Vikan


Vikan - 16.07.1987, Síða 26

Vikan - 16.07.1987, Síða 26
Hugur og heilsa upp blýanti eftir uppástungu þess efn- is frá dávaldi. Sjálfsefjun A síðustu árum hefur sú afstaða átt vaxandi fylgi að fagna að öll dáleiðsla sé í raun og veru sjálfsdáleiðsla. Dá- þolinn á þannig frumkvæði að því að dáleiða eða seíja sjálfan sig og telur sér síðan trú um að leiðslan sé komin til vegna tilmæla dávaldsins. Færustu dávaldar okkar tíma hafa því tekið upp á því að kenna skjólstæðingum sínum sjálfsefjun þannig að þeir geti sjálfir beitt dásvefninum til að leysa vandamál sín. Sjálfsefjun hefur þann mikla kost að viðtakandi sefjunarinn- ar ræður sjálfur ferðinni og er ekki öðrum háður um árangur. Sefjunar- tækni gefur einstaklingnum mögu- leika á að beita vitundarástandi sínu til að hætta reykingum, neyta minni fæðu og losa sig við kvíðatilflnningu án þess að þurfa að grípa til róandi og oft vanamyndandi lyfja. Aðferðin felst í því að koma sér í leiðslu og biðja síðan dulvitundina um að vinna bug á því vandamáli sem verið er að vinna með hverju sinni. Reynsla sállækna hefur sýnt að dulvit- undin býr yfir langtum meiri þekkingu en hin venjulega vökuvitund okkar. Þess vegna þarf aðeins að upplýsa dulvitundina um hvað hún eigi að gera en ekki hvernig hún eigi að gera það. Frakkinn Émile Coué, einn af frum- kvöðlum sjálfsefjunar, taldi að „þegar viljinn og ímyndunaraflið eiga í rimmu ber ímyndunarafiið ævinlega meira úr býtum“. í starfi sínu sem læknir ráð- lagði Coué sjúklingum sínum að endurtaka í nokkrar mínútur tvisvar á dag eftirfarandi setningu: „Sérhvern dag, á sérhvern hátt, líður mér betur og betur.“ Hann taldi að nota mætti þessa einföldu tækni til að planta inn i dulvitundina jákvæðum staðhæfing- um sem skila sér síðan í betri heilsu. Rannsóknir hafa staðfest þessa skoð- un. Margir hafa bætt aðferðafræði Émiles Coué og þróað sérstök kerfi sem færa sér í nyt mátt ímyndunarafis- ins. Þar má fyrst nefna þýska tauga- læknirinn J. Schultz (Autogenic Training), ítalann Roberto Assagioli (Psychosynthesis) og Timothy Leary (Exo-Psychology). Þessir aðilar taka mið af því að taugakerfið gerir engan greinarmun á raunverulegum atburði og atburði sem gerist eingöngu í ímyndunarafiinu. Með stýrðum hug- sýnum er til dæmis hægt að tileinka Rannsóknir á eðli hugleiðslu Vísindamenn hafa á síðustu árum rannsakað hugleiðslu og þær breytingar sem hún veldur á heila- starfseminni. Bandaríski sálfræðingurinn dr. Arthur Deikman telur hugleiðslu fela í sér „vitundarlega endurnýjun sem leysir í sundur sjálfvirka og um leið vélræna skynjun og skilningsmyndun". Hug- leiðsla varð fyrst almenn á Vesturlöndum með tilkomu austrænna samtaka, eins og t.d. Maharishi- hópsins (TM), Ananda Marga o.fl. Nú á dögum hafa flestir vaxið upp úr slíkum einstefnuhreyfingum þó hugleiðsla njóti ennþá nokkurs fylgis. 26 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.