Vikan


Vikan - 09.01.1992, Qupperneq 28

Vikan - 09.01.1992, Qupperneq 28
VIKAN R/ÍÐIR VIÐ ARNRÓR HELGASON, „Hverjum einstaklingi fylgir ákveðin útgeislun" ð undanförnu hefur mikil umræöa Æ\ veriö í gangi um sambýli fatlaðra í \ Fteykjavík. Ástæöan er sú aö íbúar f“^\ í grennd við sambýli geðfatlaöra í # m Seljahverfi og meðferðarheirnili fyrir einhverf börn á Seltjarnarnesi hafa mót- mælt staðsetningunni harölega. Sem formaður Öryrkjabandalags íslands hefur Arnþór Helga- son látið þessi mál til sín taka. Okkur langaði að fræðast lítið eitt um baráttumál samtakanna um þessar mundir - og kynnast persónunni á bak við formanninn, sem hefur ekki setið auð- um höndum um dagana. Því fór tíðindamaður Vikunnar á fund Arnþórs einn dimman dag seint á aðventu. Þegar knúið var dyra var hann að keppast við jólaundirbúninginn ásamt Elínu Árnadóttur, eiginkonu sinni. „Þegar um jafnstór samtök og Öryrkja- bandalag íslands er að ræða eru baráttumálin mörg og misjöfn. Þau mótast mjög af ástand- inu í þjóðfélaginu á hverjum tíma, meðal ann- ars þeirri ríkisstjórn sem er við völd hverju sinni því að til dæmis hafa fjárlögin auðvitað mikið aö segja fyrir samtök af þessu tagi. Segja má að Öryrkjabandalagið hafi orðið eins konar hagsmunagæslusamtök í æ meira mæli á sama hátt og verkalýðshreyfingin - þó með þeim hætti að við höfum ekki verkfallsrétt. Styrkur okkar er fólginn í þvi að hafa sem best samskipti við stjórnvöld. í stað verkfalla og að- gerða af því tagi beitum við mætti auglýsinga og samtakamáttar í æ ríkari mæli. Þannig hef- ur tekist að skapa samtökunum sess sem virkri fjöldahreyfingu sem tekið er mark á. JAFNRÉTTI OG JAFNRÆÐI Helstu baráttumál Öryrkjabandalagsins snúast meðal annars um að tryggja áframhaldandi fé til uppbyggingar á sviði málefna fatlaðra í land- inu. Það má til dæmis benda á að þegar Ör- yrkjabandalagið komst á snoðir um að í bígerð væri að færa þessi verkefni til sveitarfélag- anna, án þess að þau fengju til þess aukna tekjustofna, brást bandalagið mjög hart við og hefur vonandi tekist að hrinda þessari atlögu. Við berjumst jafnframt fyrir aukinni atvinnuþátt- töku fatlaðra á almennum vinnumarkaði og höfum haft afskipti af menntunar- og þjálfunar- málum fatlaðra. Síðan má geta þess að bandalagið hefur tekið þátt í endurskoðun laga um málefni fatlaðra og stóð meðal anparra að gerð þess frumvarps sem nú liggur fyrir stjórn- arflokkunum og verður væntanlega lagt fram á Alþingi innan skamms. Þar eru ýmis nýmæli og má þar nefna að gert verður ráð fyrir að heimilt verði að veita fötluðu fólki liðveislu á almenn- um vinnumarkaði. Þá er jafnframt kveðiö á um að heimaþjónusta við fatlaða verði aukin og er það reyndar í samræmi við frumvarp um fé- lagslega þjónustu sveitarfélaga, sem lagt var fram á síðasta vetri. Arnþór Helgason er alvarlega þenkjandi og ákveðlnn en gamansamur þegar svo ber undir. „Nú hefur það gerst að tónlistaráhugi minn hefur farið fram yfir það sem kunnátta mín leyfir í tónsmiðum." 24 VIKAN l.TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.