Vikan


Vikan - 05.12.1985, Page 18

Vikan - 05.12.1985, Page 18
Manni er ráðlagt að fara varlega um jólin því þá er jólaösin hjá árásarmönnum. Það sama er sagt um páskana. Öllu ætti þó að vera óhætt í dag. Það er enginn hátíðisdagur. i New York. — Lýsandi myndasaga eftir einn af skólafélögum Svölu i Pratt skólanum myndlistarnámi í skóla sem heitir Pratt Institute og er í Brooklyn. Skólinn er á mörkum fátækra- hverfisins Bedford Stuvesant. Þar virtist sem jólin væru aöallega hátíð gripdeildarmanna. Þaö var verulega varasamt aö vera á ferli eftir myrkur. Og ég gekk oftast í yfirhöfn sem var svo léleg að ég leit út fyrir aö vera líkleg til að ræna næsta mann. Þessi ofbeldis- ógnun er þrúgandi til lengdar en ég lét mig hafa þaö aö búa þarna í tvö og hálft ár vegna þess aö skól- inn er sá skásti sem völ er á í greininni á austurströnd Banda- ríkjanna. Það liggur viö að maður verði aö taka afstöðu til þess hvort maöur er tilbúinn til að deyja fyrir listina. Ég bjó á vist og flestir Ameríkanarnir fóru heim til sín þannig að á jólunum umgekkst ég aðallega brasilíska kunningja mína. Viö buðum hvert öðru í mat og svoleiðis. Mér var boðið í salt- fisk. Þau matreiöa saltfisk þannig að hann verður hátíðamatur og því hefði ég ekki trúaö að óreyndu. Með þessum brasilísku krökk- um fór ég líka á söfn. í New York eru söfn sem hægt er aö skoða aftur og aftur og sjá alltaf eitthvað nýtt. Þannig er Metropolitan-safn- ið. Þar eru til dæmis pastel-mynd- ir eftir Degas sem ég gæti hugsað mér að skoða á hverjum degi það sem eftir er ævinnar. Frick Collection er líka safn sem er með frábærar myndir frá fyrri tímum. Jólin hjá fólkinu í hverfinu, sem ég bjó í, voru mjög kristileg sýnd- ist mér. Fólk, sem hversdagslega var fátæklega til fara, fór upp- dressað í kirkju á sunnudögum. Það er svo mikið rótleysi í þessari borg að hjá mörgum er kirkjan eins konar kjölfesta tilverunnar. Kirkjan og aðrir í söfnuðinum eru miðpunkturinn. Það er líka mikil tónlist og safnaðarstarf í þessum kirkjum, sýndist mér. Margt af svörtu popptónlistarfólki hefur fengiö tónlistarmenntun sína hjá kirkjunni. Það er aðallega svart fólk sem býr í þessu hverfi og svo Puerto Ricanar, fátækasta fólkið. Þarna er ungt, reitt fólk sem samfélagið hefur í raun afneitað. Það lítur á rán sem sjálfsagöa sjálfsbjargarviðleitni. Þarna eru vímugjafar alls konar líka mjög algengir, heldur niðurdrepandi umhverfi til lengdar. Verslun blómstrar í New York í kringum jólin eins og alls staðar — og þá ekki síður þjófnaðir í kringum það allt. Búðargluggar eru skreyttir og í sumum verslun- um mætti halda að um myndlist- arsýningar væri að ræða. En jólin í New York eru ekki svona fjölskylduhátíö eins og hér. Það er þakkargjöröardagurinn sem er síðasti fimmtudagur í nóvember sem er fjölskylduhátíð ársins. Þá sést varla nokkur úti við, allir heima að borða kalkún. Jól í Taos, IMýju-Mexíkó Annars var ég líka nokkrum árum fyrr yfir jól í Taos í Nýju- Svala Sigurleifsdóttir: ,,Ég fékk vott af sektarkennd þegar ég fór að hugsa um hvað ég var ofboðslega litið einmana á þessum jólum úti i New York." 18 Vikan 49* tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.