Vikan


Vikan - 16.07.1987, Síða 34

Vikan - 16.07.1987, Síða 34
Um Stormskerið orti Sverrir Stormsker: „Ég bið það sökkvi í haf, ég bið það sökkvi í kaf og vona að enginn koniist af.“ Kannski er þessi hending dálítið táknræn fyrir dreng- inn, þessi kaldhæðnislegi húmor sem sumum verður óneitanlega dálítið bumbult af. Hann talar i líkingum og hefur gaman af hártogun- um og tvíræðum merkingum orða. Sverrir er kannski ekki beint venjulegur maður, hvorki í útliti né viðkynningu. Líf hans hefur heldur ekki fallið í þennan hefðbundna jarðveg sem líf flestra fellur i. Hann semur líka öðruvísi texta og dægurlög en flestir tónlistarmenn. Hann er konungur næturinnar en dagurinn er fyrir honum sem martröð. Einhvern tím- ann, þegar Sverrir var agnarsmár, var honum kennd þessi vísa: Heimtaðu allt af öðrum, engu skaltu nenna. Ef þú gerir aldrei neitt er ekkert þér að kenna. Glottandi segir hann að boðskapurinn í vísunni hafi verið óbeint mottó hans í gegnuni lífið. Ekki hefur pilturinn þó setið aðgerðalaus í gegnum tíðina. Hann stakk af úr skóla fyrir fimm árum, átján ára gamall, og ákvað að helga sig ljóðagerð og tónlist. Afraksturinn er „Bókin“ sem einungis var gefin út í sjö eintökum, enda hvert eintak útskorið í tré og innsiglað svo innihaldið lá ekki á lausu. En Bókin var auðlesin því hún innihélt einungis þessa gullvægu setningu: „Þú keyptir hvort eð er ekki Bókina til að lesa." Þá er það ljóða- bókin Kveðið í kútnum og þrjár LP-plötur, Hitt er annað mál, Lífsleiðin(n) og Ör-lög. - Þessar vikurnar er Sverrir daglegur gestur á öldum ljósvakans, raunar má segja að hann sé spilaður daginn út og inn. Hann hefur því þann samanburð að fá tvær af plötum sínum mikið spilaðar í útvarp á meðan fyrsta platan var ekki ýkja mikið spiluð. En hvernig ætli honum þyki að glymja stöðugt í útvarpinu? „Það er í rauninni kostur þegar allt kcmur til alls að vera lítið spilaður. Ef þú hlustar á Rás 2, Bylgjuna eða Stjörnuna þá er þetta mestmegnis sama tuggan, sérstaða hverrar rásar fyrir sig er lítil sem engin. Að hlusta á útvarp er eins og að fara inn á hjólbarðaverk- stæði eða inn í leiðinlega verslun, maður heyrir bara hversdagslegt skvaldur og hávaða. Þessi hávaði glymur í eyrum okkar daginn út og daginn inn, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hvar sem við setjum okkur niður, við Elliðavatn, uppi á Vatnajökli eða í Austur- stræti, þá erum við alltaf með þessa síbylju í eyrunum - nú tala ég náttúrlega eins og Vel- vakandi. Það er einungis einn kostur við að vera spilaður í útvarpi en það eru stefgjöldin. Að vísu borga nýju útvarpsstöðvarnar ekki stefgjöld mér vitanlega, hvað sem verður. í rauninni fannst mér skcmmtilegra að fá litla spilun í útvarpi. Þá fékk ég það á tilfinn- inguna að það væri eitthvert vit í því sem ég var að gera. Þegar maður verður svona mikið spilaður fær maður aftur á móti á tilfinning- una að maður sé fimmti meðlimurinn í Five Ég verð með kassagít- arinn á bumbunni, píanóið á bakinu og bassatrommuna á löppinni. Star. Það kann ekki góðri lukku að stýra, það er í rauninni skemmtilega leiðinlegt. Oscar Wilde sagði: Það er aðeins til eitt verra en það að vera frægur og það er að vera óþekkt- ur. Auðvitað er ég, þegar á heildina er litið, ánægður með spiliríið á stöðvunum." - Um þessar mundir stendur yfir mikið tónleikahald hjá Sverri. hann þeytist út og suður um helgar en tekur sér frí í miðri viku, hvað brallar hann þá? „Ég er farinn að plana næstu plötu. Ég á mikið efni á kassettum og það er hægara sagt en gert að velja úr því. Eg á fullklárað efni, lög og texta, sem dugar á svona sjö plötur og úr því þarf að velja. Ég held að þetta sé helmingi torveldara en að mynda ríkisstjórn, þá hefur maður fieiri til að ræða málin við, en í þessu er ég aleinn," segir Sverrir og glottir við. - Ætlar þú að vinna þessa plötu einn? „Að langmestu leyti því þctta verður „a- coustic“músík sem er mjög einföld í útfærslu. Ég verð með kassagítarinn á bumbunni, píanóið á bakinu og bassatrommuna á löpp- inni. Þó að þetta sé einföld tónlist ætla ég bara að vona að innviðirnir verði ekki jafn- billegir.“ Textagerð Sverris hefur allar götur vakið athygli. Það má scgja að eftir fyrstu plötuna, Hitt er annað mál, hati textar Sverris verið á allra vörum og sýnist sitt hverjum. En hann hefur einnig sýnt á sér aðrar hliðar, ort hug- Ijúfa texta. Hvernig verða textarnir á plötunni sem er í bígerð? „Þeir verða Blásaklausir," segir Sverrir og vindur sér síðan í að tala um plötuna Hitt er annað mál: „Textarnir á fyrstu plötunni eru ekki ægilega klámfengnir, fjarri því, einungis blásaklaus orðaleikjaerótík. Erótik er klám sem fjallað er um undir rós. Ég vil taka það „obboslega" skýrt fram, eins og stjórnmála- gúrúin, að það er ekkert klám til. Klám er aðeins orð yfir það sem menn framkvæma en þora ckki að tala um. A síðustu plötu, til dæmis í laginu Storm- sker, þar sem ég óska þess að skerið l’arist og enginn komist af, er það einungis vegna undárlegrar óskhyggju sem hefur ásótt mig og blundar sennilega ennþá i undirmeðvitund- inni. Astæðan er sú að mér llnnsl svo litið um frjálshyggjulegan þankagang i þjóðfélag- inu. Þetta er allt svo steinrunnið, svo fastmót- að í sama boxið. Ef einhver tekur sig til og hugsar skynsarhlega hugsun þá er hann skot- inn i kaf. Þá menn, sem skjóla þann mann í kaf scm hefur eitthvað á milli eyrnanna, þá vil ég skjóta í kaf. Þannig er nú einu sinni landinn, þá er ég ekki að tala um landann, það er að segja vínið sem er bruggað upp til sveita, heldur þennan líkamlega landa. Hvort ég kemst af þegar skerið ferst þá hef ég sömu trú og Darwin hafði, að þeir hæfustu lifi af. I þessari trú er ég mjög stabíll. Ég er eins langt til hægri og hægt er að komast. Frjálshyggjan gengur einfaldlega út á það að mönnum eigi að leyfast allt, svo framarlega sem þeir ganga ekki á rétt annarra manna. Hvað viðkemur Darwin og hans þankabrot- um þá vil ég taka það fram að lögmál frjáls- hyggjunnar er ekki lögmál frumskógarins, eins og svo rnargur einfeldningurinn heldur. Kenn- ing frjálshyggjunnar er sú siðlegasta og réttlát- asta kenning sem smíðuð hefur verið. Hún er allt of skynsamleg til að komast nokkurn tímann í framkvæmd. En hvað um það. Eflaust hef ég einhvern tímann fengið komma- grillur þegar ég var á mínu strákslega breyt- ingarskeiði. Þá hef ég vafalaust fengið einhverja sósialska hugljómun en sem betur fer óx ég upp úr henni eins og trúarbrögðun- um. Annars er ég ekki eins og úrillur leigubíl- stjóri, það er einungis einn texti þar sem ég blóta dálítið hraustlega. Hins vegar getur ver- ið að það sé einhver árátta hjá manni að vega upp á móti þessari ægilegu hamingju sem er að sprengja landann. Ég er að lesa það í skýrslum að þetta sé hamingjusamasta þjóð í heimi, sé að fara yfir um úr ást, umhyggju og yndisauka. Ég veit hins vegar að þessi hamingja getur varla verið sprottin upp úr því að við búum i því sem kallað er velferðar- þjóðfélag. Ef þetta er velferðarþjóðfélag þá myndi ég skrifa það með eins litlu vaffi og hægt er, nánast alveg ósýnilegu. Ég myndi eiginlega heldur kalla þetta helferðarþjóð- félag. Við köllum þetta lýðræðisþjóðfélag en það cr það aðeins í orði kveðnu. Lýðræði okkar er fólgið í því að velja á milli þess hvort við dveljum í fangaklefa númer tíu eða ellefu. Ég er hlynntur hugmyndum Bandalags jafn- aðarmanna hvað viðkemur beinum kosning- um og þær eiga ekki að bindast eingöngu við forsætisráðuneytið. Samsteypustjórnarfars- mynstur ætti að afnema með öllu. Annaðhvort á sá flokkur að drottna sem fær fiest atkvæði eða að hver ráðherra sé kosinn sér. Ef fyrri kosturinn yrði tekinn þá myndi okkar heimskulega Alþingi leggjast af. Þótt einræði gangi á skjön við frjálshyggjuna þá cr ég síst mótfallinn sliku fyrirkomulagi, það einfaldar alla ákvarðanatöku og tillögur eru ekki fimm þúsund ár að komast i gegnum „kerfið". Reyndar yrði þeim aðskotahlut um leið út- rýmt í vissum skilningi. Eitt er víst, landi verður ekki stjórnað af krafti með því barna- Iega. brjóstumkennanlega lýðræði sem okkur er sagt að við búum við. Ég vil ekki segja að ég sé reiður ungur maður. Ég er ungur maður en ég held að ég sé ekki neitt óskaplega reiður, bitur, sár og svekktur. nema livað þessi greindarskortur almúgamannsins fer óskaplega i taugarnar á mér. Þar með eru táldir ráðhcrrar og slíkir 34 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.