Vikan


Vikan - 05.12.1985, Síða 61

Vikan - 05.12.1985, Síða 61
SVERRIR STORMSKER Sverrir Stormsker er Reykvíkingur, tuttugu og tveggja ára, áhugamaður um skeggvöxt, tónskáld, textasmiður, auglýsingahöfundur, skáld, alhliða hljóðfæraleikari, plötuútgefandi, spakmæla- og orðaleikjasmiður og á öðrum fæti. Þarf frekari vitnanna við? Pörupiltafélagið: Félag sem annaðhvort inniheldur hrekkjalóma eða homma. Allavega er þar mikið um „strákapör". Upphaf alls: Spursmál sem ég er iðulega beðinn að leysa úr. Herragarðar Englands: Fyrirbæri sem kvenréttindakonur hafa gleymt að skíra upp á nýtt. Útvarpsauglýsingar: Besta innlenda skemmtiefnið sem útvarpið hefur upp á að bjóða, fyrir utan „dánarfregnir og jarðarfarir". Lennon og McCartney: Tónskáld sem eru fræg fyrir að hafa sigrað heiminn á sama ári og í sama mánuði og Sverrir Stormsker fæddist i hann. Stöðumælaverðir: Einskis verðir. Salieri: Skilningsríkt tónskáld sem gat ekki fengið af sér að koma í veg fyrir að þeir dæju ungir sem guðirnir elskuðu. Kópavogsfundurinn 1806: Eini fundurinn sem haldinn hefur verið í Kópavogi og er þess vegna með stórum staf og greini. Er meðal annars frægur fyrir að vera síðasti fundurinn sem Kópavogsbúar koma til með að halda. Snilligáfa: Sú gáfa sem menn þurfa að vera lausir við ef þeir eiga að geta fengið listamannalaun. Sjabbismi: Fyrsta orðið sem mönnum dettur í hug þegar þeir fletta Þjóðviljanum. Rolla: Dýrategund sem hefur ekki lyst á kótelettum. IMæsta plata: Betri en sú fyrri og verri en sú þarnæsta. Siglufjörður: Bær sem risi undir nafni ef heiti hans byrjaði á M. Hvítvín: Víntegund sem menn myndu kalla gulvín ef þeir væru ekki litblindir. Spekingur: Maður sem veit að hann er fífl. Fífl: Maður sem heldur að hann sé spekingur. 49. tbl. Vikan 61

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.