Vikan - 09.01.1992, Side 39
35
▲
Margrét
Hauksdótt-
ir, starfs-
maður
kynningar-
deildar
Flugleiða,
vlrðlr fyrlr
sér vlnnu-
brögðin f
nýja flug-
eldhúsinu f
Keflavfk.
Þeir eru
girnllegir
réttlrnir
sem lands-
llð fs-
lenskra ma-
treiðslum-
anna legg-
ur til að
boðnir
verðl far-
þegum
Flugleiða f
háloftun-
um.
T
Ef nefna skal nokkur dæmi
um þann fjölbreytta matseðil
sem farþegar Flugleiða mega
eiga von á í náinni framtið, má
benda á forrétti eins og hangi-
kjöt í hlaupi með melónu, gróft
skorið grænmeti með gráða-
ostasósu, reykta gæsabringu,
reyksoðinn karfa á tortelini
með ostasósu, reyksoðinn lax
með spergli og sinnepssósu
og grafið lamb. - Ekki ama-
legt.
Þegar að aðalréttunum
kemur kennir margra grasa.
Nefna má ofnbakaða ýsu í
kartöfluhjúpi, með hnelum og
grænmeti. Ef til vill kemur
reyksoðinn steinbitur með
graslaukssósu einhverjum
farþeganum spánskt fyrir
sjónir, - en enginn ætti að ótt-
ast andabringuna, sem borin
er fram með appelsínusósu,
eða innbakaða nautavöðvann,
svo ekki sé nú talað um turn-
bautann eða fylltu laxarúllurn-
ar með humrinum og Holland-
aissósunni...
Með matum var meðal ann-
ars borið fram franskt rauðvín,
sem farþegum Flugleiða hefur
verið boðið upp á um skeið.
Félagið fékk viðurkenningu á
síðasta ári þegar þetta vín var
valið hið þriðja besta sem
flugfélög á Norður-Atlantshafi
hafa á boðstólum I vélum
sínum.
Hér hafa aðeins verið nefnd
örfá dæmi en þess ber að geta
að reynslan mun skera úr um
það hversu margir réttirnir
verða þegar á hólminn er kom-
ið, en að sögn Jóns Sigurðs-
sonar yfirmatreiðslumanns eru
sumir þeirra þannig úr garði
gerðir að erfitt mundi reynast
að framleiða þá í miklum mæli
og bera þá fram í farkostum
félagsins í 30.000 feta hæð.
l.TBL. 1992 VIKAN
GÖÐUR MATUR
í HÁLOFTUNUM
FLUGLEIÐIR KYNNA NÝTT ELDHÚS OG NÝJAN MATSEÐIL
Seint á aðventunni gafst
tíðindamanni Vikunnar
kostur á að sækja heim
„flugeldhús" Flugleiða á Kefla-
vikurflugvelli. Tilgangurinn var
sá að leyfa gestum dagsins að
bragða á hinum fjölmörgu
kræsingum sem landslið fs-
lenskra matreiðslumanna
hafði tilreitt. Að sögn Jóns Sig-
urðssonar yfirmatreiðslu-
manns Flugleiða og forstöðu-
manns „flugeldhússins" var
gerður samningur við mat-
reiðslumennina á síðasta ári.
Flugleiðir styrktu þá til þátttöku
í heimsmeistarakeppni mat-
reiðslumanna sem fram fór (
Chicago í Bandaríkjunum á
síðasta ári. í staðinn skyldu
hinir vösku matsveinar meðal
annars gera raunhæfar tillögur
um matreiðslu fjölbreytilegra
rétta, sem til greina kæmu á
matseðlum fyrirtækisins í há-
loftunum.
ELDHÚSIÐ HANNAÐ
ÚT f HÖRGUL
Þjónustubygging Flugleiða er
staðsett við hliðina á fraktaf-
greiðslunni, vestan við Leifs-
stöð. Þarna er auk eldhússins
að finna frílager og fleira sem
þjónustu við flugvélarnar
áhrærir eins og lager fyrir alla
tollfrjálsa sölu um borð. Segja
má að byggingin sjálf hafi í
raun verið hönnuð utan um
eldhúsið, sem teiknað var fyrst
með allar hinar mismunandi
þarfir þess ( huga. Húsnæðið
er þaulhugsað frá smæstu at-
riðum til hinna stærstu og eru
allir hlutir skipulagðir sam-
kvæmt ákveðnu vinnsluferli,
sem hefst í móttökunni, þar
sem hráefnið berst inn í húsið.
Þaðan fer það í mismunandi
kæligeymslur eftir eðli og notk-
un og siðan inn í hinar ýmsu
vinnsludeildir. Eldhúsinu er
skipt niður í smærri einingar,
allt eftir því hvað unnið er á
hverjum stað. öll vinnslan, svo
og lager og birgðir, er skráð
inn á sérstakt tölvukerfi sem
hannað hefur verið með fyllstu
hagkvæmni í huga. Að sögn
Jóns Sigurðssonar hefur það
gefist afar vel og á fáa sína
líka. Hið góða skipulag og hin
hugvitssamlega hönnun gera
það að verkum að í eldhúsinu
og tengdum deildum, sem
annast frekari birgðaþarfir
flugvélanna, er unnt að ganga
frá mat og öðrum vistum fyrir
yfir 300 farþega á innan við
tveimur klukkustundum og er
þá matreiðslan meðtalin. Yfir
vetrartimann eru afgreiddir úr
eldhúsinu um 1300 matar-
skammtar daglega, en á sumr-
in er ekki óalgengt að þeir séu
um 3000 að meðaltali. Fyrir
hefur komið að afgreiða hafi
þurft um 5200 skammta á ein-
um sólarhring og að sögn
Jóns er þá miðað við að unnið
sé á einni 12 tíma vakt. Séu
vaktirnar hafðar tvær, og unn-
ið allan sólarhringinn, gæti
eldhúsið hæglega annað 7000
skömmtum.
Þegar gestir voru leiddir inn
í bygginguna, blasti við langt
borð sem hlaðið var hverjum
dýrindisréttinum á fætur
öðrum. Greinilegt var að mat-
reiðslumennirnir höfðu gert
matinn kræsilegan fyrir augun
að minnsta kosti og girnilegur
var hann. Jón sagði að mikil-
vægt væri að maturinn, sem
borinn væri fram á litlum bökk-
um handa farþegunum, væri
ekki síður vel útlítandi en góð-
ur á bragðið og ekki væri verra
ef unnt væri að hafa litasam-
setninguna skemmtilega. Á
aðalborðinu gat að líta aðal-
rétti og forrétti sem hugsaðir
eru fyrir farþega á Saga-Class.
Matreiðslumennirnir höfðu
vandað sig sérstaklega við
frágang á þeim bökkum, enda
eru þeir hugsaðir fyrir þá far-
þega sem mest þurfa að borga
fyrir flugið. Jón sagði, að þó
svo að Saga-Class farþegum
væri gert hærra undir höfði að
þessu leyti, þá nytu hinir al-
mennu farþegar þessa matar
lika, munurinn fælist fyrst og
fremst í því að meira væri lagt
upp úr framreiðslunni, en hrá-
efnið væri hið sama fyrir alla
farþega. Þess ber þó að geta
að forréttanna njóta aðeins
fyrrtöldu farþegarnir og ýmissa
annarra gæða, sem auka
ánægju flugsins og þægindin
á leiðinni.
STEINBÍTUR SEM HUMAR
OG GÆSABRINGA
Þegar gestir höfðu horft nægju
sína á hina girnilegu matar-
bakka, sem landslið fslenskra
matreiðslumanna hafði útbúið
með svo glæsilegum hætti,
bauð Jón til hádegisverðar I
matsalnum. Þar var að finna
sömu rétti, heita sem kalda,
forrétti, aðalrétti sem eftirrétti.
Það var úr vöndu að ráða þeg-
ar fólk fékk sér á diskana og
enginn komst af með færri en
þrjár ferðir að hlaðborðinu til
þess að geta gætt sór á flest-
um þeim tegundum matar sem
upp á var boðið. Það var sama
hvar borið var niður, allt var
þetta til mikils sóma, hvort
sem voru skarkolarúllur frá
Þorlákshöfn með fyllingu,
gæsapaté eða skyrterturnar
vestan úr Búðardal. Sumir
réttirnir koma nefnilega nær til-
búnir beint frá framleiðendum
eins og í þessum tilvikum. Því
má með sanni segja, að marg-
ir hafi hér hagsmuna að gæta,
miklu fleiri reyndar en fólk gerir
sér almennt grein fyrir.
TEXTI OG MYNDIR: HJALTl JÓN SVEINSSON