Vikan - 09.01.1992, Side 55
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
HUGARÓRAR HALLGERÐAR
PÆLIÐ í ÞVÍ!
Það er alveg rosalegt
álag á mér þessa dag-
ana. Reyndar er nokk-
uð Ijóst að ég er rólega að
geðbilast. Málið er að ég var
sett í meiri háttar straff þegar
ég ropaði skyndilega, reyndar
rosalega, í einni af mörgu
laxaveislunum sem gengið
hérna heima hélt á dögunum.
Pælið í því, maður er klæddur
upp í föt og fínt til að þóknast
þessu ruglaða liði og má ekki
einu sinni við matarborðið láta
búkinn tala. Mamma er búin
að grenja og grenja svo
svakalega síðan þetta gerðist
og er alveg með það á beru að
við séum búin að tapa öllum
tengslum við um tíu toppa í
þjóðfélaginu vegna þessa
atviks. Það eru alla vega tvær
vikur síðan nokkur minkapels-
gella eða kjólfatapinni hefur
hringt og boðið okkur í lax.
Maður getur ælt þessum of-
dekursveislum sem maður
verður að sitja stífur í eins og
hrífuskaft og brosa í allar áttir,
þó maður hafi nóg að gera
með brosið þess á milli.
Hvernig á ég til dæmis að
redda snarlega eins og fimm
geisladiskum í safnið ef ég
lamast í kjálka við þetta álag?
Hugsið ykkur - og allt bara af
því að ég er neydd til að brosa
við liði sem er hvort sem er
ekkert nema frekjan og tilætl-
unarsemin.
Það er sko alveg greinilegt
að eftir svona áfall brosi ég
ekki fimmtán sinnum í röð fyrir
afa á Grandanumí von um að
sá gamli opni aldamótabudd-
una sína til að redda þessu
með diskana. Það er ekki
hægt að safna sjálfur fyrir öllu.
Ég er svo innilega búin. Ég
meina það eru takmörk fyrir
því hvað hægt er að leggja á
ungling sem er svo greinilega
miður sín af þreytu og senni-
lega rétt við það að lognast
bara út af, eins og sést svo
innilega.
Ég finn ekki betur en þeim
sé svo sama þó ég breytist
bara rólega í spegilmynd mína
og hreinlega svífi hér um hús-
ið eins og vofa. Bara af því að
liðinu finnst svo sjálfsagt að
nota mig nánast eins og
borðskraut hvenær sem þetta
sett hefur boð fyrir fólk sem
varla getur talað fyrir flottheit-
um og fínum andlitskippum.
Það sést svo greinilega að
þetta gengi er farið að
sjúskast.
Þoli ég þetta pakk? Nei! Og
þá meina ég NO! Glæta að
gefa þessum krumpuðu
kroppum meiri tíma. Ég hef
aldrei séð svona uppáþrengj-
andi og ofdekrað laxalið.
Glansmyndagengi sem ræður
ekki við græðgina í sér og sem
betur fer ropaði ég framan í
það með það sama. Áttu þau
það skilið? Já, og það er á
tæru.
Við skulum þara athuga það
að þegar ég ráðlagði Jóu vin-
konu að ropa svona innilega í
einni veislunni heima hjá
henni, þá gekk allt snarlega
upp með það sama. Jóa þurfti
þetta sama kvöld að díla
smápeysuskipti við ellefu
manna lið og varð að losna á
innan við tíu mínútum við
þetta „big mama borðhald" og
það tókst. Hún bara ropaði til
hægri og vinstri stanslaust í
sirka fimm mínútur. Eða ró-
lega má segja þangað til allir
fengu sæmilega góða velgju
og pabbi hennar sagði mjög
smeðjulega: „Jóa þarf að fara,
vonandi er öllum sarna."
Glæta eða þannig. Vonandi
verð ég uppgötvuð fljótlega.
LITUN, STRÍPUR,
KLIPPING
HJALLAHRAUN 13
HAFNARFIRÐI
SlMI 53955
Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík
sími: 39990
Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari,
Ásta K. Árnadóttir, Elva B. Ævarsdóttir,
Þórunn A. Gylfadóttir, Halla R. Ólafsdóttir.
ANDLITSBÖÐ,
HÚÐHREINSUN,
LITUN,
FÓTSNYRTING,
HANDSNYRTING
DAG- OG
KVÖLDSN YRTIN G
VAXMEÐFERÐ
Hárgreiðslustofa
Bleikjukvísl 8, Sími 673722
HÁItSEIi
í MJÓDD
Hársnyrtístofa l'arahakki 3-2. h.
Sí.ni 79266
Hársnyrting fyrir
dömur,
herra
og börn.
Agnas og Ingunn
l.TBL.1992 VIKAN 51