Vikan


Vikan - 04.05.1991, Síða 41

Vikan - 04.05.1991, Síða 41
Leigubílstjórinn beygði inn á þjóðveg 6, nú kominn vel inn í sitt eigið eintal. „Svo ég segi: „Stingdu því þú-veist-hvar.“ Ég meina, þessi strákur þykist allt vita. Ég þarf ekki að taka svona kjaftæði frá neinum, heldur ekki syni mínum. Ég hef ekið leigubíl í tuttugu og sex ár. Ég hef verið rændur sex sinnum. Ég hef lent í óteljandi smáárekstrum, þó ég hafi aldrei lent í stórum árekstri og þakka Maríu guðsmóður og heilögum Kristófer og Guði föður almáttugum fyrir það, skilurðu? Og í hverri viku, sama hvað hún var mögur, lagði ég fimm dollara til hliðar fyrir menntun hans. Alveg frá því að hann var ekkert annað en peð sem tottaði pela. Og til hvers? Svo að hann geti komið heim einn góðan veðurdag og sagt mér að forseti Bandaríkjanna sé skíthæll? Fari það í logandilStráknumfinnstéglíklegaskít- hæll líka, þó hann viti að ef hann segði það myndi ég raða tönnunum í honum ugp á nýtt. Svo þarna hefurðu ungu kynslóðina í dag. Svo ég segi: „Stingdu því þú-veist-hvar.“ “ „Já,“ sagði Johnny. Nú flaut skóglendi hjá. Car- sonsmýri var á vinstri hönd. Þeir voru um það bil ellefu kílómetra leið frá Cleaves Mills. Tíeyringur bættist við á gjaldmælinn. Einn þunnur tíeyringur, einn tíundi úr dollar. Hey-hey- hey. „Hvað gerir þú, má ég sþyrja?" sagði leigubíl- stjórinn. „Ég kenni í gagnfræðaskóla í Cleaves." „Er það, já? Þá veistu hvað ég á við. Hver andskotinn er eiginlega að þessum krökkum?“ Nú, þeir snæddu skemmda pylsu sem hét Víet- nam og fengu matareitrun af henni. Náungi sem hét Lyndon Johnson seldi þeim hana. Svo þau fóru til annars náunga, skilurðu, og þau sögðu: „Jesús, ég er fárveikur." Og hinn náunginn, hann hét Nixon, hann sagði: „Ég veit hvað á aö gera við því. Fáið ykkur fleiri pylsur.“ Og þetta er það sem amar að ungdómi Bandaríkjanna. „Ég veit það ekki,“ sagði Johnny. „Maður áformar alla ævina og gerir sitt besta," sagði leigubílstjórinn og virtist ráðþrota - í fáti sem ekki myndi endast öllu lengur því leigubíl- stjórinn var kominn á síðustu mínútu lífs síns. Og Johnny, sem ekki vissi það, fann til raunverulegr- ar vorkunnar með manninum, til samúðar vegna þess að hann var ófær um að skilja málið. Come on over, baby, whole lotta shakin goin on. „Maður vill ekkert nema það besta og svo kem- ur strákurinn heim með hár niður á rass og segir að forseti Bandaríkjanna sé skíthæll. Skíthæll! Fjandinn hirði það, ég ...“ „Gættu þín!“ æþti Johnny. Það voru tveir bílar sitt hvorum megin við hvíta strikið. Þeir höfðu verið í kappakstri, hlið við hlið á leið upp hæðina, Mustang og Dodge Charger. Johnny heyrði aukinn snúningshraðann í vélum þeirra. Dodge-inn ruddist beint að þeim. Hann reyndi ekki einu sinni að beygja frá og leigubíl- stjórinn fraus við stýrið. „Jeeesús ..." Johnny gerði sér tæplega grein fyrir því er Mustanginn þaut framhjá vinstra megin við þá. Svo skullu leigubíllinn og Dodge-inn saman og Johnny fann að hann lyftist uþp og út. Hann fann ekki til neins sársauka þó hann gerði sér óljósa grein fyrir því að lærin höfðu rekist svo fast í gjald- mælinn að hann rifnaði úr festingunni. Gler heyrðist brotna. Gífurlegur eldstrókur straukst upp í nóttina. Höfuð Johnnys rakst í framrúðu bílsins og hann rotaðist. Raunveruleik- inn fór að hverfa niður um gat. Sársauki, daufur og fjarlægur, í öxlum hans og handleggjum í því að afgangurinn af honum fylgdi höfðinu út um skörðótta rúðuna. Hann flaug. Flaug út í október- nóttina. Óskýr, leiftrandi hugsun: Erég að deyja? Drep- ' ur þetta mig? Innri rödd svaraði: Já, líklega er þetta stundin. Fljúgandi. Októberstjörnum dengt yfir nóttina. Drynjandi skarkali af bensínsprengingum. Rauð- gulur glampi. Svo myrkur. Ferð hans gegnum tómarúmið endaði með hörðum skelli og skvettu. Köld væta um leið og hann lenti í Carsonsmýri, átta metra frá staðnum þar sem Dodge-inn og leigubíllinn, lóðaðir saman, þrýstu bálkesti upp í næturhimininn. Myrkur. Hvarf smám saman. Þar til allt sem eftir var var eins og risastórt rautt og svart hjól sem snerist í slíku tómarúmi að fjar- lægðin milli stjarnanna kom í hugann, freistaðu gæfunnar, fyrsta sinn er slembilukka, annað sinn er heppni, hey-hey-hey. Hjólið snerist upp og niður, rautt og svart, bendillinn tikkandi yfir prjón- ana og hann reyndi að sjá hvort það lenti á tvö- földu núlli, hústala, hússnúningur, allir tapa nema húsið. Hann reyndi að sjá það en hjólið var farið. Eftir var aðeins myrkur og alheimstómleiki, nei- kvætt, vinur, nákvæmlega núll. Köld glatkista. Johnny Smith dvaldi þar afar lengi. 3. KAFLI . T . Klukkan rúmlega tvö eftir miðnætti 30. október 1970 fór síminn að hringja í forstofu lítils húss um 240 kílómetra suður af Cleaves Mills. Herb Smith settist upþ í rúminu, ringlaður, dreg- inn hálfa leiðina yfir þröskuld svefnsins og skilinn eftir í dyragættinni, óstöðugur og ringlaður. Rödd Veru við hlið hans, kæfð af koddanum. „Síminn." „Já,“ sagði hann og sveiflaði sér fram úr rúm- inu. Hann var hávaxinn, herðabreiður maður, hátt á fimmtugsaldri, farinn að missa hárið, nú íklædd- ur bláum náttbuxum. Hann fór fram á stigapallinn og kveikti Ijósið. Fyrir neðan hann hélt síminn áfram að gefa frá sér skerandi hljóð. Hann fór niður í það sem Vera vildi kalla „síma- hornið". Þar var síminn og undarlegt símaborð sem hún hafði fengið úr verðlista þremur árum áður. Herb hafði frá uþphafi neitað að troða sínum 110 kílóum á sætið. Hann stóð við að tala í símann. Borðskúffan var full af Úrvali og Örlög- blöðum. Herb teygði sig að símanum, lét hann síðan hringja aftur. Upphringing um miðja nótt þýddi yfirleitt eitt af þrennu: Gamall vinur hafði farið algerlega á skall- ann og ákveðið að það gleddi mann að heyra frá sér þó klukkan væri orðin tvö; skakkt númer; slæmar fréttir. Herb tók upp tólið og vonaðist eftir miðvalinu. „Halló?" Skýr karlmannsrödd spurði: „Er þetta hjá Her- bert Srnith?" „Já?“ „Við hvern tala ég, með leyfi?“ „Þetta er Herb Smith. Hvað ... ?“ „Viltu bíða andartak?“ „Já, en hver... ?“ Of seint. Hann heyrði lágan dynk eins og sá á hinum endanum hefði misst annan skóinn sinn. Hann hafði verið settur / bið. Meöal þess fjöl- marga sem honum mislíkaði við símann - slæmt samband, krakkar að gabba sem vildu vita hvort maður væri meö Prins Albert í dós, símastúlkur sem hljómuðu eins og tölvur og tunguliprir sölu- menn sem vildu selja tímaritsáskriftir - þá líkaði honum verst af öllu að vera settur / bið. Það var einn þessara lúmsku siða sem laumast höfðu inn í nútímal ífið á undanförnum tíu árum, næstum án þess að nokkur tæki eftir því. Endur fyrir löngu hefði sá á hinum endanum einfaldlega sagt „Viltu bíða aðeins?" og lagt símann frá sér. ( þá daga gat maður að minnsta kosti heyrt samræður í fjarlægð, geltandi hund, útvarp, grátandi barn. Að vera / bið var allt annað mál. Sambandið var slétt og almyrkvað. Maður var hvergi. Hvers vegna sögðu þeir ekki bara: „Viltu bíða meðan ég gref þig lifandi smástund?" Hann gerði sér grein fyrir því að hann var örlítið hræddur. „Herbert?" Hann sneri sér við, með símtólið við eyrað. Vera stóð efst í stiganum í uþplitaða brúna sloppnum sínum, hárið í rúllum, einhvers konar krem orðið eins og gifs á kinnunum og enninu. „Hver er þetta?" „Ég veit það ekki ennþá. Ég var settur í bið.“ „( bið? Klukkan korter yfir tvö að nóttur?" „Já.“ „Það er ekki Johnny, er það? Það hefur ekkert komið fyrir Johnny?" „Ég veit það ekki,“ sagði hann og barðist við að brýna ekki raustina. Hringi einhver í mann klukk- an tvö að nóttu og setji mann síðan í bið fer mað- ur að telja ættingja sína og gera skrá yfir ásig- komulag þeirra. Maður gerir lista yfir gamlar frænkur. Maður leggur saman allt sem hrjáir afa og ömmu séu þau enn fyrir hendi. Maður veltir fyr- ir sér hvort hjarta einhvers vinarins hafi hætt að slá. Og maður reynir að hugsa ekki um að maður eigi einn son sem manni þyki afar vænt um eða um að þessar hringingar komi alltaf klukkan tvö að nóttu eða hvað kálfarnir eru skyndilega orðnir stífir og þungir af spennu ... Vera var búin að loka augunum og spenna greipar á miðri, horaðri bringunni. Herb reyndi að hafa hemil á gremjunni. Stilla sig um að segja: „Vera, Biblían mælir eindregið með því að þú ger- ir þetta inni í skáp.“ Fyrir það fengi hann „Ijúft bros Veru Smith, ætlað trúlausum eiginmönnum á leið til helvítis". Klukkan tvö að nóttu og þar að auki / bið áleit hann ekki að hann mætti við því brosi. Aftur heyrðist dynkur í símanum og önnur karl- mannsrödd, eldri, sagði: „Halló, herra Smith?“ „Já, hver er þetta?“ „Mér þykir fyrir því að hafa látið þig bíða. Meggs aðstoðarvarðstjóri í fylkislögreglunni í Or- ono.“ „Er þetta vegna sonar míns? Kom eitthvað fyrir son minn?“ Án þess að vita af því hneig hann niður í sætið í símakróknum. Honum fannst hann allur mátt- vana. Meggs aðstoðarvarðstjóri spurði: „Áttu son sem heitir John Smith, ekkert millinafn?" „Er allt í lagi með hann? Er hann ómeiddur?" Fótatak í stiganum. Vera stóð við hlið hans. Andartak virtist hún róleg, síðan krafsaði hún eftir símanum eins og tígrisynja. „Hvað er að? Hvað kom fyrir Johnny minn?“ Herb reif tólið af henni og flísaði upp úr einni nögl hennar um leið. Hann hvessti á hana augun og sagði: „Ég sé um þetta.“ Hún stóð og horfði á hann, upplituð blá augun galopin fyrir ofan höndina sem hún hafði smellt yfir munninn. „Ertu þarna, herra Smith?“ Orð, sem virtust húðuð með deyfilyfjum, hrundu 9. TBL. 1991 VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.