Vikan


Vikan - 23.03.1989, Side 22

Vikan - 23.03.1989, Side 22
BJOR Skyggnst inn í þýsku þjóðarsálina: AÐIÁ SÉR BJÓR OG TAKA LAGIÐ er jafnsjálfsagt og að vera til í vinsælu þýsku sönglagi segir að það dásamlegasta í þessu lífi sé að fá sér bjór og taka lagið. - En það er sannarlega ekki sama hvaða bjór er drukkinn og hvernig. Smekkur fólks er misjafn á þessu sviði sem og öðrum. Maður drekkur jú helst tegundina sem manni þykir bragðast best. í Þýskalandi eru þær svo margar og mismunandi að ómögulegt er að henda reiður á þeim. Warsteiner bjór borinn fram af dökkri dís hjá Putz veitingamanni. MYNDIR OG TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON s Iannan stað er ekki sama hvernig bjórinn er borinn fram. Það er jafh- vel fullyrt að flöskurnar undan hon- um og glösin sem hann er drukkinn úr geti gert gæfúmuninn. Sumir ganga svo langt að segja að flöskumiðinn og vörumerkið séu ekki síður mikilvæg atriði eigi bjórinn að bragðast vel. Umbúðirnar verða að vera aðlaðandi. Tökum Warsteiner bjórinn sem dæmi. Hann er einn sá vinsælasti í Þýskalandi, auk þess sem hann er fluttur út til 10 landa. Jafhffamt því sem hann er mjög góður vegur það þungt að allt sem honum tengist er einkar aðlaðandi — eins og glösin, merkimiðinn, vörumerkið, ein- kunnarorðin, leturgerðin og liturinn á stöfúnum. Einkunnarorðin eru: Warsteiner — das einzig wahre — eine Königin unter den Bieren (hið eina sanna — drottning á með- al bjóra). Weissbier í Munchen og Kölsch í Köln Bjór hefúr verið drukkinn í Þýskalandi um aldir og í tengslum við hann hafa orðið til margs konar siðir og venjur. Drykkur þessi á sinn sess í þýskri þjóðarsál. Þjóð- verjar geta ekki gert sér það í hugarlund hvernig það væri að lifa án hans. Þýskaland skiptist í ein 11 sambands- lönd sem hvert og eitt hefur eigin siði og venjur á ýmsum sviðum mannlífsins. í Bæjaralandi í Suður-Þýskalandi er önnur bjórmenning en í Nordrhein-Westfalen eða Schleswig-Holstein. Bæjararnir drekka svokallaðan „hvítbjór" (Weissbier). Hann er nokkuð þynnri en hinn hefðbundni bjór sem við þekkjum. Af þeim sökum er hann mest drukkinn úr stórum krúsum — í hlutfalli við vínandann í honum og áhrifin. Bæjararnir halda gjarnan miklar bjórveisl- ur og mjög tíðkast að tjaldað sé yflr sam- komuna. f slíkum tjöldum er glatt á hjalla og freyðir þá bjórinn um hólf og gólf. Á haustin er gleðin mest í Bæjaralandi þegar haldin er hin svokallaða október- hátíð í Múnchen. Þá innbyrðir fólk bjór í lítravís úr hinum stóru krúsum. Sett eru 20 VIKAN 6. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.