Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 17.04.1986, Qupperneq 20

Vikan - 17.04.1986, Qupperneq 20
Edda Björgvinsdóttir leikona á sér eina alnöfnu í símaskránni. Edda G. Björgvinsdóttir viðskiptafræð- ingur rekur tískuverslunina Svörtu perluna á Skólavörðustíg í Reykjavík. Edda viðskiptafræðing- ur fær af og til dálítið af pósti Eddu leikkonu en hvort um aðdáenda- eða skammarbréf er að ræða veit Edda viðskiptafræðingur hins veg- ar ekki af þeirri góðu og gildu ástæðu að hún færir leikkonunni að sjálfsögðu póstinn. „Já, já, við hittumst einstaka sinnum því Edda fær líka stundum minn póst. Þetta hefur nú reyndar ekki haft nein sérstök óþægindi í för með sér að öðru leyti nema hvað ég fékk eitt sinn rukkun frá skattinum í sambandi við tekjur sem ég átti að hafa gleymt að gefa upp. Annars kemur stundum fyrir að ég er spurð í síma að því hvort þetta sé leikkonan. Ég er að vísu með millinafn sem byrjar á G og nota það í símaskránni, sérstaklega til að greina mig frá hinni Eddunni. Hún á svo líka annað nafn sem byrjar á G, reyndar á undan Edda, en notar það ekki svo þetta G ætti að getað hjálpað til við að aðgreina okkuráprenti.“ Eðvarð Ingólfsson, hinn vinsæli unglingabókahöfundur, útvarps- maður og ritstjóri Æskunnar, fékk tugi og oft hundruð bréfa þegar hann sá um unglingaþáttinn Frí- stund á rás 2. Ungviðið skrifaði um hjartans málin, draumadísir og draumaprinsa og leitaði ráða í hinum ýmsu málum. Eðvarð í einkalífmu fær að sjálfsögðu póst og símhringingar en hvernig er með alnafnann í símaskránni? Hefur hann orðið fyrir einhverjum óþægindum af því að heita Eðvarð Ingólfsson? Eðvarð fer til vinnu upp að Hrauneyjafossi en Vikunn- ar menn náði honum í einu bæj- arfríi. „Jú, ég get nú ekki neitað því að ég hef þurft að bera nafna minn dálítið. Verst var þegar hann bjó hér rétt hjá mér í Breiðholtinu og var ekki í símaskránni. Hann var um það leyti með unglingaþátt á rás 1 og það var stöðugt verið að hringja í mig og bjóða mér efni í þáttinn. Þetta var meira að segja þannig á tímabili að flestar sím- hringingar heimilisins voru til hans. Eitt árið fékk ég líka óvenjumikinn jólapóst og sat á aðfangadag og reif upp jólakort annars manns. En hann fékk auð- vitað kortin og við kynntumst og ég fékk símanúmerið hans þannig að ég gat hringt í hann þegar þess þurfti. Þegar bækurnar hans fóru svo að koma út var oft hringt í mig og ég beðinn um að árita bók.“ Þú hefur aldrei freistast til að leika rithöfundinn? „Við skulum segja að ég hafi aldrei látið verða af því. Hins vegar ætlaði ég einu sinni að stöðva mann í síma sem áleit mig vera Eðvarð Ingólfsson rithöfund sem þá var að skrifa bók um Ólsara. Þetta var gamall Ólsari sem vildi endilega láta mig fá góða sögu í bókina og þegar ég sagðist vera annar Eðvarð sagði sá gamli að það skipti engu máli, ég skyldi nú samt fá söguna. Ég talaði heillengi við manninn og hafði gaman af svo það eru ekki bara óþægindi sem fylgja því að heita Eðvarð Ingólfsson.“ 20 VIKAN 16. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.