Vikan


Vikan - 14.01.1988, Síða 14

Vikan - 14.01.1988, Síða 14
Mörgum félaga hennar á Yvonne-skeiðinu fannst það koma vel á vondan að henni skyldi fengið þetta Yvonne- hlutverk, því það var þögult. Þórunn Sigurðardóttir stóð á sviðinu heilt kvöld og sagði bara eitt einasta orð! Það hafði ekki gerst fyrr og átti ekki eftir að gerast aftur. Bakterían sem dó Leikarar lýsa því oft hvernig þeir ftindu allt í einu fyrir því snemma á lífsleiðinni að þeir voru á valdi leikhúsbakteríunn- ar og að þeir hafl frá þeirri stundu vitað að leikhúsið hlyti að verða þeirra vinnustaður. Bakterían skýst oft í fólkið á barnsaldri þegar því er boðið í leikhús að sjá sína fyrstu alvörusýningu, eða þegar það tekur þátt í skólaleikritinu. Þórunn Sigurðardóttir tók bakteríuna eins og annað leikhúsfólk — en losaði sig við hana aftur. Það er trúlega met. „Ég ætlaði alltaf að vinna í leikhúsi. Það var bernskudraum- ur sem rættist. Ég man ekki hvernig þessi áhugi vaknaói, en ég lék jafrian í skólaleikritunum; ætlaði að verða leikari. Ég teiknaði eigi að síður mikið og geri enn. Ég var í myndlistar- skóla og hef alla tíð síðan tjáð mig með því að teikna. Ég teikna leikritin mín, teikna þegar ég sit á æfingum. En ég ætlaði að verða leikari. Gekk í leiklistarskóla og var strax eftir útskrift komin í bullandi vinnu. En svo drapst þessi leikbaktería. Hún hvarf þegar ég fór að skrifa...“ Kona undir áhrifum Og skriftirnar hafa trúlega haft meiri og dýpri áhrif á Þórunni en annað flest sem hún hefúr tekið sér fyrir hendur. Þórunn er ein þeirra sem verða eitt með því viðfangsefhi sem á döflnni er hverju sinni. Hún verður altekin áhuga. Og sækir sér áhrif í ýmsar áttir. Les, horflr, spyr, segir frá, veltir vöngum og smitar allt umhverfið af áhuga, vinnugleði, löngun til að ná tökum á því sem við er að fást. Þessa dagana hefúr hún verið með hóp fólks inni í skemmu Leikfélags Reykjavíkur á Meistaravöllum að æfa nýja gerð af síldarleikriti þeirra Þórunn Sigurðardóttir t.h. og Auður Bjamadóttir sem stjómar dansatriðum í „Síldin kemur". Steinsdætra, Iðunnar og Kristínar. Valgeir Guðjónsson hefúr skrifað tónlist inn í verkið og breytt því þannig í söngleik. Svo stendur Þórunn á miðju gólfl og sveiflar keyrinu yfir mislitúm hópi leikara, yngir og eldrí, og sveiflan dunar svo gamalt bárujárnið gengur í bylgjum. Hagmælska og grúsk Leikari um eitt skeið, blaðamaður um árabil, svo leikstjóri og rithöfúndur og núorðið getur hún kallað sig fararstjóra líka. Þórunn Sig. er nefnilega komin með Spánardellu, farin að stökkva þangað suður eftir á sumrin til að hjálpa landanum að rata um ströndina. Það er áreiðanlega betra að vera sæmilega fjölhæfur þegar maður þarf svo víða að leggja hönd á plóginn. Og trúlega endurspeglast uppeldi konunnar í fjölskrúðug- um ferli. Hún er dóttir Unnar Kolbeinsdóttur sem nú er á sjötugsaldri og les bókasaftis- fræði við Háskólann. Konan sú er liðtækur hagyrðingur, gift Sigurði Ólasyni hrl. sem áður var ríkislögmaður. Sigurður er grúskari af guðs náð, fjölfróður maður og skarpur. Börn hans og Unnar hafa og valið sér fjölskrúðug störf: Þórunn er leikhúsmanneskja með meiru, Jón er skólastjóri samvinnu- manna á Bifröst, einn bróðir er flugstjóri, annar prentari, systir Þórunnar er búsett á Ítalíu og hefúr numið talmeinafiræði og önnur systir nemur myndlist. ,Jón bróðir er prýðilega hagmælskur eins og mamma,“ segir Þórunn. „Og ég get svo sem komið saman vísu líka.“ Þó það nú væri. Hver var morðinginn? Blaðamanni tókst að króa Þórunni af skömmu fýrir jól — þó ekki fyrr en brögðum var beitt. Leikararnir úr „Síldinni" gerðu hlé á vinnu sinni og leikstjórinn þurfti að safna sér saman fýrir næstu æfingu. Við settumst inn á veitingastað í miðri glögg-ös og sötruðum þetta heita vínglundur sem landinn er í þann veginn að taka ástfóstri við. „Síldin" verður frumsýnd á morgun — Þórunn þegar komin hálfa leið inn í næsta viðfangsefiú. „Ég fer til Danmerkur að skoða skjöl eða leita að heimildum um hana og hina sérkennilegu trúlofún hennar og Fuhrmans amtmanns." Þórunn er ráðin hjá Þjóðleikhúsinu til að skrifa þetta leikrit. - Appolónía — draugurinn á Bessastöðum? „Einmitt. Pabbi hefur grúskað heilmikið í þessu máli. Hann vakti áhuga minn á þessu. Appolónía var annars dönsk kona sem var sannanlega trúlofuð þessum Fuhrman. Hann var gerður að amtmanni og fór út hingað. Hann bjó á Bessastöðum með nýrri heitkonu og tengdamóður. Appolónía var hins vegar ekki á því að gefa eftir trúlofúnina. Fuhrmann var dæmdur til að greiða uppihald hennar, helminginn af launum sínum — og að auki kom hún til íslands og bjó á Bessastöðum með hinni nýju fjölskyldu heit- mannsins. Það ástand varði í ein þrjú ar. Þá dó Appolónía. Margir hafa talið að henni hafi verið byrlað eitur og böndin hafa borist að tengdamóður- inni.“ Tilfinningalíf karla Appolóníumálið gerðist snemma á átjándu öld. Blaðamaður ætlaði að fara að spyrja um hverju sætti þessi áhugi á fortíðinni, þegar Þórunn var allt í einu farin að tala um tilfinningalíf karlmanna. — Ertu kannski alveg eins að skrifa um þennan Fuhrman sem hefúr greinilega ekkert vitað hvað hann átti að gera við 14 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.