Vikan - 09.01.1992, Page 54
HEIMSINS
ÓLÍKUSTU
TVÍBURAR
GÓMSÆT PERUTERTA
150 g smjör(líki)
200g sykur
3 egg
125 g hveiti,
1 sléttfull tsk lyftiduft
1 lítil tsk engifer
50 g gróft saxaöir hnetukjarnar
5-6 perur (niöursoðnar)
Skraut: Sigtaður flórsykur
Aðferð: Hrærið smjör(líkið)
og sykur vel saman, bætið
eggjunum saman við einu í
einu og að síðustu hveiti, lyfti-
dufti, engifer og hnetum.
Hrærið deigið vel saman og
setjið f vel smurt form með
lausum botni, ca 24 cm í
þvermál. Látið safann drjúpa
vel af perunum og þrýstið
þeim niður í deigið. Bakið
neðst í ofni við 200 gráður í 40
mín. Prófið með prjóni hvort
kakan er bökuð. Stráið flór-
sykri yfir kalda kökuna.
Ensk kona og pakistansk-
ur maður eru foreldrar
þessara ólíku tvíbura.
Zahra og Tony eru 15 ára
gömul og svo ólík að ætla
mætti að þau væru óskyld.
Það skrftna er að þau eru tví-
burar!
Tony er rauðhærður og
freknóttur en Zahra er með
svart hár og dökka húð. Þegar
þau fæddust sagðist starfs-
fólkið á fæðingardeildinni aldr-
ei hafa sóð svo ólíka tvíbura.
Hver getur láð því? Fæðingin
olli miklu umtali en tvíburarnir
hlæja bara að þessu og segja
að sumir haldi þau vera kær-
ustupar.
Þau fundu lítið fyrir því
hversu ólík þau eru fyrr en þau
byrjuðu f skólanum. - Ég fékk
neikvæð viðbrögð, segir
Zahra. Krakkarnir sögðu mér
að skammast til baka, heim til
mfn. En ég erfædd á Englandi
og því ensk þrátt fyrir að ég líti
öðruvísi út en aðrir. Tony
blandaði sér alltaf í málið mér
til hjálpar.
Við erum tengd sterkum
böndum og við vitum oft
hvernig hinu líður þrátt fyrir að
kannski séu margir kílómetrar
á milli okkar. Við eigum sam-
eiginleg áhugamál, svo sem
íþróttir, tón-
listarsmekkur-
inn er eins og
falleg föt...
Þau eiga
fjögur yngri
systkin og
þau líkjast öll
Zöhru.
679333
PIZZAHÚSIÐ
Grensásveg! 10
- þjónar þér allan sólarhrlnginn
HJONABAND
í TVÍRITI
Símon er giftur Tínu, litla
systir Tínu er gift litla
bróður Símonar. Ertu
hissa? Lestu áfram. Bæði pör-
in eiga tvfbura, strák og
stelpu, þau vinna öll á sama
vinnustað og svona væri hægt
að telja upp endalaust.
Eru þetta örlög eða bara til-
viljun? spyrja þau sig þegar
þau upplifa það sama hvað
eftir annað. Fyrst giftu Tína
English og Símon sig, stuttu
seinna giftist systir Tínu, bróð-
ur Símonar. Tína eignaðist
tvíbura, strák og stelpu, og
Júlía systir Tínu hefur einnig
eignast tvfbura, dreng og
stúlku, og það á sömu fæðing-
ardeild og Tína lá á.
- Við skiljum ekkert í þessu
og spyrjum hvert annað í sí-
fellu hvenær og hvernig þetta
muni enda. Það halda allir að
ég hafi gaman af að apa eftir
stóru systur en þannig er það
ekki, segir Júlía.
Pörin búa stutt frá hvort
öðru í Sheffield á Englandi.
Og allt byrjaði þetta þegar
Tína og Símon giftu sig 1981.
Þá var Júlía í háskóla í öðrum
bæ. Þegar skólanum lauk fór
hún að heimsækja systur sína
og ekki leið á löngu þar til hún
varð ástfangin af bróður eigin-
manns systur sinnar! Og þau
giftu sig nokkrum mánuðum á
eftir hinu parinu.
Þegar síðan Tína eignaðist
tvíburana, Róbert og Elísa-
betu, þá gerðum við öll grín að
þessu og ég sagðist líka ætla
að eignast tvíbura. Það
stóðst... og það er ekki vitað
um tvíbura í fjölskyldum okkar
áður.
Þegar Tína eignaðist tvíbur-
ana sína fæddist Róbert fyrst
og hann vó 2650 grömm. Son-
ur Júlíu kom einnig á undan
systur sinni og hann vó 2650
grömm. Þau vinna öll f sama
stórmarkaði, þau eiga sömu
gerð af bíl og nú ætla þau að
kaupa hús sem þau geta skipt
í tvær íbúðir.
- Fyrst ætlum við saman í
frí. Það hlýtur að vera gaman
því við höfum öll svipuð
áhugamál. Og þau brosa út að
eyrum, öll í einu að sjálfsögðu.
50 VIKAN l.TBL.1992
ÞÝÐING: LÍNEY LAXDAL