Vikan


Vikan - 17.04.1986, Page 59

Vikan - 17.04.1986, Page 59
EFTIR HÚLMFRÍÐI BENED/KTSDÓ TTUR RAGNARTH. TÚKMYNDIRNAR m Það liggur í mannsins eðli að skreyta umhverfi sitt. Sem betur fer er það ansi misjafnt hvernig hver og einn skreytir híbýli sín, smekkur manna er misjafn og tískan breytileg. Innlend og er- lend blöð gera innréttingum og húsgögnum góð skil, en við ætlum að líta á nokkra skemmti- lega hluti sem hægt er að hengja upp á vegg. Sumir hlut- irnir eru eingöngu til skrauts en aðrir hafa einnig notagildi, svo sem klukka, minnistafla og dagatal. Þessi skemmtilegi strigapoki er góður undir smádót í barnaher- berginu eða fyrir vettlingana í forstofunni. Pokinn er einnig til gulur og rauður. Bakið er úr plasti, stærðin er 60x60 cm. Pokinn fæst í IKEA og kostar 380 krónur. Þessir glaðlegu trúðar eru fis- léttir og til dæmis auðvelt að festa þá í gardínur með títu- prjónum. Trúðarnir eru hand- unnir af ungu pari í Englandi. Trúðana fundum við í verslun- inni Tínu Mínu við Laugaveg- inn. Þeir ksota 690 krónur. Hér eru litlir kassar sem má hengja á vegg. Kassarnir eru til hvítir og svartir, stærðin er 26x26 cm. Þeir eru góðir í barnaherbergið og fyrir smádót í eldhúsi eða í baðherbergi. Fást í IKEA og kosta 235 krón- ur. Þessi skemmtilega klukka hangir á vegg í versluninni A5. Þeir sem þurfa að fylgjast með tímanum á hinum ýmsu stöðum geta látið verslunina útvega sér slíkan grip. ►

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.