Vikan


Vikan - 05.12.1985, Page 22

Vikan - 05.12.1985, Page 22
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar: Hvað segja stjörnurnar um afmælisbarnið? Kirk Douglas er maður vikunnar Kirk er fæddur 9. desember 1916. 1 bernsku hét hann Issur Danielovitch en foreldrar voru rússneskir innflytjendur í Banda- ríkjunum. Hann vann fyrir sér sem þjónn á námsárunum og geröist síðan atvinnuglímumaöur. Hann var í bandaríska sjóhernum á stríösárunum en sneri sér síðan alfariö aö kvikmyndaleik. Frá stríðslokum hefur Kirk yfirleitt leikið í einni kvikmynd á ári svo þær eru orðnar fjölmargar. Vikan sendir Kirk bestu kveðjur á af- mælisdaginn. Svanfríður Sigurþórsdóttir verður þrítug 5. desember. Kristján Eldjárn var fæddur 6. desember 1916. Hann lést árið 1982. Einar Kvaran rithöfundur var fæddur 6. desember 1859. Einar andaðist árið 1938. Og bændahöfðinginn Lárus í Grímstungu verður 96 ára þann 10. desember. Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur er fæddur 11. desemb- er 1933. 5. DESEMBER Skapgerð Meðal bestu eðliskosta afmælis- barna þessa dags eru hreinlyndi og ráðvendni. Nokkrar sviptingar eru í lundinni, að jafnaði eru þau glaðlynd og þjartsýn en oft skammt í þunglyndi. Þetta er smekklegt fólk sem leggur rækt við klæðaburð sinn, hefur gott viðmót og er fjarri skapi að gera sér mannamun. Það slær sjaldn- ast hendinni á móti nýbreytni hvers konar og ferðalög og útivist erulíf þess ogyndi. Lífsstarf Störf sem byggjast á samskipt- um við annaö fólk henta börnum dagsins einkar vel. Engum skyldi heldur koma á óvart að finna þau í bönkum, hjá tryggingafélögum eða í feröamannaþjónustu. Fjár- hagurinn ætti að geta orðið góður ef þau stilla sig um að eyða um efni fram. Ástalíf Það er aldrei tíöindalaust í einkalífinu hjá þessu fólki. Það hefur mikiö aðdráttarafl og á oft á tíðum erfitt með að gera upp hug sinn varöandi hitt kynið. Líkur eru á nokkuö mörgum ástarsambönd- um áður en ævin er á enda og öll auðga þau líf afmælisbarnsins þótt iðulega blási á móti. Þetta eru ástríkir foreldrar sem leggja kapp á að veita börnum sínum svo mikiö öryggi sem kostur er hverju sinni. Heilsufar Börn dagsins ættu að losna við sjúkdóma að mestu leyti, undir miklu álagi ber þó við að taugarn- ar gefi sig. Sömuleiðis þarf þetta fólk að gæta sérstaklega aö bak- inu. 22 Vlkan 49- tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.