Vikan


Vikan - 23.03.1989, Qupperneq 68

Vikan - 23.03.1989, Qupperneq 68
5TJ0RNUMERKI Megineinkenni hrútsins eru eld- móður og hin óþvingaða og hreinskilna afstaða til lífeins. Fyrir hrútinn er allt annað hvort svart eða hvítt, jákvætt eða neikvætt. Hrúturinn er íæddur leiðtogi — þó ekki svo að hann vilji endilega hafa áhrif á aðra eða láta þá dást að sér heldur vill hann fara fremstur í flokki, og ævinlega verða fyrstur á staðinn þegar eitthvað er um að vera. — Ég fyrst, heyrist oft frá hrútum sem í versta falli getur verið næstum óþolandi sjálfs- elskur. Það er einmitt þörfin fyrir að vera ævinlega ffemstur sem veldur því að hrúturinn setur sjálfan sig og tilfinningar sínar ævinlega í fyrsta sæti. Sé til dæmis hrútnum boðið til kvöldverðar á hann til að þiggja boðið af ákafa en á síð- asta augnabliki er hringt í hann eða eitthvað óvænt kemur fyrir, hann er neyddur til að vinna yfirvinnu eða einhver FYRRI HLUTI: Þemnig ew hrúturinn hefúr veikst og hann getur ekki komið. Hið sanna í málinu er, að honum hefur verið boð- ið eitthvað annað sem hann vill heldur gera. Þeir sem verða fyrir slíkri sjálfselsku hrútsins verða annað hvort að láta sér hana í léttu rúmi liggja eða þykja miður. En það er alltaf auðvelt að sjá hvort hrút- urinn segir satt eða lýgur, því hann er of hreinskilinn til þess að geta logið trúlega. Fljótur að reiðast Hrúturinn er ekki samninga- lipur en ætti að reyna að rækta með sér þann eiginleika. Hann getur gengið einum of langt í samskiptum við annað fólk og orðið fyrir vandræðum og jafn- vel tjóni af þeim sökum. Hann er fljótur að reiðast og ætti því að draga djúpt inn andann áður en hann svarar þegar hann finnur að reiðin er að ná tökum á honum. Sem betur fer er hann þó fljótur að jafha sig og gert er gert í hans huga og hann erfir það ekki við nokk- urn mann. Hann veit líka að meðfeddur ákafinn veldur reiðinni og honum finnst það miður og segir að slíkt komi ekki fyrir aftur — og hann reyn- ir svo sannarlega að standa við það. Hrútnum er ekki eiginlegt að sitja kyrr í lengri tíma og þolinmæði getur hann tæpast sýnt. Besta leiðin er þá að finna eitthvað sem hann getur haft áhuga á. Takist það líður tíminn fljótt og úthaldið kem- ur af sjálfu sér vegna áhugans. Hrúturinn, ástin og vináttan Hrúturinn er ástríðufúllur í ástum. Hann hefúr gaman af að fera þeim sem hann er hrifinn af smágjafir, en þar fyrir utan er hann mjög gjafmildur. Það er spennandi reynsla að vera vinur hrútsins af því hve áhugi hans er smitandi. Það er ævinlega hann sem stingur upp á hvað gera skuli en svo lætur hann vininn um að skipuleggja framkvæmdir, panta leikhúsmiða og hvað- eina. En hann bindur sig ekki allt of langt firam í tímann, hann vill geta valið það sem honum sjálfúm þykir best hverju sinni. Hrúturinn og hjónabandið í hjónabandi þroska margir hrútar með sér góða eiginleika sem þeir vissu ekki einu sinni að þeir byggju yfir. Þeir þurfa á því að halda að hafa gott og Ijúft samband við maka sinn og nú hættir hann að vera eins sjálfselskur og hann hefur átt vanda til og reynir þessi í stað að hugsa fyrst og fremst um fjölskylduna. Hrúturinn þarfri- ast maka sem sýnir áhuga, bar- áttuvilja og skopskyn og hann þarf að geta komið heim til einhvers sem sýnir honum hlýju og tillitssemi því innst inni blundar barnið í hrútnum þrátt fyrir allan hans ákafa og ffamsækni. □ Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú færð gott tækifæri á vinnustað til að maka krókinn. Þú verður fyrir óþægilegum aukaút- gjöldum, en með aðstoð fjöl- skyldunnar og góðra vina, tekst þér að standa undir því. Þú ættir að létta þér örlítið upp. Nautið 20. apríl - 20 maí Þú ættir að athuga fram- ferði þitt í því Ijósi, að einhver annar hefðist hið sama að. Þér gengurvel í starfi þínu. Þú hefur um margt að hugsa á fjármála- sviðinu. Gættu þín á eldri manni, sem þú umgengst nokkuð, hann vill þér ekki vel. Tvíburarnir 21. maí - 21. júnf Þú færð gjöf, sem þú þarft að dútla nokkuð við, áður en hún gerir sitt gagn. Vinur þinn, sem þú heimsækir býðst til að gera þér greiða. Þú skalt fara í þau fjölskylduboð sem þér er boðið í, þó það sé á móti vilja þínum. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Það sem eyðileggur fyrir þér að njóta lífsins er hin sífellda peningagirnd þín. Ef þú lítur ( kringum þig sérðu að þú vanræk- ir nokkuð, sem er miklu meira virði. Vinkona þín gerir þér mjög góðan greiða. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Til þess að geta annað öllu því, sem að þér steðjar, þarftu að hafa öll spjót úti. Kunn- ingjar þínir verða fyrir leiðinleg- um svikum. Þú átt góðan vin, sem þú ættir að leita til með vandræði þín. Heillatölur eru 2, 6 og 11. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þú ert óneitanlega í nokkuð slæmri aðstöðu en eins og stendur þýðir ekkert annað en að vera þolinmóður. Þú verður fyrir útgjöldum vegna hlutar, sem vinur þinn pressar inn á þig, en síðar og það veistu nú þegar, blessarðu hann fyrir það. Vogin 23. sept. - 23. okt. (gegnum kunningja þinn eignastu vin, sem hefur sama áhugamál og þú. Samvinna ykkar í milli gæti orðið afbragðsgóð ef þið farið varlega í sakirnar. Þú færð hlut, sem þú lánaðir fyrir mörgum árum, til skila. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Þú verður þátttakandi í rausnarlegri gjöf. Nokkur fjárút- lát verða í sambandi við lúxushlut í þinni eigu. Vinur þinn heimsæk- ir þig og færir þér gjöf, að líkind- um góðan listmun. Vertu sem mest heimavið. Heillatölur eru 8, 11 og 15. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Ef þú vilt njóta starfs- krafta þinna og getu verðurðu að treysta á sjálfan þig. Ef þú vilt verða sjálfstæður þarftu að brenna margar brýr að baki þér. Þú ættir að notfæra þér þau tækifæri og sambönd, sem þú hefur betur. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þú ert með samviskubit vegna aðgæsluleysis þíns. Þú verður fyrir áreitni ofstækis- manns. Þú ættir að verja ein- hverju af vasapeningunum þín- um til að gleðja aðra. Hollasta tómstundaiðjan er lestur góðra bóka. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Flutningar, sem eiga þó ekki við þig, verða engu að síður til nokkurra hagsbóta fyrir þig. Þú munt nokkuð þurfa á diplómatískum hæfileikum að halda. Tilviljunarkenndur atburð- ur vekur þig til umhugsunar. Fiskar 19. febrúar - 20. mars Þú hefur ágætt tromp á hendinni, sem þú skalt nota þér á varfærinn hátt, með því móti gætirðu haft góðan slag. Þú ætt- ir að anna meir þeim ritstörfum, sem pressa samviskuna. Þú ferð í skemmtilegt boð. 66 VIKAN 6. TBL, 1989 5TJORNU5PA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.