Vikan


Vikan - 23.03.1989, Side 39

Vikan - 23.03.1989, Side 39
„Það er mín skoðun að málið sé verr statt nú en oft áður,“ segir Ólafur Þórðarson. „Eftir nokkur ár getur vel verið komið í tísku að tala gott mál" Mikið er um tökuorð og slettur og um tíma höfðu margir miklar áhyggjur af þessu og mikil umræða var í gangi. Ég held að þessi ótti sé ýktur, tökuorð koma og fara, þau eru bundin tíðarandanum eða tískunni en hins vegar hefur enskan aldrei hljómað meira í eyrum fólks en nú. Spurn- ingin er hvað það leiðir af sér. Myndbönd- in komu inn í landið án nokkurra athuga- semda svo árum skipti og ekkert var að- hafst í þeim efhum. Einnig sýna rannsóknir að unglingar hlusta meira á engilsaxneska tónlist en nokkurn tíma áður. Það er annað en tökuorðin og sletturnar sem ég hef áhyggjur af og má þar nefha orðafæð, linmælgi, orðaröð eða setninga- röð, framsögn og áherslurugling. Þetta eru atriði sem ég tel að sé mjög ábótavant í út- varpi sem og annars staðar og að ástæða sé til að gæta íhaldssemi hvað málið varðar. Málið breytist vissulega í tímans rás. Göm- ul orðatiltæki sem voru smíðuð úr alda- gamalli verkmenningu eiga eftir að hverfa með vaxandi tækni og það verður sífellt erflðara fýrir íhaldssama málvöndunar- menn að verja það sem talið er vera rétt.“ Það er ekki sama hver notar sletturnar eða hvernig „Við verðum að athuga það að ungt fólk í dag upplifir veröldina á allt annan hátt en áður. Það er að fara í gegnum skeið gífur- legra breytinga þar sem tölvur og fjölmiðl- ar gegna stóru hlutverki. Þess vegna tel ég að erfitt verði að mæla áhrif erlendrar tungu nema til lengri tíma sé litið. Þó held ég að íhaldssemi skaði ekki í þessum mál- um því hún er gott aðhald og ég vil halda fast í þær reglur sem eru í gildi. Það hvíla ákveðnar skyldur á fjölmiðlun- um en þeir bera samt takmarkaða ábyrgð á málinu því það eru miklu fleiri sem mótar það. Ég tel farsælast hverjum manni sem vinnur við fjölmiðla að nota það mál sem honum er eðlilegt, það mál sem hann hef- ur alist upp við. Beinum útsendingum sem orðnar eru daglegt brauð fylgir mikill taugastrekking- ur, orðin koma og fara og verða ekki aftur tekin. Þar kemur fram það mál sem fólkið talar. Oft fylgja þeim einhver mismæli og orðafæð sem gera það að verkum að ís- lenskan lætur enn fátæklegar í eyrum en ella. Hins vegar finnst mér oft að þegar vel er gert hvað málið varðar láti flestir sér fátt um finnast og það held ég að sé versta meðhöndlun sem málið fær. Það er of lítið gert af því að spreyta sig á nýyrðum því það er skemmtileg viðleitni og svo ég minnist nú aftur á sletturnar þá er ekki sama hver notar þær og hvernig. Þær geta verið skemmtilegar ef viðkom- andi hefur vald á textanum og notar þær sem undirstrikun á efnisinnihaldi. Það er eitt af okkar meginvandamálum hvernig við ætlum að viðhalda máltilfinn- ingunni og í þeim efnum þarf íslenskt menntakerfi meira en orðin tóm því það er ekki á valdi fjölmiðlanna að gera það nema þá að litlu leyti." □ „Það er mín skoðun að málið sé verr statt nú en oft áður. Hér áður töluðu menn gott og kjamyrt íslenskt mál en nú er mikið um enskuslettur og alls kyns frasa, sem dagskrárgerðarmenn vÚja festast í, segir Ólafur Þórðarson, fulltrúi léttrar tónlistar RÚV. „Sjónvarpið á mikinn þátt í hvað málinu hefur hrakað því þar er efnið að miklu leyti erlent og þá aðallega á ensku. Nú er svo komið að fólk þolir vart að sjá myndir með frönsku eða norrænu tali. Svo vant er það að hafa allt á ensku. Einnig er lestrar- kunnátta landsmanna yfirleitt orðin mjög bágborin og ekki nóg gert til að vanda um fyrir fólki. Mér finnst götumál að sumu leyti vera komið inn á stöðvarnar og á það sérstaklega við þegar talað er við ungt fólk. Við ráðningu fólks á Rás 2 er lögð mikil áhersla á að talað sé gott mál, þ.e. fólk hafi bæði góðan ffamburð og tali rétt mál. Það dugar ekki að hafa annaðhvort. Hins vegar getur alltaf komið fýrir í beinni útsend- ingu að fólk missi einhverja vitleysu út úr sér. Það er aftur á móti verra þegar dag- skrárgerðarmenn eru að leika sér að því að snúa við málsháttum eða blanda nokkrum saman. Það er ekki rétti vettvangurinn til að vera fyndinn. Við vitum að börn hlusta mikið á útvarp og í meiri mæli á þessar nýju stöðvar og þetta er ekki gott vega- nesti fyrir þau. Þessu held ég að fólk sem starfar við útvarp geri sér ekki nógu mikla grein fyrir. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft, stendur einhvers staðar, og þetta á auðvit- að við um málfarið. Á þeim heimilum þar sem talað er rétt og fallegt mál má búast við að börnin fái rétta tilfinningu fyrir ís- lensku máli og ég held að þarna liggi hundurinn grafinn. Eitt af því sem ég hef tekið eftir í útvarpi og sjónvarpi er að setningaskipan er stundum brengluð og sumir skilja hreint og beint ekki merkingu sumra orða og nota þau í röngu samhengi. Annars er líklega best að benda á Rás 1, þar er eða var að minnsta kosti, talað rétt og fallegt mál og nægir þar að benda á þuli ríkisútvarpsins: Pétur Pétursson, Jón Múla, Jóhannes Arason, Ragnheiði Ástu o.fl. Nú, svo er líka þáttur sem heitir Daglegt mál. Hann getur eflaust hjálpað. Ég held að þó málið sé illa statt núna þá geti vel verið að eftir nokkurn tíma verði það komið í tísku að tala gott mál. Það er hægt að gera íslenskt mál vinsælt eins og allt annað. fslensk tunga er eitt það dýr- mætasta sem við eigum og við verðum að standa vörð um hana, hvað sem hver segir.“ Hættum að „fíla“ alla hluti Eins og ffam kemur í máli þessara þriggja manna þá hafa þeir allir áhuga á að viðhalda góðu málfari þó áherslurnar séu ekki þær sömu. Einnig kemur ffam að það er enn von til þess að bjarga málinu ef við einbeitum okkur að því að tala eðlilegt mál, það mál sem við ölumst upp við. Ekki vilja þeir meina að það sé útvarp- inu að kenna að svona er komið fýrir mál- inu því eins og einn sagði þá er útvarpið einfaldlega spegill samfélagsins en það er ekki víst að allir samþykki það enda hefur fólk mismunandi skoðanir á þessu máli sem og öðrum. En ef við ætglum að tala gott mál án þess að þurfa að nota útlensku í öðru hverju orði, þá þurfum við að taka okkur á — og á það við um okkur öll þó sumir aðilar vegi þyngra en aðrir og er þá átt við skólakerfið fyrst og fremst en einnig fjöl- skyldurnar og fjölmiðlana því þeir eru ekki alsaklausir. Það er kominn tími til að við hættum að „fíla“ alla hluti og njótum þess að tala ís- lensku, því það er hvað sem hver segir málið okkar þó til séu menn sem eru á móti því að við höfum okkar eigið mál vegna smæðar okkar. □ Frh. á næstu síðu 6. TBL. 1989 VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.