Vikan


Vikan - 04.05.1991, Side 6

Vikan - 04.05.1991, Side 6
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Vikan fékk aö fylgjast með brúðkaupi Ólafar Bjargar Kristjánsdóttur og Magnúsar Brynjarssonar, auk þess sem á undan fór og á eftir kom. Ólöf vinnur sem fatahönnuður fyrir fatagerðina Flík og saumaði sjálf á sig brúðarkjólinn, kjólfötin á manninn sinn, kjól á brúðar- meyju og kjólföt á hringabera. Hún er dóttir hjónanna Kristj- áns A. Jónssonar yfirkennara í Keflavík og Helgu S. Péturs- dóttur. Magnús er flugumsjón- armaður í flugumsjón hjá Flugleiðum á Keflavíkurflug- velli. Hann er sonur hjónanna Brynjars Péturssonar verk- stjóra í Sandgerði og Hólm- fríðar Báru Magnúsdóttur. Síðastliðin tvö og hálft ár hafa þau búið í eigin íbúð í Fteykja- vík. Þau eru myndarlegt, sam- rýmt og reglusamt par og auð- vitað lá beinast við að spyrja hvenær þau hefðu kynnst. Ólöf: Helgina sem við giftumst voru liðin sjö ár frá því að við horfðumst fyrst í augu. Magnús: 19. aprll 1984. Svo giftumst við 20. apríl 1991. - Hvernig kynntust þið? Ólöf: Ég var nýkomin heim frá Ameríku þar sem ég var skipti- nemi; komin aftur heim til Keflavíkur og aftur byrjuð I Fjölbraut. Ég var nýbúin að fá bílpróf, þá var fjör á Hafnar- götunni og við vorum alltaf saman, nokkrar stelpur. Svo Brúðarmærin Sigrún Pétursdóttir, níu ára frænka Magnúsar, Ólöf, Magnús og hringaberinn Kristján A. Jónssoi sjö ára systursonur Ólafar. Ólöf hannaði sjáif og saumaði alla búningana á þessari mynd. fengum við einu sinni (búð að láni og buðum nokkrum strák- um sem við þekktum. Þar á meðal var Magnús sem við þekktum ekkert. Strákarnir tóku hann bara með af því að þeir voru allir saman I körfu- boltaliði. Magnús: Það hafði einmitt verið leikur þetta kvöld og við komum þarna eftir leikinn. Ólöf: Hann var kynntur þarna fyrir mér. Þetta var I október, nóvember en við byrjuðum ekki að vera saman fyrr en I apríl næsta ár, svo að við tók- um okkur líka góðan tíma við að kynnast. Magnús: Við vorum bæði I Fjölbraut og hittumst auðvitað af og til þar. Þótt við séum bæði frá Suðurnesjum, þá erum við frá sitt hvoru bæjar- félaginu þannig að við þekkt- umst ekkert I æsku. Það fór því ekkert að gerast fyrr en I páskafríinu. Ólöf: Þá ætlaði ég að fara lesa eðlisfræði (hlær). Það varð hins vegar lítið úr því svo að hann hafði þetta próf mitt lengi vel á samviskunni. - Er ekki I ýmis horn að líta eftir að gifting hefur verið á- kveðin? Magnús: Það er best að hafa sem lengstan fyrirvara og góð- an tíma til að skipuleggja. Ólöf: Við pöntuðum veislusal- inn með tveggja mánaða fyrir- vara en við giftum okkur líka um sumarmál. En það er miklu meira um brúðkaup á sumrin. Magnús: Veislusalurinn var eiginlega það fyrsta sem við hugsuðum um þegar búið var að tala við prestinn um hvort kirkjan væri laus. Ólöf: Kirkjan er númer eitt, salurinn númer tvö. Maður þarf náttúrlega að vita hvað maður ætlar að bjóða mörgum áður en maður leigir veislusal því að þeir eru misjafnlega stórir. Svo kemur ýmislegt uppá eins og til dæmis brúðar- vöndurinn og aðrar blóma- 6 VIKAN 9. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.