Vikan

Útgáva

Vikan - 17.04.1986, Síða 35

Vikan - 17.04.1986, Síða 35
Þau hjónin eru bæði ákaflega mikið fyrir líkamsrækt, fara oft í íþróttahúsið og nota tækja- salinn þar og sundlaugina. Margs konar íþróttaiðkanir fara fram í húsinu alveg til 12 á kvöldin en á daginn þurfa skól- arnir að hafa afnot af húsinu en það stendur til bóta því verið er að byggja nýtt íþróttahús. „Æ, þarftu að taka mynd af mér þegar ég er að gera þá æfmgu sem mér fmnst leiðinlegust," segir Kate en það er stutt í brosið. Roger starfar fyrir ílughermn og er liðsforingi af lægstu gráðu: „Líklega lægst setti liðsforing- inn á Vellinum,“ segir hann og hlær. Þó hefur hann verið í hernum í meira en 15 ár en starfaði áður sem óbreyttur hermaður og hafði með árunum unnið sig upp eftir tignarstigan- um og var kominn með margar rendur á einkennisbúninginn. Þá ákvað hann að fara í skóla til að verða foringi og þurfti þá að byrja frá grunni. „Það var Þau eru samhent, hjónin, að því er best verður séð. Reyndar segist Kate hafa heyrt talað um í Bandan'kjunum áður en hún gifti sig að nú væri orðin bylting og allir eiginmenn ynnu heimil- isstörfm jafnt á við konuna, en hún sagðist hafa verið svikin og hún tryði því ekki lengur að slíkir eiginmenn væru til. Roger segir að hún þurfi ekkert að vera að kvarta því það sé hann sem vinni dag og nótt á meðan hún slæpist og hafi það gott. Þess á milli fara þau hjónin mikið í gönguferðir, sérstaklega niður að sjó og í sumar ætla þau að keyra mikið um landið. óneitanlega dálítið skrítið að þurfa allt í einu að fara að taka við skipunum frá kornungum og pínulitlum stráklingum,“ segir þessi hávaxni, rólegi mað- ur og brosir þó. Allir foringjar í hernum þurfa að hafa að minnsta kosti fyrstu háskóla- gráðu og bæta enn frekar við menntunina til að ná hæstu tign. Hérna er Roger á vinnu- staðnum og verið er að setja F-15 orrustuþotu inn í ramm- gert flugskýli. Kate er með B.A. próf í enskum bókmenntum en hefur enga sérstaka löngun til að fara að vinna úti og segir að sér líði mjög vel sem heimavinnandi húsmóðir. Aftur á móti eru allt- af einhverjar velviljaðar sálir sem eru að reyna að finna fyrir hana vinnu við hæfi og skilja ekki hvað barnlaus kona getur verið að hanga heima. „Það getur vel verið að ég fari að kenna börnum að synda, það hef ég gert áður og líkað mjög vel.“ I Viking Arcade er míni-mark- aður og Kate þurfti að kaupa mjólk en gat svo ekki staðist að athuga hvort einhverjar nýjar bækur væru komnar í bókabúðina því hún sagðist lesa mjögmikið. Roger er yfirmaður hjá viðhaldsdeild orrustuflugsveit- arinnar. Hann ber ábyrgð á því að allt gangi fyrir sig eins og til er ætlast og að hver maður sé á sínum stað, jafnframt þarf hann að geta hlaupið í skarðið fyrir hvern manna sinna ef á þarf að halda. Flugskýlin eru tiltölu- lega nýbyggð og var mikill ágreiningur um byggingu þeirra. Þau eru sérstaklega styrkt og er ætlað að vernda flugvélarnar ef gerð yrði árás. Lokið hefur verið við smíði 9 skýla og kostuðu þau 25 milljón- ir dollara, en hver vél kostar aftur á móti 23 milljónir dollara. Á Vellinum eru 18 slíkar vélar í notkun og flugsveitin hefur tvær til vara. Þetta eru vélarnar sem ætlað er að mæta hugsan- legri óvinavél sem lengst frá landinu. Á friðartímum fylgjast þær með öllu óþekktu í flug- landhelgi, annars ber þeim að verja lofthelgina. Roger og samstarfsmenn hans, sem hann segir að séu sérstak- lega góðir menn, verða að dúða sig mjög vel áður en þeir fara í vinnuna því vinnustaðurinn er yfirleitt úti undir berum himni, á algerum berangri og rokrass- gati, eða í flugskýlunum sem eru lítið hlýrri. Þeir eru að sjálf- sögðu í ullarnærfötum næst sér og síðan í hverri hlýrri flíkinni utan yfir aðra. Vaktirnar geta verið lengri en 14 tímar, jafnt að nóttu sem degi, og öll þekkj- um við veðráttuna. Kate fann upp góða aðferð til að halda hita á höndunum. Roger fer fyrst í venjulega uppþvotta- gúmmíhanska, síðan ullar- hanska og að lokum stóra úr leðri. „Þannig get ég haldið hita á höndunum í allt að sex tíma samfleytt og unnið fíngerða vinnu með gúmmíhönskunum. Eina vesenið er þegar maður þarf að fara á klósettið .. Við vorum bara í venjulegum jökkum og berhent og var orðið mjög kalt þannig að við kvödd- um þessa indælu sambýlismenn okkar íslendinga og flýttum okkur heim í kvöldmatinn. mm

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.