Vikan


Vikan - 23.03.1989, Síða 17

Vikan - 23.03.1989, Síða 17
AF5TROMDUM Þá er tijórinn fLæddur yfir. Maður er svo sem búinn að smakka á honum. Margir reyna að láta lítið á því bera að þeir fái sér bjór, sérstaklega þeir sem sögðust vera á móti honum áður. Ég þóttist nú líka vera á móti bjórnum. En skelfingar vonhrigði urðu þetta hjá fölmiðlafólkinu sem var búið að smjatta á bjórdeginum eins og skádmöld ætti eftir að ríða yfir þjóðina. Svo skeði bara nánast ekki neitt voða- legt né fréttnæmt enda sann- leikurinn sá að það hefur tals- vert af bjór verið í umferð og alls ekki svo erfitt að ná í hann. Að minnsta kosti hefur það verið þannig hérna fyrir norðan. Margir þeirra sem hafa átt erfiðast með aðdrætti hafa bara bruggað. Maður hefur svo sem séð þetta út- undan sér. Allar varnaðarauglýsing- arnar verkuðu eins og áróður fyrir bjór þvi þær vöktu svo mikla athygli á honum. Ég held að margir hafa bara orð- ið forvitnir að smakka á hon- um til að prófa hvort hann væri eins afleitur og af var látið. En það er alveg makalaust með marga þessa menn sem þóttust vera á móti bjórnum áður hvað þeim þykir gott að dreypa á honum núna. Það er með þá eins og manninn í Pólitíkinni forðum, það er allt annað hvað sagt er fyrir hosningar og hvað hægt er svo að efna eftir þær. Það er ekki laust við að það sæki að manni þunglyndi í skammdeginu þrátt fyrir hjórinn. Maður rejmir að létta skapið á síðkvöldum við að horfa á sjónvörpin og líta í áagþiöðin eftir því sem þau berast í ófærðinni. Af gömlum vana hlusta ég á fréttir og les í blöðunum um þá bölsýnisum- ræðu sem þar fer fram. Það ei ehki upplífgandi. Þegar ég svo braust inneftú úm daginn til að láta stillE mótorinn í jeppanum sá ég ac strákarnir á bílaverkstæðim höfðu límt upp á vegg hjá séi Hrótijartur Lúðvíksson skrifar: Skammdegisraus —með 'bjór í ábæti Hróbjartur tirtir liér lista yfir 27 kjörin umræðuefni. Raunar uppáiialds umræðuefni þjóðarinnar, sem samkvæmt nýlegri skoðanakönnun mældist vera sú "bjartsýnasta og glaðværasta í heiminum. eftirfarandi lista í kaffistof- unni. Þá sá ég einmitt að þetta er þverskurðurinn af þeirri umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu að undan- förnu þrátt fyrir það að fyrir nokkrum mánuðum var fund- ið út með skoðanakönnun að íslendingar væru bjartsýn- asta þjóð í heimi. Niðurstað- an á listanum var svona: 1. Áfengislöggiöfinerfárán- leg. 2. Veðrið er alveg ömurlegt. 3. Heimilin eru á barmi gjaldþrots. 4. Þjóðvegirnir eru hreint skaðræði. 5. Umferðin er hringavit- leysa. 6. Menningin er á hröðu undanhaldi. 7. Landbúnaðarmálin eru í algjörmn ólestri. 8. Vinnuaðstaðan víðast hvar er til skammar. 9. Alþingismennirnir okk- ar eru ótnilega slappir. 10. Það er ekki möguleiki að lifa á laununum. 11. Sjávarútvegurinn er fýr- ir löngu kafsigldur. 12. Húsnæðislöggiöfinerútí hött. 13. Hér er allt helmingi dýr- ara en amnars staðar. 14. Vinnutíminn er skugga- lega langur. 15. Barnagæslumálin eru hneyskli. 16. Verðbólgan er gjörsam- lega búin að rugla fólk. 17. Hérlendis vantar alla skemmtanamenningu. 18. Iðnaðurinn í lamdinu stendur á brauðfótum. 19. VEixtamálin eru hræði- lega óréttlát. 20. Blöðin eru stórvarasöm. 21. Sjónvarpsdagskrárnar eru ömurlegar. 22. Þjónusta hins opinbera er engu lík. 23. Dellan í skipulagsmálum á sér engin takmörk. 24. Hérlendis eru alltof margir bankar. 25. Siðleysið í stjórnkerfinu er svakalegt. 26. Það er ekki búandi í þessu landi. 27. Hér eru menn svo óþol- andi neikvæðir. Þetta er í hnotskurn um- ræðan hjá hinni frábæru þjóð sem er sú glaðværasta og bjartsýnasta í heiminum. Þða er upplagt að kíkja á þennan lista ef það vantar umræðuefni og sjá til hvort ekki kviknar á perunni. 6.TBL1989 VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.