Vikan


Vikan - 04.05.1991, Síða 77

Vikan - 04.05.1991, Síða 77
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars -19. apríl Stöðugleiki kemst á heimilislífið eftir 9. maí. Róman- tíkin virðist vera á höttunum eftir þér ef þú bara tekur eftir henni. Sú útrás sem skilar þér mestu til baka um þessar mundir er hjálp- semi við fólk. <W> nautið 'T? 20. apríl - 20. maí Mánuðurinn byrjar vel en þú gætir þurft að vera svolítið út af fyrir þig á næstunni, sérstak- lega varðandi mikilvæga ákvörð- un. Þú ert svolítið tvístígandi og verður því að vera ákveðin(n). Gerðu hreint fyrir þínum dyrum. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júni Eftir 6. maí fara fjármálin að hafa tilhneigingu til að ganga upp og niður en þú getur ráðið stefnunni ef þú vilt. Nærvera þín virkar vel [ samkvæmislífinu en taktu engar bindandi ákvarðanir fyrst um sinn. TÆ KRABBINN 'fcy 22. júní - 22. júlí ^ Þú ert á réttri leið þessa dagana en varaðu þig samt á blekkingum. Þú skalt því ekki vera mikið á ferðinni en halda þig við troðnar slóðir. í fyrri hluta maí- mánaðar á setningin „heima er best“ sérstaklega vel við. Ævin- týrin koma seinna. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Vonbrigöi aprílmánaðar hverfa og skilja engin ummerki eftir sig. Taktu samt ekki meira að þér en þú ræður við og skemmtu þér í hófi. Jafnvel Ijón geta orðið þreytt. Vináttutengsl gætu orðið tvísýn um miðjan mánuðinn. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Spenna í mannlegum samskiptum eykst eftir 8. maí þegar þú verður skyndilega eftir- sótt(ur). Heppnin verður með þér og þú nærð góðum árangri í ein- hverju sem þú hefur litla reynslu í. Þú færð gagnlegar upplýsingar úr fjarlægð. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þú ert full(ur) sjálfs- skoðunar um þessar mundir og ýmislegt bendir til að sjálfsmynd þín sé að breytast. En þótt þú leggir mikið upp úr persónulegum vandamálum finnurðu að þú ert í góðu jafnvægi. Vertu vandlát(ur) í vinavali. SPORÐDREKINN 24. október - 21. nóv. Heimilisálag fyrri daga hverfur og þú getur loksins farið að slaka á. Næstu dagar verða á margan hátt minnisstæðir og það eru líkur á að þú farir I skemmti- legt ferðalag. Einbeittu þér að nýj- um hugðarefnum. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Fjármálavafstur heldur áfram að skipta miklu máli fyrir þig allan þennan mánuð. Afskipti þín af einhverjum opinberum málum, svo sem pólitík, bera ávöxt og færa þér óvæntan ávinn- ing. Búðu þig undir óvænt tíðindi rétt fyrir miðjan mánuðinn. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Fjölskyldumálin komast í fastar skorður snemma ( maí þegar opnar umræður leiða til nýs skilnings meðal ástvina. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Rómantík- in blómstrar og dregur vissa manneskju að þér. Þér verður hugsaö aftur í tímann. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Haltu áfram að einbeita þér að smáatriðum varðandi starfið. Ýmislegt hefur breyst í lífi þínu á skömmum tíma og þú átt fullt í fangi með að halda sjálfs- aganum en þetta eru aðeins áhrif vorsins í ár. Spenna dregur þig niður kringum 16. maí. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Það sem fór í taugarnar á þér í vetur er nú grafið og gleymt. Ávöxtur áætlana þinna vex nú hröðum skrefum. Það verður líf- legt í kringum þig og fyrir miðjan mánuð verðurðu að taka ákvörð- un varðandi freistandi tilboð eða umfangsmikið verkefni. A ÞITT VIÐSKIPTAKORT HEIMA HÉR? ANDLITSBÖÐ, HÚÐHREINSUN, LITUN, FÓTSNYRTING, HANDSNYRTING DAG- OG KVÖLDSNYRTING VAXMEÐFERÐ BRÚÐARKJÓLALEIGA KATRÍNAR ÓSKARSDÓTTUR GRJÓTASELI16 109 REYKJAVÍK SÍMI 76928 ★ BRÚÐARKJÓLAR ★ BRÚÐARMEYJAKJÓLAR ★ SKÍRNARKJÓLAR ★ SMÓKINGAR ★ KJÓLFÖT HÁRSNYRTISTOFAN QRAMDAVEQI47 0 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra OPIÐ A LAUGARDÖQUM SÉRSTAKT VERÐ FYRIR ELLILlFEYRISÞEGA Hrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðslumeistari Helena Hólm hárgreiðslumeistari Ásgerður Felixdóttir hárgreiðslunemi Gnoðarvogi 44-46 104 Reykjavík sími: 39990 Hárgreiðslumeistarar: Elín Jónsdóttir og Ragnheiður Guðjohnsen. 9. TBL 1991 VIKAN 77

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.