Vikan


Vikan - 04.05.1991, Qupperneq 55

Vikan - 04.05.1991, Qupperneq 55
í faðmi fjölskyldunnar. Guðmundur ásamt konu sinni, Björgu Gilsdóttur og dætrunum, Ragnhildi 6 ára og Arnheiði eins og hálfs árs. handbolta úti, sem ég hafði reyndar einnig komið við hér heima, og kynntist þannig mörgum og komst fljótt inn í hugsanaganginn þarna sem er aðeins öðruvísi en hér. Meira er lagt upp úr því að menn séu á mínútunni og meiri agi en maður átti von á. En okkur íslendingunum var vel tekið og fólk veit mikið um Island þarna. Við fengum strax lán frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna fyrir þýskunámið sem var fyrsta önnin. Á ári fær maður ekki lán nema fyrir níu mánuði og lánin eru þannig að ég fæ 100% lán sjálfur, 50% fyrir maka og 25% fyrir barn. Það gekk ekk- ert fyrst að lifa af þessu þvi maður var svolítill klaufi svona í byrjun bæði í innkaupum og því að skynja hvernig hægt er að lifa hagstætt. Það sem bjargaði þessu var að ég var búinn að safna svolitlu af pen- ingum áður en ég fór út þannig að við gátum keypt aðeins inn í íbúðina sem við fengum. Við vorum svo heppin að komast strax inn í stúdenta- íbúð. Fyrir um það bil 35 fer- metra íbúð borguðum við ná- lægt sextán þúsund krónur. Þetta var bara einn „gámur" með klósetti en það dugði okk- ur alveg fyrst. Bara leigan var um það bil þriðjungurinn af því sem við fengum á mánuði frá lánasjóðnum. Annað t sam- bandi við þetta var það að lánasjóðurinn greiðir yfirleitt ekki fyrirfram og þó að lánin eigi að vera komin á ákveðn- um tíma þá er það ekki alltaf þannig. Þá er nauðsynlegt að hafa góðan umboðsmann heima til að greiða fyrir málum. Það kom oft fyrir að við þurftum að bíða þrjá til fjóra mánuði eftir láninu. Ef við heföum ekki haft spariféð í upphafi hefðum við getað lent í bölvuðu klandri því það koma eyður í þetta vegna þess að lánin koma ekki mánaðarlega heldur í lengri tíma skömmtum. Maður varð að gjöra svo vel að passa sig og spara rosa- lega. Ég man það að við hituð- um til dæmis hakk og svo dag- inn eftir var pítsa með hakki, heimatilbúin. Ef eitthvað var enn eftir af hakkinu var ristað brauð með hakki þriðja daginn. Svo var hituð súpa og bakað brauð því maður fór ekki út í búð og keypti nauta- lundir eða grillaði um hverja helgi, það var bara ekki um það að ræða. Þetta lán nægir ekki fyrir því að búa í íbúð á almennum leigumarkaði og halda sér uppi og maka, auk þess að vera í skóla, maður lifir ekki af því.“ Guðmundur segir skólaárið við (þróttaháskólann í Köln vera þannig upp byggt að lán til níu mánaða dugi varla, mun sanngjarnara væri að lánað væri til tíu mánaða og segist hann hafa reynt að berjast fyrir því með bréfaskriftum og fleiru og það hafðist fyrir rest, þegar Guðmundur var kominn úr námi! Hann þurfti meðal ann- ars að sleppa einni önninni og fara heim vegna peninga- leysis. „Ég hefði kannski get- að komist í gegnum þetta með því að senda konuna heim þannig að þetta var ekki ein- göngu lánasjóðnum að kenna.“ Nú skulum við venda okkar kvæði í kross. Guðmundur Karlsson, nú afreksmaður í íþróttum, lifði nánast á vatni og brauði í Þýskalandi eða þannig, uppistaðan var brauð- matur og salat. Hvernig fór þetta fæðuval saman við æfingar? „Ég æfði við mjög góðar að- stæður þarna úti. Ég byrjaði að lyfta í ágætis lyftingaklefa í skólanum og þar sá ég menn taka einhvers konar dansspor sem ég skildi ekkert í svo ég fór og spurði þá hvaða íþrótta- grein þeir stunduðu. Sleggju- kast. Þetta hafði alltaf kitlað mig en ég hafði aldrei haft tækifæri hér heima til að stunda sleggjukast. Ég fór með þeim á mína fyrstu æf- ingu, kastaði 25 metra og fannst mjög gaman að þessu en gerði lítið í fyrstu, æfði einu sinni í viku en kastaði þó 45.90 á fyrsta árinu. Síðan ákvað ég að leggja allt í þetta og á næsta ári kastaði ég 54.90 metra. Næstu tvö árin æfði ég mjög mikið við mjög góðar aðstæður. En talandi um salat og brauð. Mér fannst alveg vanta þetta íslenska kjarnafæði, maður er svolítið háður þessu; fiskurinn, það er orkan. Ég var orðinn ansi þreyttur á öllu þessu salati, brauði og spaghettíi!" En styður skólinn afreks- menn á einhver hátt? „Nei, það er enginn stuðn- ingur á nokkurn hátt, hvort sem maður heitir Jurgen Hing- sen (heimsmethafi í tugþraut á sínum tíma). Enginn fær neinn stuðning frá skólanum. Þetta er að því leyti mjög ólíkt skóla- kerfinu í Bandaríkjunum." Síðan fær Guðmundur stöðu landsliðsþjálfara ís- lenska frjálsíþróttalandsliðsins og segir það hafa verið mjög freistandi verkefni þrátt fyrir að hann yrði við það heldur óvin- sæll meðal íslenskra frjáls- íþróttaþjálfara. Þetta var 1988 og á þeim tíma sem hann þjálfaði landsliðið æfði hann sama og ekkert. Árið eftir kast- aði hann sleggjunni 61,74 metra og sló gamalt íslands- met Erlendar Valdimarssonar. Nú er hann besti árangur og íslandsmet 63,60 metrar. „Það hefði mátt vera meira," segir hann. „Ég átti meira inni. Þá sagði þýskur sleggjukast- ari, vinur minn, að mig vantaði fimmtán þúsund köst til að fín- pússa og það getur vel passað. Ég næ um það bil fimm þúsund köstum á ári þannig að ég á enn þrjú ár í það. Nú stefni ég að því að ná ólympíulágmarkinu fyrir leik- ana 1992 [ Barcelona. Ég stefni að því að verða einn af fyrstu mönnunum til að fara fyrst á ólympíuleika sem þjálf- ari (1988) og fara síðan sem keppandi á næstu leika á eftir." Að lokum, hver er reynsla Guðmundar af verunni í Þýskalandi? „Mér leið mjög vel í Þýska- landi og flestir sem ég kynntist þar voru alveg eðalvinir. Ég held að ég geti fullyrt, þó ég sé nú ekki búinn að lifa lengi, að þetta hafi verið bestu ár ævi minnar og ef til vill má segja að maður þroskist um tvö ár á einu með því að fara svona til útlanda. Andlegi þroskinn er gífurlegur. Það er miklu meira en að segja það að fara út í svona dæmi og klára það.“ Þetta skulu vera lokaorð íþróttafræðingsins og afreks- mannsins Guðmundar Karls- sonar sem í dag, kominn úr námi, skuldar Lánasjóði is- lenskra námsmanna 3,7 millj- ónir! □ 9.TBL1991 VIKAN 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.