Vikan


Vikan - 23.03.1989, Síða 53

Vikan - 23.03.1989, Síða 53
BARMEIC5MIR barnsins auk þess sem meiri hætta er á fósturláti hjá konum sem drekka. Einnig hafa rannsóknir sýnt að því meira sem karlmaður drekkur því færri verða sáð- frumurnar og getnaður gæti því orðið erf- iðari. Mataræðið skiptir miklu máli bæði fyrir móðurina og ófætt barnið, en miklar og góðar upplýsingar þar að lútandi fá all- ar konur í mæðraskoðuninni. Erfiðast að fylgjast með líkamshitanum Hazel mældi sig á hverjum morgni í 6 mánuði til að tímasetja egglos, sem er í rauninni erfiðasta atriðið í aðferð hennar. Því erfitt er að tímasetja egglos nákvæm- lega og veldur þetta atriði því einna mesta vandamálinu. Tíðahringur hjá konum, frá því tíðir byrja og þar til næstu hefjast, get- ur verið 21 til 35 dagar. Yfirleitt er haldið að egglos verði 14 dögum fyrir byrjun næstu tíða, en þetta getur verið mismun- andi — jafnvel hjá konum sem eru með reglulegan 28 daga tíðahring - þannig að ekki nægir að telja dagana til að tímasetja egglos. Mun betri leið er að mæla líkamshitann, þó það sé heldur ekki óskeikul leið. Mæla verður sig um leið og maður vaknar og áður en búið er að fá sér að borða eða drekka. Byrjið að skrá hitann á fýrsta degi blæðinga og skráið einnig þegar blæðingar hætta. Þegar egglos hefur átt sér stað þá hækkar hitinn og stundum mælist hitinn lægstur daginn áður. Margar konur fá manninn sinn til að sjá um skráninguna þannig að þeir taki þátt auk þess sem það skaðar þá ekki að vita dálítið meira um lík- amsstarfsemina. Þegar egglos hefúr átt sér stað helst líkamshitinn hærri þar til næstu tíðablæðingar hefjast. Hefjist þær ekki og hitinn helst, til hamingju þú ert líklega óffísk. Flestar konur komast að því að hitastig- ið er breytilegt, en allar ættu að sjá mun á milli fyrri hluta tíðahrings og þess seinni þar sem hitinn á að hafa hækkað. Ýmislegt getur haft áhrif á hitastigið, veikindi aug- ljóslega en hiti sem þeim fýlgir er yfirleitt hærri en við egglos. Lyf geta haft áhrif á hitann, neysla áfengis eða miklar vökur geta einnig haft áhrif. Mikilvægt er að fylgj- ast með líðaninni á hverjum degi því þá er auðveldara að finna ýmis merki sem benda til eggloss. Slímmyndun í leggöngunum gefúr til kynna hvað er að gerast. Snemma í mánuðinum er hún lítil, en um fjórum dögum fyrir egglos — þó mismunandi eftir konum — þá verður breyting þar á því út- ferð er þá gegnsæ og hlaupkennd, ekki ólík eggjahvítu. Þegar konan er orðin nokkuð viss um tímasetningu eggloss get- ur hún farið að athuga hvort hún finni fýrir sársauka því samfara. Það gerir lítil hluti kvenna og lýsa honum sem meiri en við blæðingar, en sem hverfur á örfáum klukkustundum. Smám saman fara konur að taka eftir fleiri breytingum á líkams- starfeeminni samfara egglosi þannig að auðveldara verður fyrir þær að tímasetja getnað. Við rákumst á smáklausu í erlendu blaði með yfirskriftinni „Ný notkun fyrir afgangs eggjahvítur" og birtum hana hér með. Þar er sagt að tilraunir við bandarískan há- skóla hafi sýnt ffam á að ef eggjahvíta er notuð til að mýkja leggöngin þá virðist meiri líkur til að getnaður verði hjá pörum sem hingað til hafa virst ófrjó. Eftir að hafa notað þessa aðferð höfðu nokkrum hjónum fæðst börn sem höfðu gefið upp alla von. En hér gildir það sama og með aðferð Hazel, tímasetningin verður að vera rétt. Fólk hefúr verið að nota annars kon- ar mýkingu með, s.s. vaselín eða jafhvel munnvatn, en þetta getur drepið sáðffum- urnar eða gert þeim erfitt fyrir að ná til eggsins. Eggjahvítan hjálpar sáfrumunum affur á móti að komast þar sem bæði þær og eggjahvítan eru úr hreinu eggjahvítu- efni. Viljirðu strák Tímasettu egglos hjá þér. Engar samfarir fyrr en á egglosunardegi — til að sáðfrumur verði sem flestar — og þá eins fljótt eftir egglos og hægt er, helst innan sólarhrings. Viljirðu stelpu Tímasettu egglos. Samfarir mega eiga sér stað eins oft og hver vill frá byrjun tíða- hrings þar til þrem dögum fýrir egglos. Hættið þá eða notið verjur. Verði getnað- ur ekki, nálgist þá egglosunardag smátt og smátt án þess að fara nær en 48 klst. — ann ars gæti það orðið strákur. í bókinni er einnig fjallað um hvort mataræði geti haft áhrif á kynferði barnsins. Margt er þar tekið með og ef fara á eftir þeim ráðleggingum sem þar eru gefnar þá þarf að huga að mataræðinu mörgum mánuðum áður en reyna á við getnað. í bókinni er einnig spurt hvort það sé ráðlegt að fólk sé að reyna að ákvarða kynferði barns síns og hvað gerist ef miklu fleiri kjósa t.d. stráka. Þessu verður hver og einn að svara fýrir sig, en eins og segir í formála þá er bókinni ekki ætlað að svara öllum spurningum sem upp kunna að koma né er ábyrgst að þeir sem fara eftir formúlinni eignist barn af því kyni sem óskað var eftir. En það skaðar varla að prófa... Að lokum birtum við að gamni (ekki til gagns) nokkur einkenni sem einu sinni var trúað að segðu til um hvort kona gengi með stelpu eða strák. Fróðleikurinn er fenginn úr bók Árna Björnssonar Merkis- dagar á tmmnsævinni í kaflanum um með- göngu. Sveinbörn sprikla meira í móðurlífi en meybörn. Ef konan er mjög gild, gengur hún með pilt, einkum ef þykktin er breið og íflöt. En standi hún fram einsog strýta, þá gengur hún með stúlku. Vaxi hægra brjóst ungrar stúlku fýrr eða meir, þá verði fýrsa barn hennar piltur og öfugt. Ef þunguð kona er rjóð í andliti (einkum hægra megin) gengur hún með sveinbarn. Hafi hún brjóstsviða um meðgöngutím- ann, gengur hún með síðhærðan dreng. Ef menn leggja saltmola á brjóstvörturn- ar, þá leysist hann upp ef konan gengur með pilt, en breytist ekki, ef hún á von á stúlku. Ef ungbarn segir fyrr mamma en pabbi, á næsta barn móðurinnar að verða stúlka, annars drengur. Ef fyrsta barn kon- unnar var drengur, átti það síðasta einnig að verða það. 6. TBL. 1989 VIKAN 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.