Vikan


Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 18

Vikan - 04.05.1991, Blaðsíða 18
VIKAN BÝÐUR EINUM HJÓNUM í FERÐALAG Þú last rétt; ef þú ert í hjónabandi eða gengur í hjónaband fyrir lok þessa mánaðar, maímánaðar, gætir þú og maki þinn komist í boðsferð með Atl- antik til eyjunnar sæluríku, Möltu í Miðjarðarhafinu - ef heppnin er með. Málið er ekki flókið: Það eina sem þú þarft að gera er að senda inn nafn þitt og makans og gefa upp hvenær hjónavíglan fór fram eða hvenær hún fer fram, en það verður að vera fyrir fyrsta dag júnímán- aðar næstkomandi, eins og fyrr segir. Einnig þarftu að gera grein fyrir því hvernig þið kynntust. Hvort heldur er í þrem, fjórum orðum eða lengra máli. Það skal skýrt tekið fram að hér er ekki um að ræða samkeppni um bestu söguna, frá- sögnin er látin liggja milli hluta þegar dregið verður úr öllum innsendum bréfum. Einfaldara getur það tæpast verið. Verðlaunin eru sem fyrr segir ferð fyrir við- komandi hjón til Möltu, en ferðaskrifstofan Atl- antik er nú að hefja beint flug til þessarar vin- sælu sólarparadísar, sem er sunnan við Sikil- ey og norður af Afríkuströndum í djúpbláu Miðjarðarhafinu. Lanslagið þar á vart sinn líka og andrúmsloft einstakrar vinsemdar og kurt- eisi - hverju sem á gengur. Malta - svolítil paradís þar sem menningaráhrif og stórbrotin saga margra þjóða mætist undir bláum himni í glitrandi sólskini. Á Möltu er hægur vandi að finna dægradvöl við sitt hæfi. Eyjan sjálf er náttúruunnendum ótæmandi uppspretta lengri og skemmtilegri ferða og útivistar á heillandi stöðum. Glæsileg- ir golfvellir eru víða og tennisvellir eins og best verður á kosið. Og þeir sem hafa ánægju af hafinu, siglingum og sjávaríþróttum getatreyst á frábæra aðstöðu til sjóskíðaiðkana og segl- brettasiglinga auk þess sem bátar af öllum stærðum og gerðum eru á hverju strái. En þeir eru líka margir sem kjósa bara að láta sólina baða sig í hótelgarðinum eða á ströndinni - og það er líka I besta lagi. Þegar kvöldar blasir aðeins eitt vandamál við að velja úr glæsilegu framboði á klúbbum, diskótekum, börum og veitingastöðum sem all- ir eru hver öðrum glæsilegri og af ótrúlega fjöl- breyttum toga. Og það er sama hvar komið er, þessi einlæga kurteisi og vingjarnleiki Möltu- búa hrífur alla sem stíga fæti á eyna. Það er sérstaklega ánægjulegt undrunarefni að skoða verðlagið á veitingastöðum Möltu. í raun verður því best lýst með því að segja að stórsteikurnar séu á hreinasta hamborgara- verði - og annað eftir því. Þetta hagstæða verðlag tekur líka til fleiri þátta, svo sem ferða hvort heldur er á sjó eða landi og ýmissa inn- kaupa svo eitthvað sé nefnt. Er ekki ferðalöngunin farin að gera vart við sig? Ef svo er og þú ert í hjónabandi ætti að vera tilvalið fyrir þig að freista gæfunnar og reyna að næla þér I ókeypis ferð fyrir þig og makann í boði Vikunnar. Skilafrestur er til 31. maf næstkomandi. Og utanáskriftin VIKAN/MALTA, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. Pósthólf 5344.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.