Vikan


Vikan - 04.05.1991, Side 43

Vikan - 04.05.1991, Side 43
sem fór minnkandi, úr honum heyrðist rödd Anne Strafford: „Sara? - Sara? - Sara?“ . 3 * Þegar Sara kom að sjúkrahúsi Austur-Maine var klukkan fimmtán mínútur yfir tólf. Hjúkrunarkonan í móttökunni leit á fölt, tekið andlit hennar, vó og mat getu hennar til að taka við frekari sannleika og sagði henni að John Smith væri enn á skurö- stofunni. Hún bætti við að foreldrar Johnnys væru á biðstofunni. „Þakka þér fyrir," sagði Sara. Hún beygði til hægri í stað vinstri, lenti inni í lyfjaskáp og varð að fara til baka. Biðstofan var máluð í skærum, hreinum litum sem skáru í augu hennar. Nokkrar manneskjur sátu og flettu slitnum tímaritum eða störðu út í loftið. Gráhærð kona kom úr lyftunni, rétti vinkonu sinni gestapassann og settist niður. Vinkonan tif- aði á brott á háum hælum. Hinir héldu áfram að sitja, biðu þess að að þeim kæmi að heimsækja föður sem var að láta taka gallsteina, móður sem hafði uppgötvað lítinn hnúð undir öðru brjóstinu fyrir aðeins þremur dögum, vin sem ósýnilegur hamar hafði slegið í bringuna þegar hann var að skokka. Andlit þeirra sem biðu voru í vandlega skorðuðum sjálfsstjórnarstellingum. Sara fann að óraunveruleikinn var á næsta leiti aftur. Einhvers staðar hringdi lágvær bjalla. Það brakaði í hrá- gúmmísóluðum skóm. Það hafði allt verið í lagi þegar hann fór frá henni. Það var varla hægt að ímynda sér að hann iægi í einum þessara múr- turna, upptekinn af því að deyja. Hún þekkti Smith-hjónin úr á augabragði. Hún leitaði eftir fornöfnum þeirra en fann þau ekki strax. Þau sátu saman aftarlega í herberginu og öfugt við hitt fólkið þar hafði þeim enn ekki unnist timi til að sættast við það sem hafði hent þau. Mamma Johnnys var með kápuna á stólnum fyrir aftan sig og hélt þétt um Biblíuna sína. Varir hennar hreyfðust er hún las og Sara mundi að Johnny hafði sagt að hún væri afar trúuð - kannski of trúuð, einhvers staðar mitt á milli trúar- ofstækis og þeirra sem handfjatla höggorma, mundi hún að hann hafði sagt. Herra Smith - Herb, mundi hún nú, hann heitir Herb - var með tímarit á hnjánum en var ekki að lesa það. Hann horfði út um gluggann þangað sem haust Nýja- Englands brenndi sig í átt að nóvember og vetrin- um framundan. Hún gekk yfir til þeirra. „Herra og frú Smith?“ Þau litu upp á hana, andlit þeirra strengd til að taka við högginu sem þau hræddust. Frú Smith tókfastar um Biblíuna, sem láopin á Jobsbók, þar til hnúar hennar hvítnuðu. Unga konan fyrir fram- an þau var ekki íklædd hjúkrunarkonu- eða lækn- isbúningi en það skipti þau engu máli þegar hér var komið sögu. Þau biðu eftir lokahögginu. „Já, við erum Smith-hjónin,“ sagði Herb lágt. „Ég heiti Sara Bracknell. Við Johnny erum góðir vinir. Saman, segir maður líklega. Má ég setjast?" „Vinstúlka Johnnys?" spurði frú Smith með hvössum, næstum ásakandi raddblæ. Nokkrir litu stuttlega upp og síðan aftur á slitnu tímaritin sín. „Já,“ sagði hún. „Stúlkan hans Johnnys." „Hann skrifaði aldrei um að hann ætti vinkonu," sagði frú Smith í sama hvassa tóninum. „Nei, það gerði hann aldrei." „Suss, marnrna," sagði Herb. „Sestu, ungfrú ... var það ekki Bracknell?" „Sara,“ sagði hún þakklát og fékk sér stól. „Ég...“ „Nei, það gerði hann aldrei," sagði frú Smith hvasst. „Drengurinn minn dáði Guð en undanfarið varð hann honum svolítiðfráhverfur. DómurGuðs er sviplegur, skaltu vita. Það er það sem gerir hrösun svo hættulega. Þú veist ekki daginn eða stundina...“ „Suss,“ sagði Herb. Fólk leit upp aftur. Hann leit strangur á svip á konu sína. Hún leit ögrandi til baka andartak en augnaráð hans hvikaði hvergi. Vera leit undan. Hún var búin að loka Biblíunni en fingur hennar fitluðu hvíldarlaust við blaðsíðurnar eins og þeir þráðu að komast aftur í hið tröllaukna niðurbrot á lífi Jobs, næga óheppni til að setja hennar og sonar hennar í einhvers konar biturt samhengi. „Ég var með honum í gærkvöldi," sagði Sara og við það leit konan upp aftur, ásakandi. Á því andartaki mundi Sara biblíumerkinguna af að vera „með“ einhverjum og fann að hún roðnaði. Það var eins og konan gæti lesið hugsanir hennar. „Við fórum á héraðshátíðina ...“ „Stað syndar og illsku,“ sagði Vera Smith hátt og skýrt. „Ég ætla að segja þér í síðasta sinn að hafa hljótt, Vera,“ sagði Herb hörkulega og skellti hönd sinni yfir aðra hönd konu sinnar. „Ég meina það. Þetta virðist vera ágæt stúlka hérna og ég vil ekki hafa það að þú sért að sneiða að henni. Er það skilið?" „Staðir syndarinnar," endurtók Vera þrjósku- lega. „Ætlarðu að þegja?“ „Slepptu mér. Mig langar til að lesa Biblíuna mína.“ Hann sleppti henni. Sara var ráðvillt og vand- ræðaleg. Vera opnaði Biblíuna sína og hóf lestur- inn aftur, varir hennar hreyfðust. „Vera er í miklu uppnámi," sagði Herb. „Við erum bæði í uppnámi. Þú ert það líka, sé ég.“ „Já.“ „Skemmtuð þið Johnny ykkur vel í gærkvöldi?" spurði hann. „Á hátíðinni?" „Já,“ sagði hún og lygin og sannleikurinn í þessu einfalda orði fóru í eina flækju í heila hennar. „Já, við gerðum það, þangað til... nú, ég fékk skemmda pylsu eða eitthvað. Við vorum á mínum bíl og Johnny ók mér heim til mín í Veaz- ie. Mér var afar illt í maganum. Hann hringdi eftir leigubíl. Hann sagðist ætla að hringja í skólann og tilkynna mig veika í dag. Og það var það síð- asta sem ég sá af honurn." Tárin fóru að flóa og hún vildi ekki gráta fyrir framan þau, sérstaklega ekki frammi fyrir Veru Smith, en það var engin leið að stöðva þau. Hún fálmaði eftir pappírsþurrku í töskunni sinni og hélt henni að andlitinu. „Svona, nú,“ sagði Herb og lagði handlegginn utan um hana. „Svona, nú.“ Hún grét og henni fannst á einhvern óljósan hátt að honum liði betur að hafa einhvern að hugga; kona hans hafði fund- ið sína eigin myrku tegund huggunar í sögu Jobs og hann kom þar hvergi nærri. Einhvern veginn byrgði hún tárin inni og jafnaði sig. Frú Smith sat teinrétt eins og hún hefði hrokk- ið upp af martröð og tók hvorki eftir tárum Söru né tilraunum eiginmanns síns til að hugga hana. Hún las Biblíuna sína. „Segið mér,“ sagði Sara. „Hversu slæmt er það? Getum við vonað?“ Vera svaraði áður en Herb komst að. Rödd hennar var sem þurr þruma staðfests skapadóms. „Það er von í Guði, góða.“ Sara sá kvíðaglampann í augum Herbs og hugsaði: Hann heldur að hún hafi misst vitið við þetta. Og kannski er það svo. * 4 * Langt síðdegi teygði sig yfir að kveldi. Einhvern tíma eftir klukkan tvö síðdegis, þegar byrjað var að hleypa út úr skólunum, fór hópur af nemum Johnnys að tínast inn, íklæddir herfrökk- um, furðuhöttum og útjöskuðum gallabuxum. ’ Sara sá ekki marga þeirra sem hún hugsaði um sem flibbahópinn - krakka á leið í menntaskóla og á uppleið, með skýr augu og enni. Flestir þeirra sem höfðu fyrir því að koma voru rugludallarnir og þeir síðhærðu. Nokkrir komu til Söru og spurðu hana í lágum hljóðum hvað hún vissi um líðan herra Smiths. Hún gat ekki annað en hrist höfuðið og sagt að hún hefði ekkert heyrt. En ein stúlknanna, Dawn Edwards, sem var skotin í Johnny, las djúpan ótta Söru úr andliti hennar. Hún fór að hágráta. Hjúkr- unarkona kom og bað hana að fara. „Ég er viss um að hún jafnar sig,“ sagði Sara. Hún hélt verndandi um axlir Söru. „Leyfðu henni að jafna sig í nokkrar mínútur." „Nei, mig langar ekki til að vera hérna," sagði Dawn og fór í flýti, svo einn af hörðu plaststólun- um valt með glamri. Andartaki síðar sá Sara stúlk- una sitja úti á tröppum í kaldri októbersólinni með höfuðið á hnjánum. Vera Smith las Biblíuna sína. Um fimmleytið voru flestir nemanna farnir. Dawn var farin líka; Sara hafði ekki séð hana fara. Klukkan sjö kom ungur maður með STRAWNS LÆKNIR nælt skakkt I boðunginn á hvíta sloppn- um inn á biðstofuna, leit I kringum sig og gekk I átt til þeirra. „Herra og frú Smith?" spurði hann. Herb dró djúpt andann. „Já. Það erum við.“ Vera lokaði Biblíunni sinni með smelli. „Viljið þið gjöra svo vel að koma með mér?“ Jæja, hugsaði Sara. Nú á að ganga að litlu af- viknu herbergi og svo koma fréttirnar. Hverjar sem þær eru. Hún myndi bíða og þegar þau kæmu til baka myndi Herb Smith segja henni það sem hún þyrfti að vita. Hann var góður maður. „Hefurðu fréttir af syni mínum?“ spurði Vera með sömu skýru, sterku og næstum móðursjúku röddinni. „Já.“ Strawns læknir leit á Söru. „Ert þú I fjöl- skyldunni, frú?“ „Nei,“ sagði Sara. „Vinur." „Náinn vinur,“ sagði Herb. Hlý, sterk hönd lok- aðist fyrir ofan olnboga hennar, rétt eins og hin hafði lokast um upphandlegg Veru. Hann hjálpaði þeim báðum að standa á fætur. „Við förum öll saman, ef þér er sama.“ „Vitanlega." Hann leiddi þau framhjá lyftunum og inn gang að skrifstofu sem merkt var FUNDARHERBERGI. Hann opnaði fyrir þeim og kveikti á flúrljósunum í loftinu. í herberginu var langt borð og tólf skrif- stofustólar. Strawns læknir lokaði dyrunum, kveikti í sígar- ettu og fleygði brenndu eldspýtunni í einn af öskubökkunum sem voru á víð og dreif á borðinu. „Þetta er erfitt," sagði hann eins og við sjálfan sig. „Þá er best að þú segir það bara hreint út,“ sagði Vera. „Já, það er kannski best.“ Það var ekki Söru að spyrja en hún réð ekki við sig. „Er hann dáinn? Gerðu það, ekki segja að hann sé dáinn .. „Hann er í dauðadái." Strawns settist og dró sígarettureykinn djúpt að sér. „Smith varð fyrir al- varlegum höfuðmeiðslum og heilaskemmdir hafa 9. TBL. 1991 VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.