Vikan


Vikan - 23.03.1989, Page 56

Vikan - 23.03.1989, Page 56
£7/) W. PÉ étur tók upp blöðin og fór að “ lesa fyrirsagnirnar: ÓÐI- PÉTUR FINNST DRUKKNAÐUR - LÍK FINNST NÁLÆGT DIEPPE „Lík glæpamannsins, sem mjög hefur verið eftirlýstur, var slætt upp úr sjónum nælægt Dieppe snemma í morgun. Líkið þekktist af ýmsum lík- amseinkennum og af hörundsflúri á vinstri úlnlið og skilríkjum og bréfum, skrifuðum af hinum látna, sem fundust í betti, sem Pétur sálugi var gyrtur, þegar hann lenti í sjónum. Ekki fundust nein merki um líkamlegt ofbeldi eða áverkar á líkinu, og álrtið er, að glæpamaðurinn hafi verið lif- andi, þegar hann lenti í sjónum. Það er ekki álitið, að um morð hafi verið að ræða, en lögreglan álrtur líkleg- ast, að hinn látni hafi framið sjálfs- morð vegna taugaálagsins af leitinni af honum, sem átti sér stað um gerv- altt landið og náði stundum til Ítalíu og Sviss." „Kæri, kæri vinur," sagði Óði-Pét- ur og snérí sér að Akuriiljunni. „Ég óska þér til hamingju, og af...“ BÓKAÚTGÁFAN RAUÐSKINNA Rauðskinna Sími: 651099 „Mér finnst ég vera eins og önnur móðir hundruða barna, sem hafa litið dags- ins Ijós vegna þessa óvenjulega hæfileika míns,“ segir Virginia Doniselli, sem hér sést með tveim af „bömum sínum.“ sínum til lækninga fyrir mörgum árum, þegar faðir hennar fékk alvarlegt hjarta- áfall. Læknar höfðu gefið upp alla von. En eftir að hún hafði setið heila nótt og haldið í höndina á föður sínum var hann alheill. „En ég hef aldrei verið eins hamingju- söm yfir lækningamætti mínum og nú,“ seg- ir Virginia, „því nú beini ég honum að sjálfri undirstöðu lífsins; frjóseminni. Mér finnst ég vera eins og önnur móðir hundruða bama, sem hafa htið dagsins ljós vegna þessa óvenjulega hæflleika míns. í öllum tilfell- unum höfðu mæðurnar fengið undirskrif- aða yfirlýsingu lækna, um að þær væru læknisfræðilega ófærar um að eignast börn.“ „Auðvitað fyrirfinnast læknar sem eru ósáttir við árangurinn sem ég hef náð. Þeir neita þeim möguleika að einhver sem ekki hefur gengið í gegnum sama nám og þeir, geti náð árangri þar sem vísindi þeirra brugðust," segir hún ennfremur, „ég veit ekki sjálf hvernig þessi lífskraftur vinnur, ég veit bara að hann er fyrir hendi. Vís- indalegar mælingar staðfesta að hann er í óvenju miklu magni í mér og að mér er kleift að flytja hann í formi lækninga til fjölda fólks. Ég lifi fyrir þetta. Ég fengi sektarkennd gagnvart samferðamönnum mínum ef ég notaði ekki þessa krafta mina til fullnustu til að gera gagn. í mínum aug- um eru ekki til betri laun en bros ham- ingjusamrar konu sem kemur til mín og segir mér að hún eigi von á barni fyrir til- stilli lífskrafts míns.“ Fyrrgreindur læknir, dr. Gambaro segir: „í stöðu minni, sem læknir og sérfræðing- ur í fæðirigar- og kvensjúkdómalækningum, með áherslu á hin margslungnu einkenni sem valda ófrjósemi, fann ég mig knúinn til að rannsaka konur sem voru ófrjósam- ar, en hafa fengið bót hjá Virginiu Donis- elli. Þegar ég lauk rannsóknum mínum á konunum þremur varð ég forviða, vegna þess að ég gerði mér grein fyrir að ég gat ekki gefið vísindalegar skýringar á því hvernig þessi lífskraftur hafði gert sjúkdómseinkennin, er áður höfðu verið greind, að engu. Engu að síður fannst mér ég verða að viðurkenna ótvírætt gildi þessa krafts, þar sem skylda hvers læknis er að finna, með hvaða móti sem er, lausn á vanda sjúklings sem til hans leitar. Þar af leiðandi er það gott ef þessum tilgangi er náð með skaðlausri tækni, eftir að hefð- bundnar aðferðir hafa brugðist, þótt sú tækni verði ekki skýrð með nútíma lækna- vísindum." „Andstætt við marga starfsbræður mína, skapraunar það mér ekki að sjá Viriginiu Doniselli, sem ekki hefur numið nein læknisfræði, meðhöndla svo mörg tilfelli með góðum árangri, sem við læknarnir höfðum úrskurðað vonlaus. Ég er sann- færður um að vísindamenn vita aðeins ör- lítið um undur mannsins og náttúrunnar, og við erum minnt á þetta hvern dag. Það er augljóst að Virginia hefur lífskraft sem við vísindamenn þekkjum ekki, og að henni, er unnt að miðla honum til sjúklinga sinna, öllum til mikillar furðu. Hins vegar höfum við getað mælt þennan kraft með þar til gerðum tækjum, þrátt fyrir að við skiljum hann ekki, svo enginn vafi leikur á að hann er fyrir hendi. Við höfum öll þennan kraft, en einstaka maður hefur hann í óvenju miklu magni, svo sem Virg- inia Doniselli. Ég vona að starfsbræður mínir viðurkenni bráðlega huglækningar sem valkost, eins og þeir eru að gera um þessar mundir með nálastunguaðferðina. Þar að auki er áríðandi að undirstrika, að ólíkt mörgum hefðbundnum lækningaað- ferðum, hafa huglækningar engar neikvæð- ar aukaverkanir. Þar af leiðandi er engin HUC5LÆKHmC5AR 54 VIKAN 6. TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.