Vikan


Vikan - 04.05.1991, Qupperneq 20

Vikan - 04.05.1991, Qupperneq 20
TEXTI: SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR GÓÐUR ANDI í HJÓNABANDINU Hjónaband þitt og mitt veltur niöur fjallshlíð lífsins og við eigum ör- ugglega eftir aö rekast á nokkrar þúfur á leiðinni. Nú er ég ekki að tala um mestu sambúðarerfiðleik- ana, þessa sem gera það að verkum að sumar okkar hlakka jafnmikið til skilnaðardagsins og brúðkaupsdagsins forðum. Ég er bara að tala um hversdagslegustu hluti sem leiða til þess að við verðum andstyggileg og gerum ýmislegt sem er annaðhvort óþolandi eða ótrúlegt - nema hvort tveggja sé. Ég er til dæmis að tala um hvaö getur gerst hjá ósköp venjulegum hjónum þegar tengda- foreldrarnir að sunnan koma í heimsókn og gista hjá manni yfir helgi, þegar helmingurinn af sumarleyfinu fer í hundana eða þegar komið er að því að það þurfi að mála eða gera breyt- ingar á heimilinu. Trúið mér, kæru systur í þjáningunni, það geta verið hræðilega erfiðir tímar. HEIMSÓKNIR Eftir hverja heimsókn foreldra hans Marteins míns - og ég skil ekki hvað þau eiga oft erindi norður - ákveð ég að tala ekki við þennan grasbít lengur. Um leið og ég hef faðmað að mér tengdaforeldra mína er hann nefnilega þotinn upp á loft ( — Verð að vinna, verð að vinna, segir hann) og lætur mig eina um að hafa ofan af fyrir þessu sunnanhyski sem ég verð að vera kurteis og almennileg við. Þið þekkið þetta. Við tölum um börnin, sem þurfa endilega að vera einhvers staðar úti að þvæl- ast alveg fram að kvöldmat, einmitt þegar afi þeirra og amma eru í heimsókn. Og við tölum um Martein og móöur hans finnst hann vera svolítið fölur og þreytulegur. Eða þá að við töl- um um hjónabönd og fjárhagsafkomu allra ættingja Marteins sem móðir hans getur grufl- að upp í huganum. Hún hefur svo gaman af að tala um þetta fólk við mig og fer ítarlega út í smáatriðin. - Afsakið mig augnablik, segi ég þá meðan tengdamamma er að reyna að muna með hverjum fyrri konan hans Gunnsteins á dekkja- verkstæðinu hafi eignast barn eftir skilnaðinn. Svo þýt ég upp á loft og inn til Marteins sem er að lesa íþróttasíðurnar í Mogganum. - Ég tala ekki við þig en ég ætla bara að segja þér þetta fyrst: Eg er farin út á stundinni og læt ekki sjá mig aftur fyrr en á laugardaginn nema þú komir niður og setjist hjá okkur EINS OG SKOT! Þessi feluleikur Marteins er samt bara einn spennuvaldurinn í stressinu þegar foreldrar hans birtast því að eins brjáluð og ég get orðið innra með mér þegar hann lætur sig hverfa þá er ég ennþá verri þegar hann er nærstaddur því að hann ... því að ég ... því að þau ... Æ, ég kem bara með nokkur dæmi um það sem gerst hefur þegar tengdaforeldrarnir birt- ast hjá okkur í staðinn fyrir að fá sér herbergi á Hótel KEA eða einhvers staðar. FYRSTA DÆMI Tengdamamma (bendir á sófann sem er oröinn svolítið lúinn): Hefur ykkur ekki dottið í hug að láta bólstra sófann upp á nýtt? Marteinn: Ja, þetta er ekki svo slæm hupmynd. Eg (seinna við Martein, þegar við erum oröin ein): Hvernig vogarðu þér að halda með móður þinni þegar hún er að ráðast á dómgreind mína, smekk og húsmóðurhæfileika? ANNAÐ DÆMI Tengdapabbi (bendir á ofnbakaðar lamba- kótiletturnar): Hvers konar kótilettur eru þetta eiginlega? Marteinn: Smakkaðu bara, pabbi. Klara er afbragðs kokkur. Ég (seinna við Martein, þegar við erum orðin ein): Hvernig dirfistu að aumka þig yfir mat- seldina mína-og niðurlægja mig svo í þokka- bót með því að grátbiðja föður þinn um að borða matinn sem ég bý til? ÞRIÐJA DÆMI Foreldrar Marteins (benda á nýja bílinn okkar): Mikið Ijómandi er þetta fallegur bíll sem þið hafið fengið ykkar. Marteinn: Takk. Gaman að heyra að ykkur líst á hann. Ég (seinna við Martein, þegar við erum orðin ein): Hvers vegna þarftu alltaf að leggja þig í líma við að vera svona háður skoðunum for- eldra þinna? FJÓRÐA DÆMI Tengdapabbi (les viðskiptasíðurnar í Mogg- anum): Mér er sagt að þetta sé góð fjárfesting. Marteinn: Nú já? Ég kíki kannski á þetta á eftir. Ég (seinna við Martein, þegar við erum orðin ein): Jahá! Svo að nú á bara að fara að láta gamla fauskinn ráða yfir fjármálunum okkar. FIMMTA DÆMI Tengdamamma (bendir á mynd af börnun- um okkar): Ó, þau eru svo miklir englar á þess- ari mynd. Ég get bara ekki trúað að þau kunni öll þessi dónalegu orð, þið vitið. Marteinn: Þau hafa lært þetta af Klöru, ha ha ha. Ég (seinna við Martein, þegar við erum orðin ein): Ég get ekki ímyndað mér annað en að þú Frh. á bls. 22 20 VIKAN 9. TBL. 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.