Vikan


Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 40

Vikan - 23.03.1989, Blaðsíða 40
I5LEH5KT MAL DULFRÆÐI Páll Þorsteinsson. „Viss um að eftir 100 ár segja allir mér langar" „Ég er ekki sammála því að fólk sem starfar við útvarp nú til dags kunni ekki að tala,“ segir Páll Þorsteinsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar. „Það sem hins vegar hefur gerst er að götumál- ið hefúr feerst inn á stöðvamar. Ég vil ekki að fólk tali uppskrúfað mál, heldur eins og því er eðlilegt. Mér finnst of mikið einblínt á beygingar- villur þegar talað er um rétt mál en ekki litið á framburðinn. Mér finnst verra þegar fólk segir Jaban í stað þess að segja Japan en þegar það segir mér langar. Það er að mínu viti ekki stórvægilegt áhyggjueíni þótt dagskrárgerðarmenn láti út úr sér einhverja vitleysu við og við, það er ekki svo mikið um það að skaði hljótist af. Annars er ég viss um að eftir 100 ár segja allir mér langar og það er ekki út- varpinu eingöngu að kenna. Það sem hins vegar vantar í lið dagskrárgerðarmanna er almennt betur menntað fólk. Það er heilla- vænlegri leið heldur en að hafa mann eins og málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, enda var það eitt af því sem mér fannst fyndnast þarna á Rás 2, það var þetta nafn, mál- farsráðunautur. Dagskrárgerðarmenn þurfa að vera vel vakandi og leggja allan sinn metnað í dagskrána. Ég er á móti því að handrit séu notuð nema í einstökum tilfeilulm þar sem um flókna dagskrá er að ræða, því þau bjóða upp á mikla einhæfni. Fólk festist í sömu frösunum og verður leiðigjarnt. Þó viðurkenni ég að það er óþolandi þegar fólk veit ekki hvað það ætlar að segja, byrj- ar á einhverri setningu, kemst síðan í sjálf- heldu og segir sömu setningarnar oft. Þetta og ffamburð fólks set ég ofar beyg- ingarvillunum. Fyrir mér á útvarp fyrst og ffemst að vera spegill samfélagins en ekki að sjá um að móta það. □ FURÐULEGASTA FORSPÁ ALLRA TÍMA TEXTI: ÆVAR R. KVARAN Það var kalda nótt í aprílmánujði L 1898, að S.S. Titan stærsta, rík- " mannlegasta og umfram allt öruggasta skip heimsins lagði af stað í jómfrúferð sína frá ensku höfninni í Southamton til New York í Bandaríkjun- um. í þessari ferð gerðist hið óhugsanlega, að þetta fljótandi hótel rakst á ísjaka, sem leiddi til þess að þetta mikla bákn, stærsta skip heimsins, sökk og fjöldi ntanns drukknaði. Flestir 2500 farþeganna, drukknuðu. Þetta var reyndar ekki óeðli- iegt, þegar þess er gætt að á þessu 70.000 lesta skipi voru ekki nema 24 björgunar- bátar, sem ekki gátu tekið helming þeirra farþega sem með skipinu voru. En þrátt fyrir þetta tók almenningur ekki eftir þessu hörmulega stórslysi árið 1898. Hvernig stóð á því? Þessi atburður átti sér nefnilega hvergi stað nema í skáldsög- unni „ÞEGAR TITAN FÓRST“ eftir óþekkt- an rithöfúnd, sem erfitt átti uppdráttar í Englandi og bar nafnið Morgan Robertson. Þessi bók vakti litla athygli, þegar hún kom út. En fjórtán árum síðar varð þessi bók heimsffæg og lýst sem fúrðulegustu forspá allra tíma. Því kalda nóttina þann 14. apríl 1912 rakst hið raunverulega stórskip, 66.000 lestir að stærð, á ísjaka og sökk ná- kvæmlega eins og Titan í bók Robertsons, og fórust þar þúsundir farþega. Þetta var hið firæga skip TITANIC, sem allir muna síðan. Þetta skip var alveg eins og skipið í bók Robertsons á jómffúreisu sinni yfir Atlantshaflð. Hámarkshraði var 25 hnútar hjá báðum þessum skipum. Bæði höfðu skipin gríðarlegan fjölda farþega og skips- hafnar og alltof fáa björgunarbáta. Á hinu raunverulega skipi voru þeir til dæmis aðeins 20. Þá var sagt um bæði skipin, að þau gætu ekki sokkið. Einn skipverja á Tit- an í bókinni var látinn segja þessi orð: ,Jafnvel Guð almáttugur gæti ekki sökkt þessu skipi". Enda var því skipt í 16 vatns- þétt hólf. Þannig var um bæði þessi skip búið, að þau áttu ekki að geta sokkið, og því virðist almennt hafa verið trúað. Eitt var athyglisvert í sambandi við þetta hörmulega sjóslys, en það var það hve margir virtust finna á sér áður en til þess kom að eitthvað voveiflegt væri yfirvof- andi. Þeir sem lifðu af þetta hræðilega slys sögðu frá því, að mjög margir bæði úr hópi farþega og jafúvel skipshafúar hefðu látið þá svartsýni í ljós í viðtölum, að þessa mikla skips biðu ill örlög. Þeir reyndust sannspáir, eins og kunnugt er. Þótt margir óttuðust hræðileg örlög þessa skips, virð- ist þó enginn hafa komist neitt nálægt því að lýsa slysinu með þeirri nákvæmni, sem rithöfundurinn Robertson hafði gert í bók sinni árið 1898. Bókin lýsir blátt áfiram í einstökum atriðum mesta sjóslysi sögunn- ar, fjórtán árum áður en það gerist. Þetta er það furðulega við þennan dæmalausa spádóm. Einn farþeganna, sem fórst þessa hræði- legu nótt var breski blaðamaðurinn W.T. Stead, en hann var mjög göfugur maður og sjálfur sálrænn. Áður en hann fór í för þessa hafði hann leitað til tveggja sálrænna manna, en þeir höfðu báðir varað hann við því að ferðast sjóleiðis áður en hann fór í þessa örlagaríku för. Annar þessara sál- rænnu manna, sem hann leitaði til hafði sagt honum, að hann myndi ferðast til Bandaríkjanna innan árs, en bætti þessu sem hér fer á eftir við þessa spá sína: „Ég sé yfir þúsund manns — þar á meðal þig —, sem er að berjast í örvæntingu í sjónum. Fólkið hrópar á hjálp og berst fýrir lífi sínu. En allt er það til einskis — og ert þú þar engin undantekning." Reyndar hafði Stead áður fengið viðvar- anir við örlögum skipsins og sjálfs sín. Þetta gerðist nokkrum árum áður, þegar hann var ritstjóri bresks blaðs í Lundún- um. Þar birti hann ffásögn, sem var skáld- skapur hans um gríðarstórt farþegaskip, sem rakst á ísjaka. í þessari skáldfrásögn Steads komst aðeins einn maður lífs af úr þessum háska, en það var einmitt hann sem Stead gerði að sögumanni frásagnar- innar. Þegar hann hafði lokið henni, bætti hann við nokkrum orðum, sem reyndust 38 VIKAN 6. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.