Vikan


Vikan - 23.03.1989, Page 60

Vikan - 23.03.1989, Page 60
50C5U5KOÐUN Hvernig stafrófið vaið til TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Dólæti dauðra á ungum stúlkum... Talið er að Egyptar hafi smám saman fundið upp myndletur fyrir rúmlega fimm þúsund árum. Nokkrum öldum seinna fúndu Súmerar, sem ekki voru eins þróað- ir í myndmenntum og Egyptar, upp fleygletur sitt og tóku upp á því að eigna hverju tákni ákveðið hljóð. Kannski hafa tilviljanir ráðið þar einhverju um. Til dæmis vill svo til að á forn-súmersku þýddi orðið til bæði ör og líf. Það var lítill vandi að teikna mynd af ör — en líf var öllu erfiðara viðfangs. Þess vegna var það tekið til bragðs að teikna bara mynd af ör og láta samhengið gefa til kynna hvað um var að ræða. Meðal Egypta var letrið flóknara en um leið listrænna og dularfyllra. Það líktist einna helst myndgátum og varð ekki lesið nema af kunnáttumönnum sem í flestum tilfellum voru prestar eða trúspekingar. Um það bil fjórum öldum fyrir Krist köll- uðu grískir fornleifafræðingar letrið „híer- óglífúr" eða „helgirúnir". Allar helstu opin- berar myndir þessarar merkilegu þjóðar voru líka trúarlegs eðlis á sinn hátt. Eftir að tvö ríki á bökkum Nílar (nyrðra og syðra Egyptaland) sameinuðust í eitt, um það bil 300 árum fyrir Krist, varð þar smám saman til menning sem á ekki neina hliðstæðu í sögunni. Til að byrja með þró- aðist þar upp ræktunarþjóðfélag sem krafðist mikilla bollalegginga er ffam liðu stundir. Menn fóru að veita árstíðunum meiri og betri athygli til að þróa upp- skeruna, en það varð til þess að þeir fóru að gefa gangi himintunglanna gaum og bjuggu til fúllkomið tímatal. En þótt árinu væri skipt niður í mánuði og dögunum í stundir, þá gátu menn ekki séð fyrir um ferðir vindanna fremur en hægt er í dag. Þá fóru þeir að velta því fýrir sér að æðri máttarvöld hlytu að ráða miklu um gang mála og trúarbrögð fóru að skipta afger- andi máli í þjóðlífinu. Guðirnir líktust mönnum á margan hátt en voru þeim þó æðri. Til dæmis voru þeir eilífir. Þá vakn- aði sú hugmynd að eilífðarneistinn væri fyrir hendi í hverri manneskju og við lík- amlegan dauða færi sálin burt en fyndi sér síðan annan íverustað. Þess vegna var farið að búa fólk vel undir framhaldslífið með flóknum greftrunarsiðum. Og þar kom myndmálið heldur betur til sögunnar. Aðrar frumstæðar þjóðir höfðu gert myndir í sambandi við frjósemi og veiði- mennsku en nú fóru Egyptar að skera sig úr í myndgerð sem þjónaði sálum framlið- inna. Þegar einhver lést voru nokkrir af hlutum hans látnir fylgja honum í gröfina, en menn sem áttu miklar eignir gátu auð- vitað ekki tekið þær allar með sér. Þess vegna var tekið uppá því að gera myndir af þeim á veggi grafhýsa. Þær áttu að vera einskonar útskýringar fýrir guðina sem tóku á móti sálinni handan grafar og dauða. Þannig voru t.d. gerðar myndir af búpeningi og landareign viðkomandi og reynt að gefa í skyn hvað hann hafði að- hafst í lifanda lífi og myndi sennilega vilja fást við í eilífðarheiminum. Sumir menn voru þekktir fyrir útsjónarsemi í kornrækt, aðrir höfðu sérstakt dálæti á ungum stúlk- um og svo mætti lengi telja. Lífehlaupi við- komandi manns voru því gerð viðeigandi skil með einskonar myndasögum, líkam- inn var smurður og settur í sérstaka kistu. Útfluttir hestar Með tímanum varð myndmálið á grafar- veggjum látinna mjög hefðbundið. Ekki var reynt að hafa myndirnar allt of raun- sæjar heldur var fyrst og fremst notað staðlað myndmál sem guðrirnir áttu auð- velt með að skilja. Til dæmis voru andlit fólks á þessum myndum oftast í prófíl en augun sneru beint fram. Axlirnar sneru líka firam en lendar og fótleggir voru í prófíl. Jörðin var dökkt strik neðst á hverri mynd eða myndaseríu og virðingarstaða manna var túlkuð með stærðinni. Sá látni gat þannig verið meira en tvöfalt stærri á mynd er vinnufólk hans. Fjarlægðir voru ekki táknaðar með því að láta hlutina sýn- ast minni, heldur var þeim stillt upp í lausu lofti fyrir ofan jarðlínu. Og til að frá- sögnin mætti verða sem skýrust, var öllu rétt og haganlega komið fyrir. Þar með kom myndbygging fyrst til sögunnar. Áður en listamennirnir hófu verkið mældu þeir út myndflötinn og strikuðu láréttar línur eftir honum. Mikils metinn höfðingi gat t.d. verið átján línur á hæð ffá gólfi en þrælarnir hans aðeins sex línur. Þó væru þrælarnir aðeins hærri í reyndinni þar sem þeir bogruðu við verk sín. Litir og útfærsla á þessum myndum fóru eftir ströngum reglum, en þegar framandi hlutir komu til sögunnar, s.s. fyrstu tömdu hestarnir, þá voru þeir teiknaðir og málað- ir af miklu raunsæi og nákvæmni. En með tímanum urðu hestarnir líka flatir og ein- litir. Þessi þróun tók langan tíma, eða sem svarar frá landnámstíð íslands til dagsins í dag og á meðan fengust Egyptar við ýmsar aðrar tegundir listsköpunar. Leirkerasmíð var ævaforn iðnaður og seinna kom gler- list og jafúvel spónlögð húsgögn til sög- unnar, en öll opinber list var ætluð vald- höfúm og efnafólki. Þannig má t.d. gera ráð fyrir að venjulegt vatnsglas úr gleri, sem hægt er að kaupa í næstu búsáhalda- verslun fýrir tæplega hálfrar stundar laun verkamanns í dag, hefði verið það dýrt að ævilaun margra verkamanna hefðu ekki nægt til að borga fyrir það fyrir fimm þús- und árum. Glerið var dýrara en gull og því var það aðeins í verkahring færustu snill- inga að fást við gerð þess og handvömm 58 VIKAN 6. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.