Vikan


Vikan - 04.05.1991, Page 22

Vikan - 04.05.1991, Page 22
GÓÐUR ANDI í HJÓNABANDINU Frh. af bls. 22 hafir veriö aö reyna að vera fyndinn. Þetta var smekklaust. Sjúklegt af þér. Og þar að auki vissi móöir þín ekki aö þú varst aö reyna aö vera fyndinn. Ég sá þaö á augnaráði hennar aö hún trúöi þér. Og eitt enn. Ef þú vilt endilega nota svona smekklausa brandara til aö gefa í skyn að ég sé svona ómöguleg móöir, þá... Þegar viö vorum búin að vera gift í svona níu ár tókst okkur eftir miklar vangaveltur að komast að samkomulagi um hvernig við ættum að haga okkur þegar tengdaforeldrar mínir kæmu norður. FYRSTA GREIN: Ég samþykkti (svolítiö dræmt) að ég ætti þaö til aö vera svolítið upp- trekkt í návist tengdaforeldra minna og þess vegna væru tilfinningar mínar varöandi auð- mýkingu, árásir og svik Marteins viö mig svolít- ið öfgakenndar. Þess vegna ætti ég aö leggja mig fram um aö slaka svolítið á. ÖNNUR GREIN: Marteinn samþykkti (dræmt) aö hann gæti nú verið svolítið þolinmóðari þegar ég væri aö kvarta við hann (alveg sama hvað honum fyndist þaö ósanngjarnt). Hann samþykkti líka aö taka þaö ekki of nærri sér (alveg sama hvaö þaö væri nærgöngult) og aö reyna af öllum mætti aö hugsa um mig sem viökvæma tilfinningaveru fremur en móður- sjúka valkyrju. ÞRIÐJA GREIN: Viö ákváðum bæöi aö Mar- teinn ætti aö taka tillit til fyrstu greinar og ég til annarrar greinar þegar foreldrar hans kæmu I heimsókn. SUMARLEYFIÐ Við ákváðum að aka suður til Reykjavíkur og vera þar í eina viku. Þegar suður kom sýndi hann áhuga mínum á aö spásséra um flnar húsgagnaverslanir engan skilning og ég sýndi þeirri áráttu hans að boröa á fínum veitinga- húsum engan skilning á móti. Eftir því sem viö nálguðumst höfuöborgina meira uröum viö líka ósammála um hvaöa útvarpsstöð viö ættum aö hlusta á. Við vorum líka ósammála um hvort okkar hefði stungið upp á svona asnalegu sumar- leyfi. Ég sagði (mjög blátt áfram og alls ekki meö neitt ásakandi rödd þegar við vorum á leiöinni til Hveragerðis aö fá okkur kaffisoþa í Eden á öörum degi okkar fyrir sunnan): Ég sagði þér alltaf aö mig langaði miklu frekar til Benidorm. Þá sagöi hann (með þennan and- styggilega tón f röddinni): En viö vorum búin aö reikna það út aö vikuferð til Reykjavíkur væri miklu heppilegri núna vegna þess að fjár- málin veröa hagstæðari hjá okkur seinna í sumar og þá getum við skroppið til útlanda. Og þú - ekki neita þessu - sagöir að þá gæti verið gaman að skreppa til Reykjavíkur. Þá sagöi ég (meira særö en reið): Já já, á nú ekki aö gera MIG ábyrga? Þetta fæ ég fyrir að láta undan öllum þessum asnalegu hugmynd- um þínum. Þá sagði hann (I alveg sérstaklega and- styggilegum tón): Þetta var ekkert asnaleg hugmynd sem ÉG fékk. Þetta var ÞÍN hugmynd. Og úr því við erum farin aö tala um þetta, hvaða aörar hugmyndir mínar ertu að tala um sem þú hefur þurft aö láta undan? ■ Alltaf þegar eitthvað fer úrskeiðis og húsið er undirlagt af iðnaðar- mönnum verður hann eins og argasti ruddi. ■ Aftur á móti þegar húsið þarfnast hreingern- inga eftir breytingarnar þá er það ég sem verð píslarvotturinn. Ég sagöist ekkert ætla aö fara að fara aö rekja öll smáatriöin í þessu ömurlega hjóna- bandi okkar. Þá stoppaði hann bílinn og sagð- ist ekki aka feti lengra fyrr en ég ansaði spurn- ingum hans. Svo aö ég sagði að ef hann setti ekki bílinn strax I gang aftur færi ég út og húkkaöi mér far til Hveragerðis ,og fengi ábyggilega far með einhverjum ógeðslegum nauðgara sem myndi fleygja mér út af vegin- um eftir aö hann, þú veist - og Marteinn myndi þá kannski aldrei sjá mig aftur (þaö var eins gott aö börnin voru ekki meö). Þá sá hann aö sér og hélt áfram til Hveragerðis. Á leiðinni frá Hveragerði ákváðum viö aö láta eins og hver einasti dagur væri fyrsti dag- urinn á enda Reykjavíkurferðarinnar og að þess vegna ættum við að haga okkur eins og siðaöar manneskjur. Við ákváðum líka að ég gæti farið I tvær húsgagnaverslanir á dag og hann gæti borðað á einhverju sælkerahúsi einu sinni á dag - og ég gæti farið I eina hús- gagnaverslun í viðbót fyrir hverja íþróttalýs- ingu sem hann fylgdist með í útvarpi eöa sjón- varpi. Svo samþykktum við llka, hvort sem við trúðum því nú eða ekki, að við hefðum bæði samþykkt að fara í þetta ferðalag. ENDURNÝJUNIN í hvert skipti sem við Marteinn höfum ákveðið að láta mála hjá okkur eða breyta til á heimilinu breytumst við í rudda og píslarvott. Alltaf þeg- ar eitthvað fer úrskeiðis og húsið er undirlagt af iðnaðarmönnum verður hann eins og argasti ruddi. Aftur á móti þegar húsið þarfnast hrein- gerninga eftir breytingarnar þá er það ég sem verð píslarvotturinn. Ég get skýrt þetta betur með eftirfarandi dæmum. Þegar fjarlægja þarf föt úr fataskápnum, meðan málararnir eru að vinna I svefnherberg- inu, hver er það þá sem fleygir þeim öllum á rúmið í gestaherberginu í staðinn fyrir að brjóta þau snyrtilega saman? Hver myndi bjóða nokkurri annarri mann- eskju upp á annað eins hirðuleysi? Hver var það sem setti rafmagnskaffikönn- una á svo öruggan stað, þegar eldhúsið var málað, að hún hefur aldrei fundist sfðan? Hver sagði að eplagræni liturinn, sem ég valdi á stofuna, væri of fölur og valdi I staðinn einhvern æpandi lit sem málararnir urðu að mála yfir með litnum sem ég valdi fyrst og er mjög smekklegur? Hver er það svo sem hefur trekk í trekk, síð- an skipt var um lit, sagt: Ég sagði þér þetta? Ég gæti haldið svona áfram en svörin við þessum spurningum yröu alltaf, bókstaflega alltaf- Marteinn. Eftir síðustu breytingar á húsinu vorum við orðin svo trekkt á taugum að það virtust aðeins vera tvær leiðir út úr þessu: skilnaður eöa manndráp. Þá var það snemma eitt kvöldið, þegar iðnaðarmennirnir voru að gera okkur gráhærð, að við stungum upp á því (ég man nú ekki í augnablikinu hvort okkar átti hug- myndina enda skiptir það kannski ekki öllu máli) að skreppa í leikhúsið og sjá Kysstu mig Kata. Á eftir fórum við svo inn á barinn á KEA, fengum okkur að borða og Irish Coffee á eftir og héldumst I hendur. Höfðum við tíma fyrir svona lagað? Auðvitað ekki. Höfðum við efni á þessu? Auðvitað ekki. En var þetta ekki skárra en skilnaður eða manndráp? Jú, auðvitað. Við ákváðum að láta aldrei endurnýja neitt hjá okkur framar, svo lengi sem við lifðum. Við ákváðum líka, ég man nú ekki hvort okkar átti hugmyndina (ég var líka búin að fá mér nokkur glös af Irish Coffee), að við værum í rauninni vinir en ekki óvinir, elskendur en ekki ókunnugt fólk og ættum að standa saman. Svona getur nú góður andi og svolítill húmor skipt miklu máli í hjónabandinu. ASKRIFTAR- SÍMI 83122 22 VIKAN 9. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.