Vikan


Vikan - 09.01.1992, Side 26

Vikan - 09.01.1992, Side 26
TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR / LJÓSM.: BJÖGGI Úr Akureyrarferö NFF. „Þá stæði ég einn úti í homi og hugsaði um hvað ég væri einmana" Þannig komst Víkingur Kristjánsson, oddviti nemendafélags Flens- borgar, að orði þegar hann velti því fyrir sér hvernig það væri að vera í einhverj- um af stærri menntaskólun- um á landinu. í Fiensborg eru aðeins tæplega fimm hundruð nemendur sem saman sjá um að gera fé- lagslífið í skolanum bæði viðburðaríkt og skemmti- legt. Allir hópar þarfnast for- ingja og má segja að þeir Víkingur Kristjánsson og Atli Már Ingólfsson beri hit- ann og þungann af þvi fé- lagslífi sem fram fer í skólanum og séu foringjar nemenda á því sviði. í aðalstjórn nemendafélags Flensborgar sitja fjórir menn. Víkingur er, eins og áður sagði, oddviti stjórnar, Atli er titlaður meðstjórnandi, Víðir Már Atlason er ritari stjórnar- innar og dugnaðarforkurinn Kristinn Ingvarsson sér um fjármál félagsins. Undir aðalstjórn þessari sit- ur framkvæmdastjórn en í henni eru fulltrúar allra klúbba og nefnda sem starfandi eru í skólanum. Ljósmyndaklúbbur og skemmtinefnd eru dæmi um klúbba sem hafa mikið lát- ið til sín taka í vetur. Öll skemmtun innan skólans hvílir Aðalstjórn NFF skipa f.v. Víðir Már Atlason, Atll Már Ingólfsson, Kristinn Ingvarsson og Víkingur Kristjánsson. að mestu leyti á skemmtinefnd þar sem hún sér um fram- kvæmd allra dansleikja á veg- um skólans. Auk þess eru á hennar vegum ýmsar uppá- komur innan skólans, svo sem skemmtikvöld og fegurðar- samkeppni karla sem er orðin árviss atburður innan skólans og á miklum vinsældum að fagna. Fréttabréf er gefið út í skólanum einu sinni í viku og skólablaðið Draupnir kemur út einu sinni til tvisvar á ári. - Hvað skyldi oddvitinn sjálfur hafa að segja um fé- lagslífið í vetur? Víkingur: Hingað til hefur ekki verið neitt öðru framar. Böll eru haldin mánaðarlega og eru mjög vinsæl. Talsvert hefur verið af utanskólafólki á böllunum og oft hefur verið mikið um læti, slagsmál og því um líkt. I nóvember fórum við reynd- ar í skólaferðalag til Akureyrar 22 VIKAN l.TBL.1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.