Vikan


Vikan - 23.03.1989, Side 13

Vikan - 23.03.1989, Side 13
Móðir Júlíusar Guðmundusonar: llndir matabordinu þegar fiskur var Fæddur 22. ágúst 1964 í Reykjavík. í ljónsmerkinu. „Frá því fyrsta hefur Júlíus haft alveg gífurlega orku og það má segja að á fyrstu árun- um hafi stundum gengið etfið- lega að temja hana, “ sagði GUÐMUNDA PORLEIFSDÓTT- IR móðir hans. „Við komum fljótt auga á þörfina á því að Júlíus fengi eðlilega útrás fyrir kraftinn og studdum hann í því að hann fengi tœkifœri til þess á góðum stöðum. íþróttimar komu þama að góðum notum og þá léttist róðurinn. En áhugamál Júlíusar hafa ekki einskorðast við íþróttir. Hann var í músík- inni, lék á klarinett í bama- lúðrasveit og var byrjaður með Lúðrasveitinni Svaninum. Júlíus hafði mjög gaman af tónlistinni en svo kom að því, að hann varð að velja hvað átti að sitja í fyrirrúmi. Hann tók þá ákvörðun að söðla al- veg um og hœtti í lúðrasveit- inni. Þeir eru fjórir brœðumir og Júlíus nœstyngstur. Peir eru báðir í Ijónsmerkinu, “ sagði Guðmunda, ,Júlíus og bróðir hans, setn er nœstelstur. Peir þutftu í œsku mikið og oft að takst á. Allir bræðumir hafa verið mikið í íþróttum." Júlíus hefur alla tíð verið félagslyndur og þrátt fyrir ork- una og kraftinn vom aldrei nein raunvemleg vandamál með hann, “ sagði móðir hans. „Mér fannst að heiðarleiki vœri einkenni hans í œsku og þegar uþþ kom ágreiningur á milli hans og félaganna þá reyndist gott að fá útskýringar á hvað þá greindi á um hjá honum. Hann létþað alltfram skírt og skorinort og sorteraði ekkert út. “ Guðmunda sagði að auðvit- að hefði þessi mikla orka oft farið í skaþið á Júlíusi í œsku og til dœmis um það sagði hún okkur sögu afþví. „Fiskur er eitt af því, sem Jú- líus borðar helst ekki. Þetta var auðvitað ekki látið eftir hon- um með góðu í œsku en hann lét sig ekki og vildi ekki fiskinn. Sama hvað við sögðum. Þetta varð til þess að á matmálstím- um, þegar fiskur var á borðum, sat Jútíus gjaman í þungu skaþi undir borðinu. - Pá vildi borðið stundum lyft- ast og fœrast til og aðrir heimilismenn voru tíka stund- um kliþnir óvœnt og óþyrmi- lega. Svo gerðist það allt í einu að Júlíus fór að borða fiskinn, án þess að mögla. Við vorum auðvitað ánœgð en sögðum ekkert ífyrstu. Síðan var farið að rœða þetta og hrósa hon- um fyrir skynsemina. — Pað vœri gaman að eiga svona glöggan þilt og auðvitað sœi hann núna, hvað fiskur vœri góður matur. Jútíus lét þetta afskiþtalaust um hríð en að lok- wn gat hann ekki orða bund- ist og sagði eitt sinn við mig: - Nei mamma, þetta er ekki svorta. Mér fimist fiskurinn hreint ekki góður. Ég var bara orðinn svo ofsalega þreyttur á þessu nöldri íykkur— „Mér fmnst þessi saga lýsa því vel að Júlíus gefst ekki uþþ fyrr en í fulla hnefana — en lœtur sig þó þegar um þrý’tur, “ sagði Guðmunda. Faðir Júlíusar er Jónas Jó- hannsson flugumsjóriarmað- ur. Móðir hans Guðmunda er sjúkraliði. Móðir Birgis Bryndísarsonan Var boltinn og aftur boltinn Fæddur 4. september 1965 í Hafnarfirði. í meyjarmerk- inu. „Birgir var óneitanlega ansi fyrirferðannikill og fjörugur krakki en alltaf hraustur, guði sé lof“ sagði BRYNDÍS KJART- ANSDÓTTIR, móðirhans. „Hjá hotmtn var það bolt- inn og aftur boltinn, sem komst að svo lengi sem ég tnan og auk handboltans var hann utn tíma tnikið í' fótbolta og líka í borðtennis. Þó Birgir væri fyritferðar- tnikill í æsku, þá var hann allt- af mjög geðgóður og félags- lyndur, “ sagði Bryndís. Hand- boltinn hefur lengi verið hatts tíf og yndi og því hefur það í sjálfu sér ekki kotnið mér svo mikið á óvart, hvað hann hef- ur náð langt í þeirri íþrótt, sagði Bryndís. Birgir er þriðji elstur af sex systkinum og hef- ur ekkert annað þeirra verið neitt að ráði í íþróttunum. Faðir Birgis er Sigurður Konráðsson sem er búsettur í Noregi og móðir hans, Bryndís er húsmóðir. Móðir Guðmundar Unnarsonar: Alltaf rólegur og þolgóður Fæddur 22. janúar 1965 í Reykjavík. Vatnsberi. „Guðmundur var í æsku bœði rólegur og indæll strák- ur og alltaf kátur, “ sagði móð- irhans UNNUR JÓNASDÓTTIR. „Hann var strax byrjaður í fótboltanum og ég man eigin- lega ekki eftir honum öðruvísi í æsku en með bolta, “ sagði Unnur ennfretnur. „Eftir á minnist ég þess þó aðallega, hvað hann var róleg- ur og aldrei nein vandræði með þetinan káta strák. Hann var og hefur alltaf verið þol- góður og því kom tnér það ekkert sérstaklega á óvart hvað hann hefur reynst hafa mikið úthald til að stunda handbolt- ann með góðum árangri. “ Guðmundur er antnar elstur af fitnm systkinum og ein s}’stir hatts hefur einnig leikið í handbolta. Faðir hatts er Hrafnkell Sig- utjónsson, setn staifar hjá Skeljungi hf. Móðir Guðmund- ar, Unnur er „bara húsmóðir" eins og hún tók til orða í lítil- lœti sínu. ó. TBL.1989 VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.