Vikan


Vikan - 04.05.1991, Síða 45

Vikan - 04.05.1991, Síða 45
„Svo sannarlega." „Og koma í heimsókn þegar þú getur. Pownal er ekki það langt héðan.“ Hann hikaði. „Mér sýn- ist að Johnny hafi valið sér réttu stúlkuna. Ykkur var fúlasta alvara, var það ekki?“ „Jú,“ sagði Sara. Tárin komu enn og hún tók eftir þátíðarforminu. „Okkur var það.“ „Vertu sæl, elskan." „Vertu sæll, Herb.“ Hún lagði símann á og hringdi síðan á sjúkra- húsið að spyrja eftir Johnny. Það hafði ekki orðið nein breyting. Hún þakkaði gjörgæsluhjúkrunar- konunni og gekk stefnulaust fram og til baka í íbúðinni. Hún hugsaði um Guð senda flota fljúg- andi diska til að sækja hina rétttrúuðu og þjóta með þá til Orion. Það var álíka mikið vit í því og hverju öðru þegar í hlut átti Guð sem var nógu vit- laus til að steikja heilann í Johnny Smith og setja hann í dauðadá sem líklega tæki aldrei enda - nema með óvæntum dauðdaga. Hún var með möþþu af nýnemaritgerðum til leiðréttingar. Hún útbjó te í bolla og settist við þær. Ef það var á einhverju einu andartaki sem Sara tók við stjórninni á lífi sínu eftir Johnny aftur þá var það þarna. 4. KAFLI . , . Morðinginn var sleipur. Hann sat á bekk í borgargarðinum nálægt hljómsveitarpallinum, reykti Marlboro og raulaði lag af hvítu plötu Bítlanna - „you don’t know how lucky you are, boy, back in the, back in the, back in the USSR .. Hann var ekki morðingi ennþá, ekki þannig. En hann hafði verið að hugsa um það lengi, að drepa. Hann hafði sárlangað til þess og klæjað í lófana. Ekki á slæman hátt, nei. Hann var mjög bjartsýnn á þetta. Þetta var rétti tíminn. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að nást. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af klemmunni. Af því að hann var sleipur. Svolítill snjór fór að falla að ofan. Þetta var tólfti nóvember 1970 og 250 kílómetra norðaustan við þessa meðalstóru Maine-borg hélt myrkur svefn Johns Smith stöðugt áfram. Morðinginn leit yfir garðinn - almenninginn, eins og ferðamenn á leið um Castle Rock kölluðu hann. En það voru engir ferðamenn núna. Garð- urinn, sem var svo grænn á sumrin, var nú guln- aður, nakinn og dauður. Hann beið eftir því að veturinn breiddi almennilega yfir hann. Vírnetið, sem hindraði að knötturinn færi út af vellinum þegar krakkarnir voru í hafnabolta, stóð í ryðguðu demantamynstri sem skaraðist og bar við hvítan himininn. Það þurfti að mála hljómsveitarpallinn. • Þetta var dapurleg sjón en morðinginn var ekk- ert niðurdreginn. Hann var næstum óður af kæti. Tær hans langaði að steppa, fingurna langaði að smella. Hann léti ekki neitt fæla sig frá í þetta sinn. Hann drap í sígarettunni undir stígvélshæl og kveikti samstundis í annarri. Hann leit á úrið. 3:02 síðdegis. Hann sat og reykti. Tveir drengir fóru gegnum garðinn. Þeir köstuðu fótbolta fram og til baka en sáu ekki morðingjann af því að bekkirnir voru í slakka. Þetta var líklega staður sem sóða- serðarar heimsóttu á kvöldin þegar hlýrra var í veðri. Hann vissi allt um sóðaserðara og hvað þeir gerðu. Mamma hans hafði sagt honum það og hann hafði séð þá. Við tilhugsunina um móður hans dofnaði brosið eilítið. Hann minntist þess þegar hann var sjö ára og hún hafði komið inn í herbergið hans án þess að banka - hún bankaði aldrei - og gripið hann I að fitla við tippið á sér. Hún hafði bókstaflega brjálast. Hann hafði reynt að segja henni að þetta væri ekkert. Ekkert slæmt. Það hefði bara staðið út í loftið. Hann hafði ekki gert neitt til að fá það til að standa, það gerði það bara sjálft. Og hann sat bara þarna og lét það sveiflast fram og til baka. Það var ekki einu sinni sérlega skemmtilegt. Það var leiðinlegt að vissu leyti. En móðir hans hafði tapað sér gjörsamlega. Langar þig að verða sóðaserðari? hafði hún öskrað á hann. Hann vissi ekki einu sinni hvað orðið þýddi - sóði, hann þekkti það, en hitt - þó hann hefði heyrt suma stærri krakkanna nota það á skólalóðinni í grunnskóla Castle Rock. Langar þig að verða sóðaserðari og fá sýkingu? Viltu að það renni úrþví gröftur? Viltu að það verði svart? Viltu að það rotni af? Ha? Ha? Ha? Svo fór hún að hrista hann og hann fór að hrína af hræðslu, jafnvel þá var hún stór kona, ráðrík og drembilát skonnorta og hann var ekki morðinginn þá, hann var ekki sleipur þá, hann var lítill drengur, hrínandi af hræðslu og tiþþið hans hafði fallið saman og var að reyna að skreþþa inn í lík- ama hans aftur. Hún hafði látið hann vera með klemmu á því í tvo tíma svo hann fyndi hvernig væri að fá svona sýkingu. Sársaukinn var óbærilegur. ** Skammæja snjóélið var stytt Uþþ. Hann ýtti ímynd móður sinnar úr huga sér, nokkuð sem hann gat gert án fyrirhafnar þegar honum leið vel, nokkuð sem hann gat alls ekki þegar honum leið illa og var þunglyndur. Honum stóð núna. Hann leit á úrið. 3:07. Hann sleppti sígarettunni hálfreyktri. Einhver var að koma. Hann kannaðist við hana. Þetta var Alma, Alma Frechette úr Kaffikönnunni handan við götuna. Að koma af vaktinni. Hann þekkti Ölmu; hafði boðið henni út einu sinni eða tvisvar, hún hafði skemmt sér vel. Fór með hana yfir á Heiðríkjuhæð í Naples. Hún dansaði vel. Sóðaserðarar dönsuðu oft vel. Hann var feginn að það var Alma sem var að koma. Hún var ein. Back in the US, back in the US, back in the USSR- „Alrna," kallaði hann og veifaði. Henni brá dá- lítið, leit í kringum sig og sá hann. Hún brosti og gekk yfir að bekknum þar sem hann sat, sagði halló og nefndi hann með nafni. Hann stóð upp, brosandi. Hann hafði ekki áhyggjur af þvi að neinn kæmi. Ekkert fékk snert hann. Hann var Ofurmennið. „Hvers vegna ertu í þessu?“ spurði hún og horfði á hann. „Er ég ekki sleipur?" sagði hann brosandi. „Ég myndi nú ekki beint...“ „Langar þig að sjá svolítið?" spurði hann. „Á sviðinu. Það er alveg stórmerkilegt." „Hvað er það?“ „Komdu og sjáðu.“ „Allt í lagi.“ Svona einfalt. Hún fór með honum að sviðinu. Hefði einhver verið á leiðinni gat hann ennþá hætt við. En enginn kom. Enginn fór framhjá. Þau höfðu almenninginn út af fyrir sig. Hvítur himinninn breiddi sig yfir þau. Alma var lágvaxin stúlka með Ijóst hár. Litað Ijóst hár, var hann viss um. Drusiur lituðu á sér hárið. Hann leiddi hana upp á girt sviðið. Fætur þeirra framleiddu holt, dautt bergmál á fjölunum. Nótna- statíf lá í einu horninu. Þarna vartóm viskíflaska. Þetta var staður sem sóðaserðarar komu á, það var á hreinu. „Hvað?“ spurði hún dálítið undrandi núna. Dá- lítið taugaóstyrk. Morðinginn brosti glaðlega og benti vinstra megin við nótnastatífið. „Þarna. Sérðu?" Hún fylgdi bendingu hans. Notaður smokkur lá á fjölunum eins og uppþornaður snákshamur. Andlit Ölmu stífnaði upp og hún sneri sér svo hratt við að hún komst næstum framhjá morðingj- anum. „Þetta er ekkert fyndið ...“ Hann þreif til hennar og kastaði henni aftur- ábak. „Hvert heldurðu að þú sért að fara?“ Augu hennar urðu skyndilega árvökul og hrædd. „Hleyptu mér héðan. Ella hefurðu verra af. Ég hef engan tíma fyrir sjúklega brandara ...“ „Þetta er enginn brandari," sagði hann. „Þetta er enginn brandari, sóðaserðarinn þinn.“ Ánægj- an af því að kalla hana sínu rétta nafni gerði hann vankaðan. Heimurinn hringsnerist. Alma stökk til vinstri, stefndi á lága grindverkið sem umkringdi pallinn, ætlaði sér að stökkva yfir þaö. Morðinginn náði í kragann á ódýru klæðis- kápunni hennar og þreif hana til baka. Káþan rifn- aði með lágu malandi hljóði og hún opnaði munn- inn til að æpa. Hann smellti hendinni yfir munninn á henni, kramdi varirnar við tennurnar. Hann fann heitt blóð í lófa sínum. Hún sló til hans, krafsaði eftir haldi en það var ekkert hald. Ekkert hald vegna þess að hann ... hann var... Sleipur! Hann fleygði henni niður á fjalirnar. Hönd hans losnaði af munni hennar sem nú var alþakinn blóði og hún opnaði munninn aftur til aö æpa en hann lenti ofan á henni, másandi, glottandi og loft- ið þaut úr lungum hennar með hljóðlausum hvini. Hún fann fyrir honum núna, beinstífum, risavöxn- um og bólgnum, hún hætti að reyna að öskra en hélt áfram að brjótast um. Fingur hennar gripu og runnu, gripu og runnu. Hann þvingaði fætur henn- ar ruddalega sundur og lagðist milli þeirra. Önnur hönd hennar rakst í nefhrygg hans svo hann tár- aðist. „Sóðaserðarinn þinn,“ hvíslaði hann og hendur hans lokuðust um háls hennar. Hann hélt um kverkar henni, reif höfuð hennar upp af sviðs- fjölunum og skellti því svo niður aftur. Augu henn- ar tútnuðu út. Andlitið varð Ijósrautt, svo dökk- rautt, síðan fjólublátt og óeðlilega fullt af blóði. Umbrotin urðu veikari. „Sóðaserðari, sóðaserðari, sóðaserðari," más- aði morðinginn hás. Nú var hann orðinn morðing- inn, dagar Ölmu Frechette, nuddandi líkama sín- um utan í fólk á Heiðríkjuhæð, voru taldir. Augu hennar tútnuðu út eins og augun í sumum dúkk- unum sem seldar voru á héraðshátíðum. Morð- inginn másaði hás. Hendur hennar lágu máttlaus- ar á fjölunum núna. Fingur hans voru næstum horfnir. Hann sleppti takinu af hálsinum á hennar, til- búinn að þrífa til hennar aftur ef hún bærði á sér. En hún gerði það ekki. Eftir andartak reif hann kápuna hennar opna með titrandi höndum og ýtti upp pilsinu á bleika einkennisbúningnum. Hvítur himinninn horfði niður. Borgargarðurinn í Castle Rock var auður. í rauninni fannst kyrkt og vanvirt I ík Ölmu Frechette ekki fyrr en daginn eftir. Kenning lögreglustjórans var sú að flakkari hefði gert þetta. Blaðafyrirsagnir birtust um gjörvallt fylkið og í Castle Rock var fólk almennt sammála hugmynd lögreglustjórans. Sannarlega hefði enginn piltur úr bænum getað drýgt svona hryllilegan verknað. 9. TBL.1991 VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.