Vikan


Vikan - 09.01.1992, Side 51

Vikan - 09.01.1992, Side 51
væri mismunandi þjónusta f þessum löndum var fullyrt að svo væri ekki. Sama fyrirtækis- stefna væri rekin í öllum löndum. Bíllinn, sem blaðamaðurinn leigði, var nýr Citroén XM V6. Þegar búið var að finna út hvernig öryggiskerf- ið virkaði fór bílinn í gang og af stað var haldið. Ef íslenskar umferðarreglur giltu í Lúxemborg hefði ökuskírteinið væntanlega fokið strax á bílaplaninu. Um leið og komið var út á hrað- braut var stigið létt á bensíngjöfina og þegar litið var á hraðamælinn lá hann í 200 km/klst. Það verður að segjast eins og er að það fór hrollur um blaðamanninn þar sem hann leið áfram í sófasettinu eftir hraðbrautinni. Einn galli var þó á gjöf Njarðar. Það var sama hvað hamast var f rafmagninu við að stilla sætin, áfram, aftur, upp og niður, fæturnir rákust alltaf í mælaborðið. Þegar svo hafði gengið í tvo daga var ákveðið að herða upp hugann og kanna þjónustu Hertz með því að kvarta yfir bílnum. Eftir að ég hafði rakið raunir mfnar brosti viðkomandi og spurði hvort ég vildi Ford Scorpio 4X4. Ég benti manninum á að alla vega væri meira pláss fyrir bílstjórann í þeim bfl. Þar sem ég hafði greitt fyrir góðan bíl vildi ég vita hvort Fordinn væri jafnkraftmikill. „Bíddu," sagði maðurinn og kom svo að vörmu spori með sportútgáfu af Scorpio. Ekki er laust við að brosið hafi breikkað þegar ég settist upp í og ók af stað. ALLT í LAGI Hver kannast ekki við að taka bíl á leigu og þegar á að setja útvarpið í gang heyrist ekkert? Hjá Hertz eru nítján atriði yfirfarin og sá sem það gerir staðfestir með undirskrift sinni að allt sé í lagi. Þannig er athugað hvort öryggisbelti, bremsur, stýri, hjólbarðar, þurrkur, rúðupiss, Ijós, speglar, flauta, læsing- ar, hurðir, vélarhlíf, gírstöng, miðstöð, sígarettukveikjari, sæti og farangursgeymsla séu í lagi. Gengið er úr skugga um að næg olía sé á bílnum, bensíntankurinn fullur, tjakk- ur og felgulykill á sínum stað, að allir nauðsyn- legir pappírar séu í bílnum og útvarpið stillt á stöðvar. Þegar miðinn, sem hangir í bílnum, er undirritaður er í lagi að leigja hann út, fyrr ekki. Citroén XM V6: Sófasett á hjólum en of þröngur fyrir blaðamanninn. BÍLL Á TVEGGJA SEKÚNDNA FRESTI Hér á íslandi eiga menn oft erfitt með að gera sér í hugarlund hversu stór alþjóðafyrirtæki eru. Til að gefa smáhugmynd um stærð bíla- leigu Hertz má geta þess að hún leigir út bíl á tveggja sekúndna fresti allt árið um kring. Fjörutíu og fimm þúsund pantanir berast á hverjum degi og tekið er á móti um sextán milljónum símtala á hverju ári. Leiðakerfi er nýjung sem Hertz hefur komið með fram á sjónarsviðið. Á nokkrum helstu af- greiðslustöðunum eru tölvuskjáir og getur sá sem vill notfæra sér þetta kerfi stimplað inn staðinn sem hann er á og hvert hann ætlar. Þá prentast út úr tölvunni þægilegasta og stysta leiðin á áfangastað. Þetta getur verið afar þægilegt fyrir þá sem eru óvanir að keyra inn í borgir frá flugvelli, til dæmis í London. STÓRU LEIGURNAR ÞÆGILEGRI Þegar blaðamaðurinn ákvað að prófa Hertz var það vegna þess að hann hafði nokkrum sinnum lent í vandræðum hjá smærri bílaleig- um. Eitt sinn var hann staddur í Munchen um vetur og það var svo kalt að bíllinn varð raf- magnslaus. Með mikilli fyrirhöfn var hægt að fá viðgerðarþjónustu og kostaði hún sitt. í annað skipti þurfti blaðamaðurinn að skilja bflinn eftir á flugvellinum í Frankfurt. Starfsmaður leigunnar sannfærði hann um að það væri lítið mál, nóg væri að tala við starfsmenn ákveðinn- ar bílaleigu og skilja lyklana eftir. Blaðamaður- inn ákvað að koma tímanlega á flugvöllinn í Frankfurt. Þegar komið var á bílaleiguna, sem upp var gefin, kannaðist starfsfólkið ekki við neitt. Þá hófust símhringingar til Lúxemborgar og fimmtán mínútum áður en vélin, sem blaða- maðurinn átti pantað með, fór fékk hann umslag, setti lyklana að bílnum í það og sendi þá til Lúxemborgar með upplýsingum um hvar bílinn væri að finna. Þá var ákveðið að næst þegar farið yrði út fyrir landsteinana skyldi bíllinn leigður hjá al- þjóðafyrirtæki. „Það er miklu dýrara að versla við stóru leigurnar," er algeng fullyrðing. Þegar upp er staðið er það ekki dýrara. Verðið er sambærilegt við aðrar leigur en jafnframt er verið að kaupa sér þjónustu um allan heim. Ef maður er til dæmis á ferðalagi um Evrópu og bfllinn bilar í Austurríki er nóg að hafa sam- band við næstu afgreiðslu og fá nýjan bíl án nokkurs aukakostnaðar. Það sparar ekki bara peninga heldur einnig dýrmætan tíma. Amma? Nei.... Ég meina mamma? Gettu hvað? Nýr og enn betri Prcdictor gefur rétta svarið strax. EfPredictor þungunarprófíð segir það, þá er það öruggt. FÆST í APÓTEKUM l.TBL. 1992 VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.