Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 64

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 64
var Lilí hæglát og kunni því best að lifa rólegu lífi. Þau lásu mik- ið, hlustuðu á tónlist og Lilí mál- aði á sunnudögum. Þegar Símon kom seinna með kaffi inn í rúmið til Lilíar settist hún upp og virti hugsandi fyrir sér gamla mynd af fjallalæk sem Símon hafði keypt í vikunni áður. , ,Ég er ekki viss um að ég vilji hafa hana þarna,” sagði hún hugsi. ,,Hún er svo lítil úr þess- ari fjarlægð, en svo falleg. Hún minnir mig á ána heima þegar ég var lítil. Það var ekki hægt að sjá hana frá húsinu okkar vegna þess að hún rann í djúpu gili. Við máttum ekki fara þangað en Roger bróðir minn fór oft með mig þangað samt. Við veiddum silung þar og busluðum í straumnum.” Hún lokaði augunum og brosti. ,,Það var alltaf svo mikil þögn þar fyrir utan niðinn í vatn- inu og hvininn frá gömlu sögunarmyllunni niðri í daln- um.” „Veistu að þú ert alltaf að hugsa um fortíðina,” sagði Símon dálítið ergilegur. ,,Af hverju hugsarðu ekki heldur um að byggja nýja framtíð með mér? Við gætum b'yggt okkur bjálka- hús í Sviss, úr timbrinu frá sögunarmyllunni. Og þú gætir stofnað þína eigin fjölskyldu í stað þess að vera alltaf að hugsa um þessa sem þú týndir. Við erum búin að vera saman í nærri tvö ár og ég skil ekki af hverju þú vilt ekki giftast mér. ,,Æ, það ersvo gamaldags.” ,,Nei, það er ágætt. Ég vil hafa fast land undir fótum, Lilí. Það er 1978, ég er þrjátíu og fimm ára og mig langar að eignast börn. Það sem gerir mig ringlaðan er að þig langar til þess líka. En samt kemurðu þér alltaf hjá því að ræða þessi mál. Er það vegna þess að þú elskar mig ekki? Vegna þess að þú trúir ekki að ég elski þig? Að þú viljir ekki binda þig vegna þess að þú ótt- ist að ég vilji ráða yfir þér eins og Serge og Stiarkoz og þessi fjandans Abdúllah?” ,,Nei, það er ekki það.” Hún hikaði. ,,Ég veit að þetta virðist kjánalegt en mér finnst ég bara ekki vera búin að finna mig. Þú veist hvað þú ert en ég ekki.” Hún lagði kaffiþollann aftur á bakkann. „Flestar konur langar til að eignast börn með mönnun- um sem þær elska og ég er engin undantekning, Símon.” Hún leit á hann, döpur á svipinn. ,,Barn yrði byrjun á nýju lífi, endurfæðing mín. Ég þurrkaði út sársaukann í fortíðinni og byrjaði nýtt líf með minni eigin fjölskyldu. Þú skalt ekki halda að ég viljiþað ekki. Eg þrái það. En hvernig get ég eignast barn, hvernig get ég axlað slíka ábyrgð þegar ég er svo óörugg um sjálfa mig, þegar ég veit ekki hver ég er? Ég vil að barnið mitt njóti öryggis, finni að það eigi ein- hvers staðar heima. Þess vegna vil ég bíða þar til ég er búin að komast yflr þennan óróa í mér. Röddin skalf lítið eitt en varð svo hörkulegri. ,,En ég er ekki búin að því enn og stundum er ég hrædd um að það verði aldrei. Ég held að það verði ekki fyrr en ég veit hverjir foreldrar mínir eru. Og þó mig langi óskaplega til að vita það er ég um leið hrædd við að komast að því. Vegna þess að þeir gætu verið... hræðilegir á einhvern hátt. Þeir skildu mig eftir.” Hún andvarp- aði. ,,En það þýðir heldur ekkert að reyna að hafa uppi á þeim. Það er alveg vonlaust. ’ ’ Símon sagði hugsandi: ,,Nei, ég er viss um að ég get látið gera það fyrir þig. Eða ég get í það minnsta reynt... Þegar þú værir búin að finna þá, þá hættir þú ef til vill að leita að þeim í næstum því hvaða manneskjum sem verða á vegi þínum. Þess vegna ertu svo auðveld bráð fyrir þessa djöfla sem þú laðar ósjálfrátt að þér.” Hann tæmdi bollann sinn, setti hann niður og sagði: ,,Ef einhver karlmaður segir eitthvað föðurlegt og uppörvandi við þig heldur þú að þetta sé sjálfur jóla- sveinninn og skrifar undir hvað- eina sem hann leggur fyrir framan þig. En jólasveinninn er ekki til og hættu að leita að honum, Lilí.” ,,Ég get ekki að því gert að... þrá þetta svo.” Hún vafði handleggjunum fastar utan um hnén og lagði kinnina á hnjá- kollana. „Reyndu þá í guðanna bæn- um að hafa uppi á foreldrum þínum í stað þess að gera þér einhverjar óljósar vonir um að þeir birtist allt í einu sisona. Við leigjum leynilögreglumenn. Lögfræðingurinn þinn getur mælt með einhverjum. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér lengi. En þú verður að gera þér grein fyrir því að þér líkar ef til vill ekki það sem þú flnnur. Lilí hreyfði sig og kaffibakkinn rann hættulega langt fram á rúmstokkinn. Símon stóð upp og teygði úr sér. ,,Ég held að mamma þín hafi verið ung, ógift stúlka sem vann í borginni en var úr sveit. Þú veist hvað Sviss- lendingar taka alltaf ákveðið á öllum málum. Miðstéttarfjöl- skylda hefði áreiðanlega reynt að fá fyrir hana fóstureyðingu þó það væri ólöglegt og andstætt trú hennar.” Hann gekk yfir að litlu mynd- inni af ánni og horfði á hana. ,,Annað er að faðir þinn gæti hafa verið giftur annarri konu. Ég held að ef móðir þín hefði verið áfram ógift og á lífi hefði hún beðið um að fá þig eða í það minnsta komið að sjá þig. Þess vegna hallast ég helst að því að hún hafi verið sveitastúlka sem kom í bæinn til að vinna sér inn peninga fyrir heimanmundi, eignaðist barn með giftum manni, fór síðap aftur heim í sveitina og giftist einhverjum bónda og þorði aldrei að segja frá barninu.” ,,Ö, mér er alveg sama, mig langar bara að fá að vita það,” hrópaði Lilí upp. Síðar um daginn kom leynilögreglumaður að nafni Sar- tor til Lilíar. Lögfræðingurinn hennar hafði mælt með fyrirtæki þessa manns vegna þess að það hafði sambönd um víða veröld. Sartor sat inni í stofu hjá Lilí og skrifaði niður í blokk sem hann hafði í lófanum. Nei, hún vissi ekkert um fæðingu sína nema að hún var fædd í Gstaad eða Chateau d’Oex í Sviss, 15. október 1949, og að hún var ekki dóttir fósturmóður sinnar. Fósturmóðir hennar hafði þá verið Angelína, ekkja Albert Dassin leiðsögumanns sem hafði búið í þorpinu Chateau d’Oex í Sviss. Nei, hún hafði enga sönn- un fyrir því að hún væri ekki dóttir Madame Dassin. Jú, það var möguleiki, en það var effitt að hugsa sér að Madame Dassin hefði getað leynt ástandi sínu í svo litlu þorpi. Hver móðir Lilíar var var öllum hulin ráðgáta í þorpinu. Henni hafði verið strítt á því í skólanum. Það töldu allir að Madame Dassin væri fóstur- móðir hennar þó Lilí væri kölluð Elízabet Dassin. Jú, Madame Dassin hafði gifst aftur 1955, ungverskum þjóni að nafni Felix Kovago. Þá hafði það verið örugglega staðfest í svissneska konsúlatinu að Kovago-hjónin og drengurinn, Robert Dassin, hefðu verið drepin við ungversku landamærin 1956. Jú, hún vildi svo sannarlega að Monsieur Sartor kannaði það. Nei, hún gat ekki bætt neinum smáatriðum við nema að Madame Kovago hafði látið hana í einkatíma í ensku og frönsku og Lilí fannst ólíklegt að hún hefði tekið það upp hjá sjálfri sér. Nei, sonur hennar, Roger Dassin, hafði ekki verið settur í svona tíma eða nokkurt annað barn í barna- skólanum í þorpinu. Nei, Madame Kovago hafði ekki gefið henni neinar myndir eða skart- gripi sem gátu geflð vísbendingu um fæðingu hennar. ,,Við könnum fæðingarvott- orðið þegar í stað,” sagði Monsieur Sartor og stakk minnrjí*'' bókinni í innri brjóstvasann og stóð upp. Slmon fylgdi honum til dyra og rétti honum frakk- ann. Þremur dögum síðar hringdi hann. Símon var að heiman í leikferð og Lilí svaraði. ,,Okkar maður í Sviss athugaði málið á manntalsskrif- stofunni. Gstaadsvæðið er í Saanenumdæmi og þar búa um 6000 manns. Tvær stúlkur, sem skírðar voru Elízabet, fæddust þar þann 15. október 1949. Við erum þegar búnir að hafa uppi á annarri þeirra. Hún er ógift og býr með föður sínum sem er ekkill. Hitt barnið fæddist á sjúkrahúsinu í Chateau d’Oex. Móðir þess var kona að nafni Emily Post. Á svissneskum fæðingarvottorðum er nafn fæðingarlæknisins alltaf gefið upp. I þessu tilfelli var það dr. Alfonse Geneste sem dó því miður í fyrra. Okkar maður í Sviss talaði við ekkju hans í síma og þau ætla að hittast á morgun. ,,Guð minn góður,” sagði Lilí, „Emily Post, það virðist vera enskt nafn, er það ekki? 64 Vikan 49> tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.