þó við að taugarn- ar gefi sig. Sömuleiðis þarf þetta fólk að gæta sérstaklega aö bak- inu. 22 Vlkan 49- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.