Vikan


Vikan - 09.01.1992, Page 20

Vikan - 09.01.1992, Page 20
jafnvel auðveldara að fljúga farþegaþotu en að ná almennilegri mynd á svo flókin tæki. ER PRAKKARI „Tækniljósmyndun átti ekki við mig, tæknin má ekki verða of mikil. Ég er svolítill prakkari í mér. Myndir sem eru gjörsamlega bara tækni og vantar í alla tilfinningu finnst mér vera lægsta stigið." Og ég trúi Binna því að hann talar af tilfinningu og meira að segja viröist pirra hann svolítið bara það eitt aö segja orðið, tækni. „Ég vil frekar láta augnablikið ráða. Það á kannski eftir að koma mér í koll einhvern tíma en það hefur ekki gerst alvarlega ennþá,“ segir Binni og lýsir sér sem eins konar tækifæris- sinna í Ijósmynduninni. En ekki gekk námið í Iðnskólanum og þá tók Myndlistarskólinn við. „Ég átti nú ekki von á að komast þar inn en það gekk einhvern veginn. Og til þess að vera ekki bara gagnfræðingur og til að sýna smáfyr- irhyggju fór ég í teiknikennaradeild og fór að kenna teikningu. Mér líkaði vel að kenna af því að ég er alltaf svolítið þarn í mér.“ Það glittir í prakkarasvipinn á Binna í þessum töluðum orðum. En nú yfir í Ijósmyndunina. „Ljósmyndaáhuginn vaknaði ekki fyrr en ég var sautján ára. Þá fékk ég lánaða myndavél og... “ Hór gríp ég fram í fyrir Binna, vantrú- aður á að hann hafi ekki snert myndavél fyrr en svo nálægt tvítugu. Ég spyr hvort hann hafi ekki átt myndavél áður. „Jú, sko þetta er dálítil montsaga," segir Binni hógvær en ég rek á eft- ir honum, allt í lagi með smámont. „Fyrsta myndvélin, sem ég eignaðist, var frá Rúss- landi. Ég vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri teiknisamkeppni barna og verðlaunin voru myndavél. Það getur varla heitið að ég hafi myndað á vélina. Hún bilaði eiginlega bara uppi á hillu, tók hálfar 35 mm myndir. Jæja en svo fékk ég lánaða myndavél og næsti vendi- punktur var í Myndlistarskólanum þar sem ég notaði Ijósmyndir í grafík í staðinn fyrir að 16 VIKAN l.TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.