Vikan


Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 35

Vikan - 09.01.1992, Blaðsíða 35
Hin árvissa setning breska þingsins er dæmi um þá viðhafnarsiði sem tengjast breska konungsdæm- inu. Slíkur áhugi á hefðum og helgisiðum er yfirleitt tengdur Steingeitinni - rísandi merki Elísabetar II Englandsdrottningar. þig núna og þannig ferðu í gröfina. Þetta er eins og ógæfuspá en hún er ekki eins svört og hún hljómar. Önnur leið til að lýsa eðlislægu eirðarleysi þínu er að segja að þú viljir þróast, læra, vaxa og látir þér ekki nægja unnin afrek. Það stofnar sál þinni í hættu að vinna með þessa orku. Þú finnur á þér hvað þú gætir verið, sérð fyrir þér hvernig þú litir út ef þú vær- ir vísari, hreinni, tærari. Jafnskýrt sérðu sjálfan þig eins og þú ert, með alla þína galla og ann- marka. Andstæðurnar ættu að veita þér inn- blástur. En sé um afbökun að ræða sekkur þú niður í sjálfsgagnrýni, sektarkennd og lam- andi, sjálfskapaðar takmarkanir. Hið sjúklega ástand birtist síðan út á við sem gagnrýninn og smásmugulegur persónuleiki. Lexía þín í lífinu er að læra sjálfsviöurkenn- ingu. Hana ert þú að læra í erfiðasta sálfræði- lega umhverfi sem um getur: innan heiðarlegs huga. LEITAR UPPI VILLUR OG VEIKLEIKA Fólk með tungl í Meyju er sundurgreinandi að eðlisfari, stööugt í leit að veikleikum og göllum. Fólk getur misskilið það og álitið þig „neikvæð- an“ eða „ofur-gagnrýninn“. Það er vel mögu- legt aö þú eigir við þau vandamál að stríða en það á aðeins viö þegar þú ferð illa með þig. Þegar þú ert heilbrigður er uppbyggjandi þáttur í skynjunum þínum, eins og þú sért alltaf að reyna að bæta hlutina. Þetta leiðir af sér að eina fólkið sem þér líður vel með eru þeir sem vilja sjá sjálfa sig raunsætt, kalla hlutina réttum nöfnum og halda áfram að breyta persónuleika sínum eða aðstæðum á sanngjarnan hátt. Þú hefur litla þolinmæði með snotrum orðum sem ekki tengjast einlægum, áþreifanlegum loforð- um. Það stuðlar að hamingju þinni að fást við tómstundastörf eða listsmíðar, eitthvað sem útheimtir færni, nákvæmni og þekkingu. Fólk með Meyju rísandi hefur nákvæman og sundurgreinandi stíl. Greindin geislar af því, stundum þannig að hún hræðir aðra. Eitthvað í áru þinni virðist vera að rannsaka allt - og alla! - leitandi uppi villur og veikleika. Og vitan- lega finnurðu þá yfirleitt. Það er ágætt en hugs- anlega þarftu að rækta með þér svolitla hátt- vísi í því að segja frá uppgötvunum þínum. Þér þarf að finnast þú góður í einhverju til þess að þú haldir andlegu jafnvægi. Tækni- kunnátta ýtir undir sjálfstraust þitt og almenna vellíðan. Sú leikni getur verið á hvaða sviði sem er, frá listdansi á skautum til taugaskurð- lækninga. Á sama hátt líður þér best þegar þú ert að vinna og þegar starfið, sem þú innir af höndum, kemur einhverjum að hagnýtu gagni. UPPLESTUR ÚR HANDBÓK SKÁTA Steingeitin er einbúinn. Á yfirborðinu er hún fulltrúi sjálfsaga og meinlætalifnaðar. Á dýpri hátt táknar hún þróunarþrep er leiða til heilinda og siðferðisstyrks. Segi maður sannleikann um Steingeitina mun hann hljóma eins og upplestur úr hand- bók skáta. Lykilhugtökin eru: ráðvendni, skap- festa, siðferði og persónulegur heiður. Þetta eru þróunarþemu Sjávargeilarinnar. Öll ganga þau út frá því að viljastyrkur geti ráðið yfir öll- um öðrum eðlisþáttum okkar, þar með töldum tilfinningum. Steingeitin í þér þarf að byrja á því að spyrja sig gagnrýninnar spurningar: Hver er hæsti sannleikur sem ég þekki í þeim hluta lífs míns sem Sjávaigeitin ræður yfir? Eftirleikurinn er einfaldur - að minnsta kosti er auðvelt að skilja hann. Lifðu hann bara. Láttu þér hvergi bregða og gerðu það sem rétt er. Farðu samt varlega. Það er ekkert að því að láta tilfinningar í Ijósi ef þær ekki taka ákvarð- anir fyrir þig. Freististu til að gera eitthvað syndsamlegt skaltu ekki óttast að minnast á það. Annars mun hálfur heimurinn álíta þig dýrling en hinn helmingurinn telja þig montrass. Og hvorugur helmingurinn kemur i Ijósársfjarlægð frá hjarta þínu. TILGANGSLAUS TIL- FINNINGALEG ÚTLEGÐ Fólk með sól i Steingeit nærir grunnorku sína með því sem ávallt er því efst í huga: að ná langt. Störf þín geta verið opinber - á við að byggja upp frama sem endurspeglar það besta í þér - eða þau gætu verið unnin í einrúmi, eins og að gera það sem rétt er fyrir þig, hljóð- lega og án tillits til þjóðfélagslegra eða raun- hæfra þvingana. Steingeitin er tákn einsetumannsins og í samræmi við það er einveruþema í lífi þínu. Það táknar þó ekki einmanaleika. Einvera Sjávargeitarinnar tengist fremur einkalífi og því að vera sjálfum sér nógur. Vissulega er þér hollt að elska; það er þegar þú ert það þurfandi að þú leiðist út í óþol yfir tilfinningalegri ein- angrun. Þú lifir af og endist. Það eru dyggðir og í erfiðleikum lífsins muntu bera af. Gættu þess að beita ekki kostum þínum rangt: tjáðu þig þegar þú ert dapur eða hræddur. Ella kemurðu þér í tilgangslausa tilfinningalega útlegð. VIRKI SJÁLFSGETUNNAR Fólk með tungl í Steingeit hefur sterka lífsþrá og líflegar tilfinningar - en lendir oft í þeirri stöðu að það er hættulegt, óviðeigandi eða siðferðileg spurning hvort eigi að tjá þær. Áhrif- in minna svolítið á dínamít sem springur í stál- herbergi. Frá þróunarsjónarmiði ertu í há- skólanámi í sjálfsaga. Staðreyndin er sú að andlega ertu kominn á stað á ferðalaginu þar sem þú þarft að harðna. Til þess að líða vel þarf þér að finnast þú hafa lagt grunninn að mikilvægu starfi - langtímafyrirætlunum sem útheimta einbeitni, ábyrgð og yfirburði. Þó það sé þverstæðukennt slakar þú á með því að vinna. Aðgerðaleysi gerir þig taugaveiklaðan og spenntan, að minnsta kosti ef það stendur í meira en nokkrar klukkustundir. Gættu þín á því að byrgja ekki of mikið innra með þér; stundum er það nauðsynlegt en oft er ekki svo. Tunglið er tilfinningar og Steingeitin táknar sjálfsaga: ein túlkun er sú að þú sért að læra aga viðeigandi tilfinningalegrar sjálfstján- ingar. Aðrir bera umsvifalaust virðingu fyrir fólki með Steingeit rísandi. Af áru þess geislar hæfni, ábyrgð og ráðvendni. Til þess að vera í jafnvægi þarftu á stöðugum áskorunum að halda, ekki glæfrabrögðum - engin þörf á að vera sá fyrsti sem syndir nakinn yfir Norður- Atlantshafið. Áskoranir Sjávargeitarinnar eru allt aðrar: þær tengjast afrekum - á við að ná langskólagráðu. Eða láta fyrirtæki ganga. Eða lesa sögu Rómaveldis. Sleingeitin er einfari. Þú þarfnast tíma út af fyrir þig. Þú þreytist á of miklum félagslegum skyldum, þær draga úr rósemi þinni. Um leið þarftu að gæta þín á því að læsa þig ekki inni í virki sjálfsgetunnar. Það er leiðin til einmana- leika. □ l.TBL. 1992 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.