Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 30
UPPINN Á AKUREYRI:
Hinum megin við Himnaríki
— þrískipt krá en jafnframt ein heild
krabba! Aö undanförnu hefur lítiö
verið um matseld fyrir utan pítsur
og smárétti en á döfinni eru
ákveðnar nýjungar í matargerö.
Bíóbarinn er opinn sem pöbb
öll kvöld svo og Stjánabar. Eftir
kl. 22 um helgar breytist matsölu-
staðurinn á efri hæö í krá og Upp-
inn verður ein heild, troðfullur af
fólki sem komlð er til að skemmta
sér. Á efri hæðinni er leikin lifandi
tónlist, helstu kráarskemmtikraft-
ar landslns troða þar upp og jafn-
vel erlendir tónlistarmenn á borð
við Michael Kiely og þegar Sam-
úel kom í heimsókn var þekktur
píanóleikari þar á ferð, K.C.
Jones að nafni.
Bíóbarinn breytist í diskópöbb
kl. 23 um helgar. Búið er að setja
upp öflug hljómflutningstæki og
Ijósabúnaður er væntalegur. Öll
nýjustu lögin eru leikin og þeir
sem vilja stuð halda sig við þenn-
an bar. Á Stjánabar er hins vegar
athvarf fyrir þá sem vilja hafa það
notalegt og spjalla saman. Sann-
arlega fjölbreytt krá og sérstæð
hér á landi.
Á gamla Uppanum eru hefð-
bundnar innréttingar, borð og
stólar, myndir og bjórauglýsingar
á veggjum. Gott útsýni er yfir
Ráðhústorgið og mannlífið í mið-
bænum. Á Bíóbarnum eru einnig
látlausar innréttingar en meira í
diskóstíl. Á Stjánabar er hins veg-
ar óvenjulegt andrúmsloft. Gamlir
stólar úr bíóinu hafa verið klæddir
að nýju og settir þar niður. Á
veggjum eru gamlar tilkynningar
frá dögum Nýja bíós.
Uppinn er alltaf troðfullur um
helgar og eru gestirnir á nánast
öllum aldri. Meðalaldurinn er 25-
30 ár á föstudögum en lægri á
laugardögum. Fólk kemur til að
spjalla saman, skemmta sér og
drekka. Úr krönunum rennur
Löwenbrau og mun Uppinn vera
einn umsvifamesti söluaðili bjórs
frá Sanitas og er haft fyrir satt að
eitt sinn hafi selst fjögur tonn af
þessum miði á tíu dögum.
Stór Löwenbrau kostar 490
krónur og lítill 350. Vinsælasti
flöskubjórinn er Becks en einnig
drella ,emm táæivert af Michelot
Dry, Budweiser og Pilz Urquell.
Aðrar tegundir hreyfast minna.
Allur flöskubjór kostar 400 krónur.
Eftir heimsókn á Uppann eina
helgi verður manni Ijóst að Akur-
eyringar eru engir eftirbátar höf-
uðborgarbúa í skemmtanalífinu,
að minnsta kosti ekki um helgar.
Á hinn bóginn segja menn að
Akureyringar séu feimnir við að
láta sjá sig á kránni á virkum
dögum. □
Uppinn er alltaf troðfullur um helgar þrátt fyrir að hann sé einhver stærsta bjórkrá landsins.
Ein stærsta krá landsins er til
húsa við Ráðhústorgið á Akur-
eyri. Þetta er Uppinn, staður
sem hefur leyfi fyrir 300 gesti.
Uppinn hefur margar og mis-
munandi vistarverur og er ekki
allur þar sem hann er séður
enda hefur hann tekið miklum
breytingum frá því staðurinn
var stofnaður fyrir þremur
árum. Og enn eru breytingar á
döfinni.
stemmningunni á kránni við Ráð-
hústorgið. Gamli Uppinn er frá kl.
12-22 fyrst og fremst veitinga-
staður með vínveitingaleyfi. Þar
er pítsuofn og eldhús og hefur
matseðillinn verið æði frumlegur
gegnum árin, til dæmis hefur mátt
sjá þar bæði kanínur og kol-
Þráinn Lárusson veitingamaður
hóf rekstur Uppans 5. nóvember
1987 í kaffihúsi á annarri hæð
húss sem er áfast Nýja bíói. Bíóið
hefur ekki verið starfrækt mörg
undanfarin ár og stendur enn
tómt. Þráinn opnaði Bíóbarinn á
neðri hæð Uppans, þar sem áður
var anddyri Nýja bíós, 16. febrúar
1989 og var þar með tilbúinn í
bjórsiaginn. Og enn hefur hann
þokað sér inn í kvikmyndahúsið
gamla því 6. september 1990 var
Stjánabar, fyrir innan Bíóbarinn,
formlega vígður. Barinn er
kenndur við Kristján Guðmunds-
son sem var dyravörður í Nýja
bíói til fjölda ára.
Uppinn er nú kominn alveg að
kvikmyndasalnum sjálfum en
rammlæstar dyr skilja á milli.
Dyrnar kallar Þráinn „Gullna
hliðið1' og salinn fyrir innan
„Himnaríki" þannig að lotningin
er greinilega mikil.
Við skulum kynnast aðeins
Eitt sinn eiga að hafa selst um fjögur tonn af Löwenbrau í Uppanum á aðeins
tíu dögum ...
TEXTI: STEFAN SÆMUNDSSON
LJOSMYNDIR: KRISTJAN L0GAS0N
30 VIKAN l.TBL.1991