Vikan


Vikan - 04.05.1991, Side 29

Vikan - 04.05.1991, Side 29
;ji*sSilP« VA RENS Ulric de Varens-ilmvötnin, Rubis, Jade, Cyane, Saphir og Veronese, standa jafnfætis frægustu ilmvötnunum. En hver er sönnun þess? Jú, til dæmis allar þær eftirlíkingar sem geröar hafa verið og dreift um allan heim. Er þar skemmst aö minnast ilmvatns sem ber nafn frægrar kvikmyndastjörnu en Ulric de Varens vann nýlega mál vegna þess fyrir dómstólum. Nú fást þessir frönsku ilmir í ýmsum verslunum um allt land, allt frá Raufar- höfn í noröri til Vestmannaeyja í suöri og frá Patreksfirði í vestri til Neskaupstaðar í austri. Ulric de Varens hefur skapað sér sér- stöðu á ilmvatnsmarkaðinum, mjög ná- lægt þeim ilmvötnum sem teljast mun- aðarvara. Eins og áður sagði vann hann nýlega mál gegn fyrirtæki sem seldi ilm- vatn í svo til sams konar flöskum og Cyane og Veronese eru í, en á tíu sinn- um hærra verði. Það er engin sýndar- mennska í kringum Ulric de Varens- ilmvötnin og það er án efa ein helsta ástæðan fyrir velgengni þeirra. GIMSTEINAR ILMVATNANNA Rubis, Jade, Saphir og Veronese mynda fágaðan heim Ulric de Varens. Glerflöskurnar eru glæsilegar og fínlega mótaðar. Rubis, Saphir og Jade flösk- urnar eru hringlaga og útskornar með Ulric de Varens hefur ekki gleymt karlmönnunum. Hann býður þeim að velja á milli fjögurra mismunandi rakspira: Varens for Men, Ulric, Varens Rouge og Varens Vert. austurlensku mynstri. Cyane og Vero- nese flöskurnar eru tígulegar með myndrænum bogum. Ilmirnir eru sér- lega kvenlegir. ( Jade er gardenía ráð- andi en í Saphir er meira af jasmínu og moskusilmefnum. Rubis sveipar þig ilmi kýprusviðarins en Cyane hefur bæði fín- leika og munúð hvítra sætra blóma. Veronese er ómótstæðileg blanda af ilmi sítrónutrésins, jasmínu, ferskjum og vanillu. Unga stúlkan, þroskaða konan, ástríðufulla konan og stjarnan geta allar fundið Ulric de Varens ilmvatn við sitt hæfi. □ 9. TBL. 1991 VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.