Vikan


Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 30

Vikan - 16.07.1987, Qupperneq 30
Lifa menn yfirleitt af 12 metra fall? Geta menn ýtt á móti 10 tonna bíl á hægri ferð? Varla. En geta menn, sem aka á 50 km hraða á klukkustund, komist af án þess að nota bilbelti? Sleppa þeir óskaddaðir við árekstur, verjast þeir höggi með því að bera hendur fyrir sig? Nei. Krafturinn, sem fylgir árekstri á 50 km hraða, er sá sami og falinn er í 12 metra falli og sá sem vill verjast höggi á sama hraða verður að geta veitt 10 tonna bifreið mótstöðu. Það má þó koma í veg fyrir stórslys. Reynsla fyrri ára og stöðugar rannsóknir sýna að öryggisbelti draga úr slysahættu. Nýlega gengu í gildi íslensk lög sem skylda menn til þess að spenna öryggisbelti við akstur. Tilgangur þessara laga er sá að draga úr slysatíðni og koma í veg fyrir þann harmleik sem fylgir alvarlegum óhöppum. Þrátt fyrir þetta þrjóskast margir við að spenna á sig beltin. Menn byggja andstöðu sína á kreddum og órökstuddum alhæfingum. Ýinsir álíta að það sé alltof tímafrekt að spenna á sig beltið, aðrir halda því fram að bíl- belti auki hættuna á slysum og loks eru þeir sem telja að beltalögin skerði ein- staklings- og athafnafrelsi. Það tekur um það bil 5 sekúndur að spenna á sig öryggisbeltið; mun skemmri tíma en að starta bílnum eða stilla á rétta útvarps- rás. Þau skipti, sem bílbelti hafa valdið slysi, eru svo fá og svo sérstök að var- hugavert er að nota slík dæmi til frekari stuðnings og þeir sem telja beltalögin skerða athafna- og einstaklingsfrelsi virðast ekki skilja að hlýða ber þeim lögum sem sett eru og að þau eru yfir- leitt sett okkur til halds og trausts en eru ekki tæki til þess að kúga og níðast á hinum almenna borgara. Því miður eru alltof margir blindaðir barnalegum mótþróa og hreinlega neita að hlýða beltalögunum en slík afstaða getur haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. Af þeim sökum hafa yfirvöld og aðrir hlutaðeigandi aðilar skipulagt kostnaðarsamar aðgerðir til þess að koma fólki í skilning um mikilvægi ör- yggisbeltanna. Fyrir skömmu tóku Almennar trygg- ingar og Umferðarráð saman höndum um eina slíka herferð. Aðalvopn þeirra var veltubíllinn; sérhannaður bíll, sér- staklega fluttur til landsins sem innlegg í baráttuna. Markmiðið með þessu tæki var að sýna mönnum þá vörn sem bíl- beltin veita við veltu. Meginhluta júnímánaðar stóð bíllinn á Lækjartorgi og gafst vegfarendum kostur á að fara veltu. Aðsókn í bílinn var góð. Ólafur Ingólfsson hjá Almennum tryggingum sagði að í byrjun júlí hefðu um fimm þúsund Reykvíkingar farið veltu og nú væri ætlunin að halda með gripinn út á land. „Við stefnum að því að sem flest- ir landsmenn fái tækifæri til þess að prófa gripinn," sagði Ólafur. Einn af þeim sem veltust uiu í veður- blíðunni á dögunum var Davíð Odds- son borgarstjóri. Davíð sat þó ekki einn: með honum valt bílstjóri borgarstjóra- bílsins. Hér má sjá þá félaga á miðri leið. Við skulum vona að þeim hafi ekki orðið bilt við veltuna. Texti: Sigrún Markúsdóttir Mynd: Árni Sæberg 30 VIKAN 29. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.