Vikan


Vikan - 04.05.1991, Side 66

Vikan - 04.05.1991, Side 66
TEXTI: JÓHANNA SIGÞÓRSDÓTTIR phantom der Oper °9 uppfærslan gæti orðiö að veruleika í Hamborg og rúmar það 2000 manns í sæti. Húsið er af þessum sökum hannað með góðan hljómburð í huga og er þar viðhöfð öll nýjasta tækni þar að lútandi. Sviðs- búnaðurinn er jafnframt ævin- týralegur - eins og reyndar sýningin öll. Verkið er byggt á sögu eftir franska höfundinn Gaston Leroux (1868-1927) um sam- skipti vofunnar (The Phantom) og hinnar ungu óperusöng- konu Christine. Vofan er aftur- genginn, óhamingjusamur hæfileikamaður sem hafði orð- ið fyrir slysi og var hálft andlitið á honum afmyndað. Þess vegna bar hann grímu sem huldi afskræminguna og svo er um vofuna líka. Vofan kennir Christinu sönglistina svo vel að hún slær í gegn í Parísaróperunni en þar eiga atburðirnir sér stað. Vofan býr THE PHANTOM OF THE OPERA í HAMBORG: STÓRKpSREG UPPLIFUN í >EVINTYRALEGU LEIKHÚSI -SÝNTFYRIR FULLU HÚSI SEXKVÖLD ÍVIKU- Hverjum hefði dottið það í hug þegar Jesus Christ Superstar var settur á fjalirnar að nokkrum árum seinna semdi höfundur- inn, Andrew Lloyd Webber, annan söngleik sem næði enn meiri vinsældum og yrði í raun fremur klassískt verk en í anda dægurlaga okkar tíma? Hér er átt við The Phantom of the Opera sem sýndur hefur verið fyrir milljónir áhorfenda í London, New York og Ham- borg síðustu misserin. Fyrst var söngleikurinn settur á svið í London árið 1986 og náði strax feiknarlegum vinsæld- um. Þar söng eiginkona höf- undarins, Sarah Brightman, aðalkvenhlutverkið, Christine Daaé. Tíðindamenn Vikunnar áttu því láni að fagna fyrir skömmu að sjá söngleikinn, Das Phant- om der Oper, í Hamborg. Þar hefur verkið verið sýnt fyrir fullu húsi í á þriðja ár, sex kvöld vikunnar og er ekkert lát á aðsókninni. Sýningin fer fram í nýju óperuhúsi sem var byggt sérstaklega til þess að Salurinn tekur tvö þúsund manns í sæti og er hljómburður- inn ákaflega góður. Hér er söng- leikurinn fluttur fyrir fullu húsi sex kvöld vikunnar og þarf að panta miða langt fram í tímann. Neue Flora-leikhúsið í Hamborg sem byggt var til þess að Das Phantom der Oper kæmist á svið. Aðeins tuttugu mánuðir liðu frá þvi að grunnurinn var tekinn fram að frumsýningu. í dýpstu afkimum þessa mikla völundarhúss og með ýmsum ráðum reynir hún að tæla ungu söngkonuna til sín því hún ann henni hugástum. Verkið er átakamikið - og er tónlistin í fáum orðum sagt meö því besta sem gerist í tónleikahúsum nú til dags og er uppfærslan í Hamborg sögð ekki gefa London eða New York neitt eftir. Þar eru líka valdir listamenn í hverju rúmi, allt frá búningahönnuð- um upp [ söngvara þá sem fara með helstu hlutverkin. ( Die Neue Flora-leikhúsinu í Hamborg fer sýningin að sjálfsögðu fram á þýsku en það þarf ekki að koma að sök fyrir þá sem ekki skilja það ágæta tungumál. Dagskrána er einnig unnt að fá á ensku og má segja að það geri gæfu- muninn - því bara það að vera viðstaddur sýninguna er upp- lifun út af fyrir sig. Tónlistin og ævintýrin, sem gerast á svið- inu, nægja til þess að fólk njóti hvers augnabliks. - Eigum við nokkuð að segja fleira? Sjón og heyrn eru sögu ríkari. □ 66 VIKAN 9. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.